Llorente og kærasta hans, Patricia Noarbe, komu spariklædd á heimavöll Atlético Madrid, Wanda Metropolatino.
Þar horfðu þau á myndband með bestu mörkum Llorentes frá síðasta tímabili áður en myndir af þeim hjúum birtist á skjánum.
Llorente fór svo niður á annað hnéð og bað Noarbe sem sagði já. Í kjölfarið fögnuðu þau með vinum og vandamönnum sem voru einnig á staðnum.
Noarbe birti myndband af herlegheitunum á Instagram og það má sjá hér fyrir neðan.
Llorente var í lykilhlutverki hjá Atlético Madrid þegar liðið varð spænskur meistari á síðasta tímabili. Hann skoraði tólf mörk og lagði upp ellefu í spænsku úrvalsdeildinni.
Llorente lék svo með spænska liðinu á EM. Spánverjar komust í undanúrslit en töpuðu fyrir Ítölum í vítaspyrnukeppni.