Hjörtur er 26 ára gamall og kemur frítt til Pisa sem leikur í næstefstu deild á Ítalíu. Hann var síðast á mála hjá danska stórliðinu Bröndby og varð Danmerkurmeistari í vor.
ICELANDIC VIBES
— Pisa Sporting Club (@PisaSC) July 16, 2021
Hjörtur Hermannsson è un nuovo calciatore nerazzurro!
Conta 21 presenze con la Nazionale maggiore, con la quale ha partecipato alla stupenda cavalcata a EURO2016.
Velkominn, Hjörtur pic.twitter.com/1FgzPgR8aN
Hjörtur er uppalinn hjá Fylki en fór úr Árbænum til PSV Eindhoven í Hollandi árið 2012, sautján ára gamall. Hann var hjá PSV í fjögur ár án þess þó að spila fyrir aðallið félagsins en var lánaður til IFK Gautaborgar snemma árs 2016. Sama ár var hann svo seldur til Bröndby þar sem hann lék yfir 100 leiki og varð bikarmeistari árið 2018, auk þess að verða svo Danmerkurmeistari í ár eins og fyrr segir.
Hjörtur hefur leikið 22 A-landsleiki og skorað eitt mark.
Pisa hafnaði í 14. sæti af 20 liðum í ítölsku B-deildinni á síðustu leiktíð.