Gagnaverið: Samfélagsmiðlar, áróður og falsfréttir Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. júlí 2021 13:49 María Rut Kristinsdóttir er gestur í nýjasta þætti hlaðvarpsins Gagnaverið. Í þættinum ræðir hún um pólitíska hlið samfélagsmiðla. Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Gagnaverið er haldið áfram að fjalla um samfélagsmiðla. Um er að ræða þriðja og næst síðasta þáttinn um þetta málefni og var farið yfir pólitísku hlið samfélagsmiðlanna. Fjallað er um Cambridge Analytica skandalinn svokallaða sem átti sér stað í kringum forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Cambridge Analytica er breskt fyrirtæki sem sinnti rannsóknarvinnu í pólitískum tilgangi og vann við vissar hliðar kosningabaráttu. Fyrirtækið hannaði persónuleikapróf sem ætlað var til notkunar innan Cambridge háskóla en lak síðan út á Facebook. Þeir sem tóku prófið veittu aðgang að Facebook reikningi sínum og þannig var hægt að safna saman alls kyns upplýsingum um notendur. Þannig tókst fyrirtækinu að afla sér persónulegra upplýsinga um alls 87 milljónir Bandaríkjamanna. Út frá þessum upplýsingum útbjó fyrirtækið persónuleikamódel sem Donald Trump notaði til þess að hafa áhrif á kosningahegðun fólks með því að nýta sér sálræna veikleika þeirra. Fyrirtækið var lagt niður eftir að þetta kom í ljós. Þáttastjórnendur benda hlustendum á heimildarmyndina The Great Hack sem fjallar um Cambridge Analytica skandalinn. Í þættinum er jafnframt sagt frá því að Trump hafi ekki verið sá fyrsti til þess að nýta sér bakdyraleið samfélagsmiðla til þess að ná til kjósenda. Barack Obama hafi til að mynda nýtt sér upplýsingar kjósenda á samfélagsmiðlum í sinni baráttu, en þó aðeins þær upplýsingar sem voru aðgengilegar öllum. Í þættinum var rætt við Maríu Rut Kristinsdóttur, aðstoðarmann Þorgerðar Katrínar, sem hefur verið dugleg við að fræða almenning um stjórnmál á samfélagsmiðlum. Hún ræðir meðal annars um popúlisma og hvernig hægt sé að búa til ótta í gegnum áróður og falsfréttir. Það sé tækni sem margir hafi nýtt sér til þess að ná völdum. Þar nefnir hún Brexit og kjör Donalds Trump sem dæmi. Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpsþáttinn Gagnaverið í heild sinni. Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi og er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. Gagnaverið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Spjótunum beint að þeim í nokkra mánuði og svo gleyma allir Hvað er „cancel culture“ og hvaða áhrif hefur hún? Er þetta yfir höfuð til? Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Gagnaverið er rætt um samfélagsmiðla. 9. júní 2021 10:31 „Áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt á borðið“ Hlaðvarpið Gagnaverið ætlar að birta þrjá ítarlega þætti um samfélagsmiðla og áhrif þeirra, allt frá Myspace yfir í Onlyfans. Í fyrsta hlutanum var rætt við Arnór Stein Ívarsson félagsfræðing og þáttastjórnanda hjá Tölvuleikjaspjallinu. 1. maí 2021 10:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Sjá meira
Fjallað er um Cambridge Analytica skandalinn svokallaða sem átti sér stað í kringum forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Cambridge Analytica er breskt fyrirtæki sem sinnti rannsóknarvinnu í pólitískum tilgangi og vann við vissar hliðar kosningabaráttu. Fyrirtækið hannaði persónuleikapróf sem ætlað var til notkunar innan Cambridge háskóla en lak síðan út á Facebook. Þeir sem tóku prófið veittu aðgang að Facebook reikningi sínum og þannig var hægt að safna saman alls kyns upplýsingum um notendur. Þannig tókst fyrirtækinu að afla sér persónulegra upplýsinga um alls 87 milljónir Bandaríkjamanna. Út frá þessum upplýsingum útbjó fyrirtækið persónuleikamódel sem Donald Trump notaði til þess að hafa áhrif á kosningahegðun fólks með því að nýta sér sálræna veikleika þeirra. Fyrirtækið var lagt niður eftir að þetta kom í ljós. Þáttastjórnendur benda hlustendum á heimildarmyndina The Great Hack sem fjallar um Cambridge Analytica skandalinn. Í þættinum er jafnframt sagt frá því að Trump hafi ekki verið sá fyrsti til þess að nýta sér bakdyraleið samfélagsmiðla til þess að ná til kjósenda. Barack Obama hafi til að mynda nýtt sér upplýsingar kjósenda á samfélagsmiðlum í sinni baráttu, en þó aðeins þær upplýsingar sem voru aðgengilegar öllum. Í þættinum var rætt við Maríu Rut Kristinsdóttur, aðstoðarmann Þorgerðar Katrínar, sem hefur verið dugleg við að fræða almenning um stjórnmál á samfélagsmiðlum. Hún ræðir meðal annars um popúlisma og hvernig hægt sé að búa til ótta í gegnum áróður og falsfréttir. Það sé tækni sem margir hafi nýtt sér til þess að ná völdum. Þar nefnir hún Brexit og kjör Donalds Trump sem dæmi. Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpsþáttinn Gagnaverið í heild sinni. Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi og er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall.
Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi og er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall.
Gagnaverið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Spjótunum beint að þeim í nokkra mánuði og svo gleyma allir Hvað er „cancel culture“ og hvaða áhrif hefur hún? Er þetta yfir höfuð til? Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Gagnaverið er rætt um samfélagsmiðla. 9. júní 2021 10:31 „Áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt á borðið“ Hlaðvarpið Gagnaverið ætlar að birta þrjá ítarlega þætti um samfélagsmiðla og áhrif þeirra, allt frá Myspace yfir í Onlyfans. Í fyrsta hlutanum var rætt við Arnór Stein Ívarsson félagsfræðing og þáttastjórnanda hjá Tölvuleikjaspjallinu. 1. maí 2021 10:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Sjá meira
Spjótunum beint að þeim í nokkra mánuði og svo gleyma allir Hvað er „cancel culture“ og hvaða áhrif hefur hún? Er þetta yfir höfuð til? Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Gagnaverið er rætt um samfélagsmiðla. 9. júní 2021 10:31
„Áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt á borðið“ Hlaðvarpið Gagnaverið ætlar að birta þrjá ítarlega þætti um samfélagsmiðla og áhrif þeirra, allt frá Myspace yfir í Onlyfans. Í fyrsta hlutanum var rætt við Arnór Stein Ívarsson félagsfræðing og þáttastjórnanda hjá Tölvuleikjaspjallinu. 1. maí 2021 10:00