SkySports greinir frá því á vef sínum í dag að enska félagið sé langt komið með að ná samkomulagi við Varane sjálfan og viðræður á milli félaganna tveggja um kaupverð geti því hafist.
Varane á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Real Madrid og ætti Man Utd því að vera í sterkri stöðu í viðræðum um kaupverð.
Hinn 28 ára gamli Varane hefur verið á mála hjá Real Madrid frá árinu 2011 auk þess að hafa leikið stórt hlutverk í franska landsliðinu undanfarin ár.
Man Utd er langt komið með kaup á Jadon Sancho frá Borussia Dortmund en hann hefur þó ekki enn verið kynntur opinberlega af enska félaginu.