Þórólfur vildi skikka Íslendinga í sýnatöku Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2021 14:11 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði til að Íslendingar sem hefðu ferðast erlendis yrðu skikkaðir í skimun fyrir Covid-19. Það yrði gert við komu þeirra til lands. Ekki var farið eftir þessum tillögum. Í minnisblaði Þórólfs, sem birt var á vef Stjórnarráðsins, segir að markmið tillögunnar sé að lágmarka áhættu á smiti innanlands frá Íslendingum en flest smitin sem greinast hér á landi um þessar mundir eru rakin til Íslendinga sem eru nýkomnir til landsins. Þórólfur tók þó fram að ef ekki væri talið framkvæmanlegt að skikka Íslendinga í sýnatöku yrðu þessir einstaklingar hvattir til að fara í sýnatöku innanlands eins fljótt og auðið er eftir heimkomu. Eftir ríkisstjórnarfund í dag tilkynnti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að ríkisstjórnin hefði ekki farið eftir tillögu Þórólfs. Það hefði þó verið ákveðið að biðja Íslendinga um að fara í sýnatöku. Einnig tilkynnti Katrín að allir sem koma til landsins erlendis frá muni þurfa að sýna neikvætt PCR-próf eða hraðpróf við landamærin. Sjá einnig: Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum Þeir sem geti það ekki verði gert að fara í sýnatöku við komu. Fimm daga sóttkví og aðra sýnatöku að henni lokinni. Daglegur fjöldi þeirra sem gangast þetta ferli er um 200 manns. Í tillögum Þórólfs segir að það fyrirkomulag sé viðhaft í mörgum löndum beggja megin við Atlantshafið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum Ekki verður gripið til sóttvarnaraðgerða innanlands en bólusett fólk sem kemur til landsins mun þurfa að skila inn neikvæðu PCR-prófi eða hraðgreiningu við komuna. Íslendingar sem koma til landsins verða einnig beðnir um að fara í skimun. 19. júlí 2021 12:31 Rúmlega þúsund skráðir í sýnatöku í dag Löng röð fólks á leið í sýnatöku myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í morgun. Klukkan rúmlega ellefu í morgun voru 1172 skráðir í sýnatöku í dag en sú tala gæti hækkað þegar líður á daginn að sögn verkefnastjóra hjá heilsugæslunni. 19. júlí 2021 12:17 Ríkisstjórnarfundur um tillögur Þórólfs í hádeginu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Það gerði hann um helgina en hann vill ekki tjá sig um innihald minnisblaðsins í samtali við fréttastofu, fyrr en ríkisstjórnin hafi fjallað um það. Ríkisstjórnarfundur verður haldinn í hádeginu þar sem minnisblaðið verður rætt. 19. júlí 2021 11:46 Sextán greindust með Covid-19 innanlands og sex í sóttkví Sextán manns greindust með Covid-19 innalands í gær. Þar af voru sex í sóttkví. Einn greindist á landamærunum. 19. júlí 2021 10:41 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Í minnisblaði Þórólfs, sem birt var á vef Stjórnarráðsins, segir að markmið tillögunnar sé að lágmarka áhættu á smiti innanlands frá Íslendingum en flest smitin sem greinast hér á landi um þessar mundir eru rakin til Íslendinga sem eru nýkomnir til landsins. Þórólfur tók þó fram að ef ekki væri talið framkvæmanlegt að skikka Íslendinga í sýnatöku yrðu þessir einstaklingar hvattir til að fara í sýnatöku innanlands eins fljótt og auðið er eftir heimkomu. Eftir ríkisstjórnarfund í dag tilkynnti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að ríkisstjórnin hefði ekki farið eftir tillögu Þórólfs. Það hefði þó verið ákveðið að biðja Íslendinga um að fara í sýnatöku. Einnig tilkynnti Katrín að allir sem koma til landsins erlendis frá muni þurfa að sýna neikvætt PCR-próf eða hraðpróf við landamærin. Sjá einnig: Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum Þeir sem geti það ekki verði gert að fara í sýnatöku við komu. Fimm daga sóttkví og aðra sýnatöku að henni lokinni. Daglegur fjöldi þeirra sem gangast þetta ferli er um 200 manns. Í tillögum Þórólfs segir að það fyrirkomulag sé viðhaft í mörgum löndum beggja megin við Atlantshafið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum Ekki verður gripið til sóttvarnaraðgerða innanlands en bólusett fólk sem kemur til landsins mun þurfa að skila inn neikvæðu PCR-prófi eða hraðgreiningu við komuna. Íslendingar sem koma til landsins verða einnig beðnir um að fara í skimun. 19. júlí 2021 12:31 Rúmlega þúsund skráðir í sýnatöku í dag Löng röð fólks á leið í sýnatöku myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í morgun. Klukkan rúmlega ellefu í morgun voru 1172 skráðir í sýnatöku í dag en sú tala gæti hækkað þegar líður á daginn að sögn verkefnastjóra hjá heilsugæslunni. 19. júlí 2021 12:17 Ríkisstjórnarfundur um tillögur Þórólfs í hádeginu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Það gerði hann um helgina en hann vill ekki tjá sig um innihald minnisblaðsins í samtali við fréttastofu, fyrr en ríkisstjórnin hafi fjallað um það. Ríkisstjórnarfundur verður haldinn í hádeginu þar sem minnisblaðið verður rætt. 19. júlí 2021 11:46 Sextán greindust með Covid-19 innanlands og sex í sóttkví Sextán manns greindust með Covid-19 innalands í gær. Þar af voru sex í sóttkví. Einn greindist á landamærunum. 19. júlí 2021 10:41 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum Ekki verður gripið til sóttvarnaraðgerða innanlands en bólusett fólk sem kemur til landsins mun þurfa að skila inn neikvæðu PCR-prófi eða hraðgreiningu við komuna. Íslendingar sem koma til landsins verða einnig beðnir um að fara í skimun. 19. júlí 2021 12:31
Rúmlega þúsund skráðir í sýnatöku í dag Löng röð fólks á leið í sýnatöku myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í morgun. Klukkan rúmlega ellefu í morgun voru 1172 skráðir í sýnatöku í dag en sú tala gæti hækkað þegar líður á daginn að sögn verkefnastjóra hjá heilsugæslunni. 19. júlí 2021 12:17
Ríkisstjórnarfundur um tillögur Þórólfs í hádeginu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Það gerði hann um helgina en hann vill ekki tjá sig um innihald minnisblaðsins í samtali við fréttastofu, fyrr en ríkisstjórnin hafi fjallað um það. Ríkisstjórnarfundur verður haldinn í hádeginu þar sem minnisblaðið verður rætt. 19. júlí 2021 11:46
Sextán greindust með Covid-19 innanlands og sex í sóttkví Sextán manns greindust með Covid-19 innalands í gær. Þar af voru sex í sóttkví. Einn greindist á landamærunum. 19. júlí 2021 10:41