Saka lætur kynþáttaníðið ekki stöðva sig en gagnrýnir samfélagsmiðlarisana Sindri Sverrisson skrifar 15. júlí 2021 17:01 Hinn 19 ára gamli Bukayo Saka átti drjúgan þátt í að koma Englandi í úrslitaleik EM en spyrna hans í vítaspyrnukeppni úrslitaleiksins var varin af Gianluigi Donnarumma. EPA-EFE/Carl Recine „Ástin mun alltaf sigra,“ segir enski landsliðsmaðurinn Bukayo Saka í yfirlýsingu í kjölfar Evrópumótsins í fótbolta. Hann segir dapurlegt að samfélagsmiðlarisarnir skuli ekki geta stöðvað drulluna sem fær að fljóta á miðlunum. Saka, Marcus Rashford og Jadon Sancho voru beittir kynþáttaníði eftir að hafa mistekist að skora úr vítaspyrnum sínum í úrslitaleiknum gegn Ítalíu á EM. Saka tók síðustu spyrnu Englands og hefur Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands verið gagnrýndur fyrir að velja hinn 19 ára gamla Saka til að taka spyrnu undir svo mikilli pressu. Saka hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig eftir tapið og þakkar í yfirlýsingu fyrir fjölmörg hjartnæm skilaboð sem honum hafa borist. Það hafi verið heiður að tilheyra enska landsliðinu og komast með fóstbræðrum sínum í fyrsta úrslitaleik Englands í 55 ár. pic.twitter.com/KAibQRYH2T— Bukayo Saka (@BukayoSaka87) July 15, 2021 „Það eru engin orð til að lýsa því hve vonsvikinn ég er með niðurstöðuna og vítið mitt. Ég var viss um að við myndum vinna fyrir ykkur. Mér þykir fyrir því að við skyldum ekki landa þessu heim en ég lofa því að við gerum allt sem að við getum til að þessi kynslóð viti hvernig það er að vinna,“ segir Saka í yfirlýsingunni. „Viðbrögð mín í leikslok segja alla söguna. Ég var svo sár og svekktur og fannst ég hafa brugðist ykkur öllum og ensku landsliðsfjölskyldunni minni en ég get lofað ykkur einu. Ég mun ekki láta þessa stund eða neikvæðnina sem ég hef mætt síðustu daga brjóta mig niður,“ segir Saka og skýtur á samfélagsmiðlarisana: „Við samfélagsmiðlana Instagram, Twitter og Facebook vil ég segja að ég vil ekki að nokkurt barn eða fullorðin manneskja þurfi að þola þau hatursfullu og særandi skilaboð sem ég, Marcus og Jadon höfum fengið síðustu daga. Ég vissi um leið hvers lags hatri ég myndi mæta og það er dapurlegur raunveruleiki að ykkar öflugu miðlar geri ekki nóg til að stöðva þessi skilaboð,“ segir Saka, og bætir við að ekkert pláss sé fyrir rasisma í fótbolta eða nokkurs staðar í samfélaginu. Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Leikmenn unglingaliðs Portsmouth til rannsóknar vegna rasisma eftir úrslitaleikinn á EM Leikmenn unglingaliðs Portsmouth eru til rannsóknar vegna rasískra ummæla sem sumir þeirra létu falla eftir úrslitaleik EM. 15. júlí 2021 08:30 „Hatrið mun aldrei sigra“ Jadon Sancho segir að kynþáttafordómarnir sem hann varð fyrir eftir úrslitaleik EM hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir þó að hatrið muni aldrei sigra. 15. júlí 2021 08:00 Landsliðsmaður Englands tekur innanríkisráðherrann til bæna Enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings segir holan hljóm í gagnrýni Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á kynþáttaníð sem samherjar hans, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, urðu fyrir eftir úrslitaleik EM. 13. júlí 2021 08:02 Biðst afsökunar á vítinu Marcus Rashford hefur þurft að þola mikið kynþáttaníð eftir að hafa klúðrað víti í úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM í knattspyrnu. 12. júlí 2021 21:23 Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45 Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
