Sport

Víkingurinn allur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andy Fordham fagnar sigri á HM 2004.
Andy Fordham fagnar sigri á HM 2004. getty/Adam Davy

Andy Fordham, fyrrverandi heimsmeistari í pílukasti, er látinn, 59 ára að aldri. Fjölmargir þekktir pílukastarar hafa minnst hans á samfélagsmiðlum.

Fordham vann heimsmeistaramót BDO-samtakanna 2004 þegar hann sigraði Mervyn King í úrslitaleiknum, 6-3. Þar áður hafði hann tapað fjórum sinnum í röð í undanúrslitum mótsins.

Víkingurinn, eins og Fordham var jafnan kallaður, glímdi lengi við heilsubrest, meðal annars vegna alkahólisma. Hann viðurkenndi að hafa keppt undir áhrifum og þurfti að hætta keppni á HM 2007 vegna öndunarerfiðleika.

Fordham þurfti að gangast undir bráðaaðgerð á ristli í fyrra og í ársbyrjun greindist hann með kórónuveiruna.

„Hræðilegt að heyra skelfilegu fréttirnar af Andy, stór maður með stórt hjarta. Hugsanir mínar eru með Jenny [ekkju Andys] og fjölskyldunni í kvöld,“ skrifaði þrefaldi heimsmeistarinn Michael Van Gerwen á Twitter.

Fleiri þekktir pílukastarar minntust Fordhams á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×