Stefnumót við stuttnefju á bjargbrún á Langanesi Þórir Guðmundsson skrifar 18. júlí 2021 19:11 Þorkell mundar snöruna í bjargbrúninni nálægt Fonti á Langanesi. Vísir/Þórir Guðmundsson Vísindamenn kortleggja nú ævintýralegan lífsferil langvíu og stuttnefju í íslensk-breskri rannsókn sem starfsmenn og sjálfboðaliðar á vegum Náttúrustofu Norðausturlands hafa unnið að á undanförnum árum. Rannsóknin byggir á því að sömu fuglarnir eru fangaðir aftur og aftur, bæði yfir sumarið og árlega. Þeir koma alltaf á sömu sylluna, ár eftir ár. Undir lok júní mátti sjá forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands, Þorkel Lindberg Þórarinsson, hanga í bjargbrúninni nálægt Fonti, lengst úti á Langanesi, að snara stuttnefju sem var ekki að lenda í greipum fræðimanna í fyrsta sinn. Stóísk ró Þar sem stuttnefjan lá í greipum þriggja fulltrúa stofnunarinnar mátti greina á henni stóíska ró, því fuglinn lét sig hafa það athugasemdalaust að mennirnir tækju af honum mismunandi mælitæki og kæmu nýjum fyrir með töngum. „Við erum að merkja langvíur og stuttnefjur,“ segir Þorkell. „Við ætlum að afla okkur upplýsinga um hvert þær fara og sækja sér fæðu núna yfir varptímann. Þær eru með unga núna í bjarginu.“ Vísindamennirnir Þorkell, Hálfdán og Yann koma merkjum fyrir á stuttnefju sem þeir eru nýbúnir að fanga.Vísir/Þórir Guðmundsson Stuttnefjuparið skiptist á um að fara og afla fæðu fyrir ungann, segir Þorkell. Þetta vita vísindamennirnir því þeir koma þremur mismunandi mælitækjum fyrir á fuglunum sem mæla hreyfingar og ferðir fuglsins. „Það eru dægurritar, sem segja okkur til um það hvar þeir halda sig til yfir veturinn. Þetta eru tæki sem geta enst í nokkur ár. Svo settum við GPS gagnarita á fuglinn sem gefur upplýsingar um hvert hann er að fara núna að afla sér fæðu. Þau tæki látum við vera á fuglinum í nokkra daga. Á bringuna setjum við þrýstingsmæli,“ segir Þorkell, sem sinnir þessu verkefni í sjálfboðastarfi í sumarfríinu sínu. Þrýsingsmælirinn hefur meðal annars leitt í ljós að stuttnefjan kafar niður á allt að 200 metra dýpi í leit að æti. Það er næstum þreföld hæð Hallgrímskirkjuturns. Verpir á berar syllur Stuttnefjan verpir á berar syllur í björgunum á Langanesi en þegar unginn er kominn á legg stekkur hann út í sjó og syndir næstu vikurnar með pabba sínum norður í haf. Móðirinn veðrur eftir eða fer eitthvert annað en svo hittist parið á syllunni sinni í upphafi næsta árs. Dægurritinn sýnir meðal annars að algengt er að fuglarnir haldi vestur fyrir Grænland yfir veturinn. Nú, seinni partinn í júlí, má gera ráð fyrir að pabbinn sé einhvers staðar norður af Íslandi með ungann á eftir sér og ekkert nema úfið haf í allar áttir. Svo fara þeir kannski vestur; kannski ekki. Pabbinn kemur samt aftur í upphafi árs, hittir móðurina í bjarginu þeirra við Font. Hún verpir alltaf á sömu syllunni að vori. Stuttnefjan sem Þorkell og félagar hans fönguðu um daginn hefur líklega mætt á sinn stað mörg undanfarin ár. Á meðan safnast saman vitneskja um ferðir hennar, bæði árið um kring og dag fyrir dag yfir varptímann. Verða áratuga gamlar Um stuttnefjuna sem hann var að fanga segir Þorkell: „Við vitum svo sem ekki meira um hann núna en mögulega hefur hann komið úr eggi hérna nálægt. Þetta eru langlífir fuglar þannig að þeir geta orðið tuga ára gamlir. Þeir virðast fara mikið á sömu slóðir ár eftir ár og þegar þeir hafa byrjað að verpa þá koma þeir á sama varpstaðinn ár eftir ár. Það er forsendan fyrir því að við getum stundað þessar rannsóknir.“ Íslenski stuttnefjustofninn var síðast metinn 2006−2008 og reyndist þá 326.800 pör. Þá hafði honum fækkað um 43 prósent frá fyrri talningum. Mest var fækkunin suðvestanlands og á Langanesi. Þorkell gerir ekki mikið úr því að munda snöruna, standandi í bjarginu yfir ólgandi Atlantshafinu. „Þetta er svosem ekkert voðalegt. Við tryggjum okkur vel hér í brúninni og gætum fyllsta öryggis,“ segir hann. Á sama tíma að ári Með Þorkeli eru Hálfdán Helgi Helgason náttúrufræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands og Yann Kolbeinsson líffræðingur hjá Náttúrustofu Norðausturlands. Þeir vinna sem samhent teymi, sem fangar, merkir og skráir fuglana í bjarginu. „Við höfum verið að gera þetta í samstarfi við breska vísindamenn undanfarin ár. Við erum núna með afgang af tækjum sem við nýtum á meðan þau endast,“ segir Yann. Fyrir liggur að birta niðurstöðurnar í fræðitímariti eftir að þær hafa farið í gegnum nálarauga vísindalegrar ritrýni. Það tekur um hálftíma að ná upplýsingum úr mælitækjunum á stuttnefjunni. Eftir það ganga fræðimennirnir með hana að bjargbrúninni og sleppa henni í frelsið. Þeir sögðu ekki, en hugsuðu ef til vill: „Sjáumst á morgun – eða allavega á sama tíma að ári.“ Dýr Langanesbyggð Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Undir lok júní mátti sjá forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands, Þorkel Lindberg Þórarinsson, hanga í bjargbrúninni nálægt Fonti, lengst úti á Langanesi, að snara stuttnefju sem var ekki að lenda í greipum fræðimanna í fyrsta sinn. Stóísk ró Þar sem stuttnefjan lá í greipum þriggja fulltrúa stofnunarinnar mátti greina á henni stóíska ró, því fuglinn lét sig hafa það athugasemdalaust að mennirnir tækju af honum mismunandi mælitæki og kæmu nýjum fyrir með töngum. „Við erum að merkja langvíur og stuttnefjur,“ segir Þorkell. „Við ætlum að afla okkur upplýsinga um hvert þær fara og sækja sér fæðu núna yfir varptímann. Þær eru með unga núna í bjarginu.“ Vísindamennirnir Þorkell, Hálfdán og Yann koma merkjum fyrir á stuttnefju sem þeir eru nýbúnir að fanga.Vísir/Þórir Guðmundsson Stuttnefjuparið skiptist á um að fara og afla fæðu fyrir ungann, segir Þorkell. Þetta vita vísindamennirnir því þeir koma þremur mismunandi mælitækjum fyrir á fuglunum sem mæla hreyfingar og ferðir fuglsins. „Það eru dægurritar, sem segja okkur til um það hvar þeir halda sig til yfir veturinn. Þetta eru tæki sem geta enst í nokkur ár. Svo settum við GPS gagnarita á fuglinn sem gefur upplýsingar um hvert hann er að fara núna að afla sér fæðu. Þau tæki látum við vera á fuglinum í nokkra daga. Á bringuna setjum við þrýstingsmæli,“ segir Þorkell, sem sinnir þessu verkefni í sjálfboðastarfi í sumarfríinu sínu. Þrýsingsmælirinn hefur meðal annars leitt í ljós að stuttnefjan kafar niður á allt að 200 metra dýpi í leit að æti. Það er næstum þreföld hæð Hallgrímskirkjuturns. Verpir á berar syllur Stuttnefjan verpir á berar syllur í björgunum á Langanesi en þegar unginn er kominn á legg stekkur hann út í sjó og syndir næstu vikurnar með pabba sínum norður í haf. Móðirinn veðrur eftir eða fer eitthvert annað en svo hittist parið á syllunni sinni í upphafi næsta árs. Dægurritinn sýnir meðal annars að algengt er að fuglarnir haldi vestur fyrir Grænland yfir veturinn. Nú, seinni partinn í júlí, má gera ráð fyrir að pabbinn sé einhvers staðar norður af Íslandi með ungann á eftir sér og ekkert nema úfið haf í allar áttir. Svo fara þeir kannski vestur; kannski ekki. Pabbinn kemur samt aftur í upphafi árs, hittir móðurina í bjarginu þeirra við Font. Hún verpir alltaf á sömu syllunni að vori. Stuttnefjan sem Þorkell og félagar hans fönguðu um daginn hefur líklega mætt á sinn stað mörg undanfarin ár. Á meðan safnast saman vitneskja um ferðir hennar, bæði árið um kring og dag fyrir dag yfir varptímann. Verða áratuga gamlar Um stuttnefjuna sem hann var að fanga segir Þorkell: „Við vitum svo sem ekki meira um hann núna en mögulega hefur hann komið úr eggi hérna nálægt. Þetta eru langlífir fuglar þannig að þeir geta orðið tuga ára gamlir. Þeir virðast fara mikið á sömu slóðir ár eftir ár og þegar þeir hafa byrjað að verpa þá koma þeir á sama varpstaðinn ár eftir ár. Það er forsendan fyrir því að við getum stundað þessar rannsóknir.“ Íslenski stuttnefjustofninn var síðast metinn 2006−2008 og reyndist þá 326.800 pör. Þá hafði honum fækkað um 43 prósent frá fyrri talningum. Mest var fækkunin suðvestanlands og á Langanesi. Þorkell gerir ekki mikið úr því að munda snöruna, standandi í bjarginu yfir ólgandi Atlantshafinu. „Þetta er svosem ekkert voðalegt. Við tryggjum okkur vel hér í brúninni og gætum fyllsta öryggis,“ segir hann. Á sama tíma að ári Með Þorkeli eru Hálfdán Helgi Helgason náttúrufræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands og Yann Kolbeinsson líffræðingur hjá Náttúrustofu Norðausturlands. Þeir vinna sem samhent teymi, sem fangar, merkir og skráir fuglana í bjarginu. „Við höfum verið að gera þetta í samstarfi við breska vísindamenn undanfarin ár. Við erum núna með afgang af tækjum sem við nýtum á meðan þau endast,“ segir Yann. Fyrir liggur að birta niðurstöðurnar í fræðitímariti eftir að þær hafa farið í gegnum nálarauga vísindalegrar ritrýni. Það tekur um hálftíma að ná upplýsingum úr mælitækjunum á stuttnefjunni. Eftir það ganga fræðimennirnir með hana að bjargbrúninni og sleppa henni í frelsið. Þeir sögðu ekki, en hugsuðu ef til vill: „Sjáumst á morgun – eða allavega á sama tíma að ári.“
Dýr Langanesbyggð Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira