Á ekki að vera hægt í meistaraflokksbolta Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2021 20:00 KA menn fagna marki fyrr í sumar. Vísir/Hulda Margrét Sérfræðingar Pepsi Max stúkunnar gáfu ekki mikið fyrir varnarleik HK í fyrra marki KA gegn þeim fyrrnefndu í leik liðanna á Akureyri í gær. KA vann leikinn 2-0. Mörk breyta aðeins leikjunum og gangi leiksins. KA-menn gátu aðeins bakkað og varið sína stöðu betur en markið var ekki nógu gott af okkar hálfu, og við þurfum að skoða það, sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, um markið umrædda í gær. Markið lýsti sér þannig að Ásgeir Sigurgeirsson tók á rás með boltann frá vítateig KA-manna og var kominn rétt yfir miðjulínuna þegar Atli Arnarson, úr liði HK, braut á honum og fékk að launum gult spjald. Dusan Brkovic, varnarmaður KA, tók spyrnuna, sendi boltann fram völlinn á fyrrnefndan Ásgeir sem hafði nægt svæði til að athafna sig og setja boltann í markið af vítateig. Sérfræðingum Pepsi Max stúkunnar þótti HK-menn gera leikmönnum KA full auðvelt fyrir. Klippa: KA mark „Þetta á ekki að vera hægt, í meistaraflokki, ég fullyrði það, þetta á ekki að vera hægt,“ sagði þáttstjórnandinn Guðmundur Benediktsson. „Þetta er alveg stórfurðulegt,“ sagði sérfræðingurinn Baldur Sigurðsson. „Það hefði verið gaman að hafa myndavél þarna til að sjá betur hvað gerist þarna, hver hreyfingin er hjá Ásgeiri, og hvað klikkar hjá HK, af því að þetta er alveg ótrúlegt, bara ein sending og dauðafæri,“ „Það sjá það allir ef það kemur þverhlaup eða eitthvað svoleiðis, þetta er ekkert nýtt í fótboltanum, að menn reyna einhverja svona útfærslu. En yfirleitt er hún bara stoppuð, og bara eins og þú segir; þetta á ekki að vera hægt.“ segir Baldur enn fremur. KA var að vinna sinn fyrsta sigur í fimm leikjum gegn HK-ingum í gær og situr liðið í 5. sæti deildarinnar með 20 stig, tveimur frá KR, og aðeins þremur frá Breiðabliki og Víkingi sem eru í öðru og þriðja sæti. HK er í mikilli fallbaráttu, með tíu stig í ellefta og næst neðsta sæti, þremur stigum frá öruggu sæti. Markið umrædda og umfjöllun þeirra Guðmundar og Baldurs má sjá í spilaranum að ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla KA HK Pepsi Max stúkan Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Mörk breyta aðeins leikjunum og gangi leiksins. KA-menn gátu aðeins bakkað og varið sína stöðu betur en markið var ekki nógu gott af okkar hálfu, og við þurfum að skoða það, sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, um markið umrædda í gær. Markið lýsti sér þannig að Ásgeir Sigurgeirsson tók á rás með boltann frá vítateig KA-manna og var kominn rétt yfir miðjulínuna þegar Atli Arnarson, úr liði HK, braut á honum og fékk að launum gult spjald. Dusan Brkovic, varnarmaður KA, tók spyrnuna, sendi boltann fram völlinn á fyrrnefndan Ásgeir sem hafði nægt svæði til að athafna sig og setja boltann í markið af vítateig. Sérfræðingum Pepsi Max stúkunnar þótti HK-menn gera leikmönnum KA full auðvelt fyrir. Klippa: KA mark „Þetta á ekki að vera hægt, í meistaraflokki, ég fullyrði það, þetta á ekki að vera hægt,“ sagði þáttstjórnandinn Guðmundur Benediktsson. „Þetta er alveg stórfurðulegt,“ sagði sérfræðingurinn Baldur Sigurðsson. „Það hefði verið gaman að hafa myndavél þarna til að sjá betur hvað gerist þarna, hver hreyfingin er hjá Ásgeiri, og hvað klikkar hjá HK, af því að þetta er alveg ótrúlegt, bara ein sending og dauðafæri,“ „Það sjá það allir ef það kemur þverhlaup eða eitthvað svoleiðis, þetta er ekkert nýtt í fótboltanum, að menn reyna einhverja svona útfærslu. En yfirleitt er hún bara stoppuð, og bara eins og þú segir; þetta á ekki að vera hægt.“ segir Baldur enn fremur. KA var að vinna sinn fyrsta sigur í fimm leikjum gegn HK-ingum í gær og situr liðið í 5. sæti deildarinnar með 20 stig, tveimur frá KR, og aðeins þremur frá Breiðabliki og Víkingi sem eru í öðru og þriðja sæti. HK er í mikilli fallbaráttu, með tíu stig í ellefta og næst neðsta sæti, þremur stigum frá öruggu sæti. Markið umrædda og umfjöllun þeirra Guðmundar og Baldurs má sjá í spilaranum að ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla KA HK Pepsi Max stúkan Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira