Samkvæmt heimildum eru viðræður Alisson við Liverpool um nýjan samning sem mun gilda til ársins 2026, vel á veg komnar og má ætla að kynnt verði frá því á næstu dögum.
Hinn 28 ára gamli Alisson gekk í raðir Liverpool frá AS Roma sumarið 2018 og var fljótur að vinna hug og hjörtu stuðningsmanna Liverpool.
Liverpool are set to complete the agreement with Alisson to extend his contract until June 2026. The agreement is at final stages. #LFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 17, 2021
Final details and clauses expected to be fixed in the next weeks, then Alisson will sign his contract extension with #LFC.
Á öðru tímabili sínu með enska stórveldinu átti hann stóran þátt í að binda endi á langa bið félagsins eftir enska meistaratitlinum.
Liverpool tókst ekki að fylgja meistaratitlinum vel eftir og hafnaði liðið í 3.sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Í sumar hefur liðið fest kaup á franska varnarmanninum Ibrahima Konate.