Viðurkennir mistök í fyrsta sinn og opnað á netið á Kúbu Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2021 09:46 Frá mótmæltum gegn Miguel Díaz-Canel og kommúnistastjórn Kúbu í Miami í Bandaríkjunum. Getty/Joe Raedle Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, viðurkenndi að ríkisstjórn sín hefði ekki haldið rétt á spöðunum varðandi skort á eyjunni og önnur vandamál sem hafa leitt til stærstu mótmæla Kúbu í mörg ár. Mótmælendur komu fyrst saman á sunnudaginn en öryggissveitir Kúbu hafa tekið á mótmælendum með hörku. Díaz-Canel hélt sjónvarpsávarp í gærkvöldi þar sem hann hvatt íbúa Kúbu til að ganga ekki fram af hatri. Þá viðurkenndi hann mistök en hingað til hafa ráðamenn á Kúbu eingöngu kennt samfélagsmiðlum og Bandaríkjunum um mótmælin. „Við höfum öðlast reynslu af óróanum. Við þurfum einnig að rannsaka nánar vandamál okkar til að bregðast við þeim, leysa þau og koma í veg fyrir að þau gerist aftur,“ sagði forsetinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ekki er búið að gefa út hve margir hafa verið handteknir vegna mótmælanna en þeir eru þó taldir vera nokkuð margir. Innanríkisráðuneytið hefur sagt að flestir hinna handteknu séu á aldrinum 25 til 37 og verði ákærðir fyrir glæpi eins og upphlaup á almannafæri, rán og skemmdarverk. Minnst einn mótmælandi er dáinn. Sjá einnig: Einn látinn í óeirðunum á Kúbu Meðal þeirra sem voru handtekin er Dina Stars, sem er nokkuð vinsæl á Youtube. Hún var handtekinn á meðan hún var í beinni útsendingu á spænskri fréttastöð. Efnahagsástandið á Kúbu hafi ekki verið svo slæmt síðan Sovétríkin féllu í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Þessi vandræði eru að miklu leyti til komin vegna refsiaðgerða Bandaríkjanna í garð kommúnistastjórnar Kúbu en sömuleiðis vegna slæmrar meðhöndlunar ráðamanna og gífurlegrar fækkunar ferðamanna á Kúbu, sem hefur lengi verið einn helsta auðlind ríkisins. Hagstofa Kúbu segir ferðamönnum hafa fækkað um nærri því níutíu prósent á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. Verðbólga hefur hækkað um einhver 500 prósent. Meðal þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til er að yfirvöld á Kúbu hafa fellt niður tolla á matvæli, lyf og aðrar nauðsynjar. Sú niðurfelling tekur gildi á næsta mánudag og er tímabundin. Lög Kúbu segja til um að ferðamenn megi koma með allt að tíu kíló af lyfjum til landsins án þess að greiða tolla. Þeir mega hins vegar ekki koma flytja mat og snyrtivörur inn án þess að greiða tolla. BBC segir óljóst hvaða áhrif þessar breytingar muni hafa, sérstaklega þar sem mjög fáir séu að ferðast til Kúbu um þessar myndir, vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Þá var opnað á internetið aftur á Kúbu í gærkvöldi en enn er þó lokað á aðgang að einhverjum samfélagsmiðlum. Kúba Tengdar fréttir Forseti Kúbu segir Bandaríkin ábyrg fyrir mótmælum Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, ávarpaði þjóð sína í morgun og sagði mótmælin sem hófust um helgina vera skipulagða aðför að kúbverskum stjórnvöldum. Þá sagði hann mótmælin studd af bandarískum yfirvöldum og keyrð áfram á samfélagsmiðlum. 12. júlí 2021 23:31 Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fleiri fréttir Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Sjá meira
Díaz-Canel hélt sjónvarpsávarp í gærkvöldi þar sem hann hvatt íbúa Kúbu til að ganga ekki fram af hatri. Þá viðurkenndi hann mistök en hingað til hafa ráðamenn á Kúbu eingöngu kennt samfélagsmiðlum og Bandaríkjunum um mótmælin. „Við höfum öðlast reynslu af óróanum. Við þurfum einnig að rannsaka nánar vandamál okkar til að bregðast við þeim, leysa þau og koma í veg fyrir að þau gerist aftur,“ sagði forsetinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ekki er búið að gefa út hve margir hafa verið handteknir vegna mótmælanna en þeir eru þó taldir vera nokkuð margir. Innanríkisráðuneytið hefur sagt að flestir hinna handteknu séu á aldrinum 25 til 37 og verði ákærðir fyrir glæpi eins og upphlaup á almannafæri, rán og skemmdarverk. Minnst einn mótmælandi er dáinn. Sjá einnig: Einn látinn í óeirðunum á Kúbu Meðal þeirra sem voru handtekin er Dina Stars, sem er nokkuð vinsæl á Youtube. Hún var handtekinn á meðan hún var í beinni útsendingu á spænskri fréttastöð. Efnahagsástandið á Kúbu hafi ekki verið svo slæmt síðan Sovétríkin féllu í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Þessi vandræði eru að miklu leyti til komin vegna refsiaðgerða Bandaríkjanna í garð kommúnistastjórnar Kúbu en sömuleiðis vegna slæmrar meðhöndlunar ráðamanna og gífurlegrar fækkunar ferðamanna á Kúbu, sem hefur lengi verið einn helsta auðlind ríkisins. Hagstofa Kúbu segir ferðamönnum hafa fækkað um nærri því níutíu prósent á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. Verðbólga hefur hækkað um einhver 500 prósent. Meðal þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til er að yfirvöld á Kúbu hafa fellt niður tolla á matvæli, lyf og aðrar nauðsynjar. Sú niðurfelling tekur gildi á næsta mánudag og er tímabundin. Lög Kúbu segja til um að ferðamenn megi koma með allt að tíu kíló af lyfjum til landsins án þess að greiða tolla. Þeir mega hins vegar ekki koma flytja mat og snyrtivörur inn án þess að greiða tolla. BBC segir óljóst hvaða áhrif þessar breytingar muni hafa, sérstaklega þar sem mjög fáir séu að ferðast til Kúbu um þessar myndir, vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Þá var opnað á internetið aftur á Kúbu í gærkvöldi en enn er þó lokað á aðgang að einhverjum samfélagsmiðlum.
Kúba Tengdar fréttir Forseti Kúbu segir Bandaríkin ábyrg fyrir mótmælum Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, ávarpaði þjóð sína í morgun og sagði mótmælin sem hófust um helgina vera skipulagða aðför að kúbverskum stjórnvöldum. Þá sagði hann mótmælin studd af bandarískum yfirvöldum og keyrð áfram á samfélagsmiðlum. 12. júlí 2021 23:31 Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fleiri fréttir Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Sjá meira
Forseti Kúbu segir Bandaríkin ábyrg fyrir mótmælum Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, ávarpaði þjóð sína í morgun og sagði mótmælin sem hófust um helgina vera skipulagða aðför að kúbverskum stjórnvöldum. Þá sagði hann mótmælin studd af bandarískum yfirvöldum og keyrð áfram á samfélagsmiðlum. 12. júlí 2021 23:31
Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59