Saka, Marcus Rashford og Jadon Sancho voru beittir kynþáttaníði eftir að hafa mistekist að skora úr vítaspyrnum sínum í úrslitaleiknum gegn Ítalíu á EM. Saka tók síðustu spyrnu Englands og hefur Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands verið gagnrýndur fyrir að velja hinn 19 ára gamla Saka til að taka spyrnu undir svo mikilli pressu. Saka hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig eftir tapið og þakkar í yfirlýsingu fyrir fjölmörg hjartnæm skilaboð sem honum hafa borist. Það hafi verið heiður að tilheyra enska landsliðinu og komast með fóstbræðrum sínum í fyrsta úrslitaleik Englands í 55 ár. pic.twitter.com/KAibQRYH2T— Bukayo Saka (@BukayoSaka87) July 15, 2021 „Það eru engin orð til að lýsa því hve vonsvikinn ég er með niðurstöðuna og vítið mitt. Ég var viss um að við myndum vinna fyrir ykkur. Mér þykir fyrir því að við skyldum ekki landa þessu heim en ég lofa því að við gerum allt sem að við getum til að þessi kynslóð viti hvernig það er að vinna,“ segir Saka í yfirlýsingunni. „Viðbrögð mín í leikslok segja alla söguna. Ég var svo sár og svekktur og fannst ég hafa brugðist ykkur öllum og ensku landsliðsfjölskyldunni minni en ég get lofað ykkur einu. Ég mun ekki láta þessa stund eða neikvæðnina sem ég hef mætt síðustu daga brjóta mig niður,“ segir Saka og skýtur á samfélagsmiðlarisana: „Við samfélagsmiðlana Instagram, Twitter og Facebook vil ég segja að ég vil ekki að nokkurt barn eða fullorðin manneskja þurfi að þola þau hatursfullu og særandi skilaboð sem ég, Marcus og Jadon höfum fengið síðustu daga. Ég vissi um leið hvers lags hatri ég myndi mæta og það er dapurlegur raunveruleiki að ykkar öflugu miðlar geri ekki nóg til að stöðva þessi skilaboð,“ segir Saka, og bætir við að ekkert pláss sé fyrir rasisma í fótbolta eða nokkurs staðar í samfélaginu.
Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Leikmenn unglingaliðs Portsmouth til rannsóknar vegna rasisma eftir úrslitaleikinn á EM Leikmenn unglingaliðs Portsmouth eru til rannsóknar vegna rasískra ummæla sem sumir þeirra létu falla eftir úrslitaleik EM. 15. júlí 2021 08:30 „Hatrið mun aldrei sigra“ Jadon Sancho segir að kynþáttafordómarnir sem hann varð fyrir eftir úrslitaleik EM hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir þó að hatrið muni aldrei sigra. 15. júlí 2021 08:00 Landsliðsmaður Englands tekur innanríkisráðherrann til bæna Enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings segir holan hljóm í gagnrýni Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á kynþáttaníð sem samherjar hans, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, urðu fyrir eftir úrslitaleik EM. 13. júlí 2021 08:02 Biðst afsökunar á vítinu Marcus Rashford hefur þurft að þola mikið kynþáttaníð eftir að hafa klúðrað víti í úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM í knattspyrnu. 12. júlí 2021 21:23 Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45 Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
Leikmenn unglingaliðs Portsmouth til rannsóknar vegna rasisma eftir úrslitaleikinn á EM Leikmenn unglingaliðs Portsmouth eru til rannsóknar vegna rasískra ummæla sem sumir þeirra létu falla eftir úrslitaleik EM. 15. júlí 2021 08:30
„Hatrið mun aldrei sigra“ Jadon Sancho segir að kynþáttafordómarnir sem hann varð fyrir eftir úrslitaleik EM hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir þó að hatrið muni aldrei sigra. 15. júlí 2021 08:00
Landsliðsmaður Englands tekur innanríkisráðherrann til bæna Enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings segir holan hljóm í gagnrýni Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á kynþáttaníð sem samherjar hans, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, urðu fyrir eftir úrslitaleik EM. 13. júlí 2021 08:02
Biðst afsökunar á vítinu Marcus Rashford hefur þurft að þola mikið kynþáttaníð eftir að hafa klúðrað víti í úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM í knattspyrnu. 12. júlí 2021 21:23
Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45
Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30