Furðuskrif um strandveiðar Arthur Bogason skrifar 20. júlí 2021 08:00 Í Fréttablaðinu hinn 14. júlí sl birtist pistill Aðalheiðar Ámundardóttur, fréttastjóra blaðsins undir fyrirsögninni „Strandveiðar“. Ég hef frá árinu 1984 fylgst að ég tel sæmilega með umræðunni um málefni smábátaeigenda og sjávarútvegsins. Pistill Aðalheiðar slær öll met í rangfærslum og atvinnurógi á hendur þeim sem stunda smábátaútgerð (þ.m.t. strandveiðar) við Íslandsstrendur. Í einni hendingu dæmir hún elsta útgerðarform á Íslandi „fullkomna vitleysu“ og „úreltan atvinnurekstur“. Ég er engu að síður þakklátur skrifum hennar. Þau varpa skýru ljósi á þann þankagang og málflutning sem Landssamband smábátaeigenda (LS) hefur glímt við og setið undir frá stofnun félagsins árið 1985. Margir smábátaeigendur hafa átt erfitt með að skilja hversu hægt málum miðar stundum fram. Aðalheiður gerir því LS stórgreiða með skrifum sínum. Þetta er umhverfið sem LS hefur unnið í sl áratugi. Þennan pistil Álfheiðar hefur LÍÚ/SFS þráð að birta til fjölda ára en skort til þess kjark. Eitt árið, á aðalfundi LÍÚ gerði einn ræðumanna það að tillögu sinni að smábátar landsins yrðu notaðir í áramótabrennurnar. Flutningsmaður fékk dynjandi lófatak úr salnum. Skrif Aðalheiðar er kvittun undir þessa tillögu. Það myndi æra óstöðugan að eltast við þvæluna í pistli Aðalheiðar. Sumt keyrir þó um þverbak. Ósvífnin gengur hvað lengst þar sem hún alhæfir að strandveiðimenn skaffi „ormétna þorsktitti“ á disk ferðamanna. Er hún til í að nefna dæmi þessu til sönnunar? Hafði hún fyrir því að tala við þá sem kaupa afla strandveiðimanna? Hafði hún fyrir því að kynna sér skýrslur sem gerðar hafa verið um strandveiðar, t.d. frá MAST (Matvælastofnun) árið 2017? Strandveiðikerfið var sett á laggirnar árið 2009, þannig að árið 2021 er þrettánda árið. Hafa þessir menn og konur verið fyrir einhverjum – og þá, hverjum? Er sá skammtur sem þeim er ætlaður (uþb 1/100 af þorskstofninum) of stór? Smábátaútgerðin stendur fyrir fjölmörgum þáttum sem önnur útgerð gerir ekki. Hún er uppeldisstöð sjósóknara framtíðarinnar, athvarf þeirra sem hverfa af stórskipunum en vilja halda sambandi sínu við hafið og von margra sem hafa átt undir högg að sækja í lífsins ólgusjó. Ég þekki mörg dæmi um allt framantalið. Að strandveiðar séu til þess að „upphefja karlmennskuna“ er ómerkilegt kjaftæði. Ég skora á Aðalheiði að fletta í gegnum heimasíðu Landssambands smábátaeigenda og finna þar eina einustu færslu sem höfðar er til þessarar fullyrðingar. Í heimi nútímans, þar sem allt byggist á arðsemiskröfum kann að vera að smábátaútgerðin passi illa inn í excelskjöl hagfræðinga Háskólans. Í því sambandi er vert að minnast þess að árið 1995 fékk LS Háskóla Íslands (Prófessor Ragnar Árnason) til að reikna út hagkvæmni/arðsemi/hagnað hinna ýmsu útgerðarflokka. Ragnar skrifaði undir skýrsluna og hafi Aðalheiður áhuga er sjálfsagt að birta mynd af þeirri síðu skýrslunnar. Þar höfðu smábátar vinninginn. Þau 10-11 þúsund tonn af þorski sem strandveiðimönnum er ætlað frá byrjun maí til ágústloka skapa uþb 700 störf til sjós auk afleiddra starfa í landi. Þeim tonnum er vel varið og óskandi að innan Alþingis skapist meirihluti til að sýna því skilning. Það er sorglegt að áróður stórútgerðarinnar hafi leitt til þess að ungt fólk, eins og Aðalheiður, trúi því að meinið í fiskveiðikerfinu sé smábátaútgerðiin. Höfundur er formaður Landssambands smábátaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu hinn 14. júlí sl birtist pistill Aðalheiðar Ámundardóttur, fréttastjóra blaðsins undir fyrirsögninni „Strandveiðar“. Ég hef frá árinu 1984 fylgst að ég tel sæmilega með umræðunni um málefni smábátaeigenda og sjávarútvegsins. Pistill Aðalheiðar slær öll met í rangfærslum og atvinnurógi á hendur þeim sem stunda smábátaútgerð (þ.m.t. strandveiðar) við Íslandsstrendur. Í einni hendingu dæmir hún elsta útgerðarform á Íslandi „fullkomna vitleysu“ og „úreltan atvinnurekstur“. Ég er engu að síður þakklátur skrifum hennar. Þau varpa skýru ljósi á þann þankagang og málflutning sem Landssamband smábátaeigenda (LS) hefur glímt við og setið undir frá stofnun félagsins árið 1985. Margir smábátaeigendur hafa átt erfitt með að skilja hversu hægt málum miðar stundum fram. Aðalheiður gerir því LS stórgreiða með skrifum sínum. Þetta er umhverfið sem LS hefur unnið í sl áratugi. Þennan pistil Álfheiðar hefur LÍÚ/SFS þráð að birta til fjölda ára en skort til þess kjark. Eitt árið, á aðalfundi LÍÚ gerði einn ræðumanna það að tillögu sinni að smábátar landsins yrðu notaðir í áramótabrennurnar. Flutningsmaður fékk dynjandi lófatak úr salnum. Skrif Aðalheiðar er kvittun undir þessa tillögu. Það myndi æra óstöðugan að eltast við þvæluna í pistli Aðalheiðar. Sumt keyrir þó um þverbak. Ósvífnin gengur hvað lengst þar sem hún alhæfir að strandveiðimenn skaffi „ormétna þorsktitti“ á disk ferðamanna. Er hún til í að nefna dæmi þessu til sönnunar? Hafði hún fyrir því að tala við þá sem kaupa afla strandveiðimanna? Hafði hún fyrir því að kynna sér skýrslur sem gerðar hafa verið um strandveiðar, t.d. frá MAST (Matvælastofnun) árið 2017? Strandveiðikerfið var sett á laggirnar árið 2009, þannig að árið 2021 er þrettánda árið. Hafa þessir menn og konur verið fyrir einhverjum – og þá, hverjum? Er sá skammtur sem þeim er ætlaður (uþb 1/100 af þorskstofninum) of stór? Smábátaútgerðin stendur fyrir fjölmörgum þáttum sem önnur útgerð gerir ekki. Hún er uppeldisstöð sjósóknara framtíðarinnar, athvarf þeirra sem hverfa af stórskipunum en vilja halda sambandi sínu við hafið og von margra sem hafa átt undir högg að sækja í lífsins ólgusjó. Ég þekki mörg dæmi um allt framantalið. Að strandveiðar séu til þess að „upphefja karlmennskuna“ er ómerkilegt kjaftæði. Ég skora á Aðalheiði að fletta í gegnum heimasíðu Landssambands smábátaeigenda og finna þar eina einustu færslu sem höfðar er til þessarar fullyrðingar. Í heimi nútímans, þar sem allt byggist á arðsemiskröfum kann að vera að smábátaútgerðin passi illa inn í excelskjöl hagfræðinga Háskólans. Í því sambandi er vert að minnast þess að árið 1995 fékk LS Háskóla Íslands (Prófessor Ragnar Árnason) til að reikna út hagkvæmni/arðsemi/hagnað hinna ýmsu útgerðarflokka. Ragnar skrifaði undir skýrsluna og hafi Aðalheiður áhuga er sjálfsagt að birta mynd af þeirri síðu skýrslunnar. Þar höfðu smábátar vinninginn. Þau 10-11 þúsund tonn af þorski sem strandveiðimönnum er ætlað frá byrjun maí til ágústloka skapa uþb 700 störf til sjós auk afleiddra starfa í landi. Þeim tonnum er vel varið og óskandi að innan Alþingis skapist meirihluti til að sýna því skilning. Það er sorglegt að áróður stórútgerðarinnar hafi leitt til þess að ungt fólk, eins og Aðalheiður, trúi því að meinið í fiskveiðikerfinu sé smábátaútgerðiin. Höfundur er formaður Landssambands smábátaeigenda.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun