Varaþingmaður ætlar að kenna nýliðum á sveitaballamenninguna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júlí 2021 06:35 Tjaldstæðið í Ögri á fallegu íslensku sumarkvöldi í júlí. Allir að gera sig klára fyrir ball. Ögurballið Hið árlega Ögurball verður haldið í Ögri við Ísafjarðardjúp laugardaginn 17. júlí. Aðgöngumiða fylgir tjaldstæði, aðgangur að sveitaballinu og rabarbaragrautur með rjóma. Hátíðin byrjar með barsvari föstudagskvöldið 16. júlí, fylgt eftir með brennu og brekkusöng um kvöldið. Á laugardegi verður söguganga um svæðið sem endar með messu í Ögurkirkju. Krakkaball verður haldið seinnipartinn í samkomuhúsinu og svo er sjálft Ögurballið um kvöldið. Stuðbandið Halli og Þórunn spila fyrir dansi eins og þau hafa gert síðustu 22 ár. Næg tjaldstæði eru á svæðinu og vakin athygli á 18 ára aldurstakmarki inn á svæðið, segir í tilkynningu vegna viðburðarins. Andlit Ögurballsins, sem er opinber sendiherra viðburðarins, er Mosfellingurinn Una Hildardóttir. „Ég sem unnandi alvöru sveitaballa get ekki annað en þegið þennan merka titil, ætla að standa undir honum sem felst aðallega í að skemmta mér og öðrum sem best og leiðbeina nýliðum í sveitaballamenningu um góða siði“. Una átti að vera andlit Ögurballsins í fyrr en þá þurfti að slá ballið af vegna kórónuveirufaraldursins. Una Hildardóttir er varaþingmaður Vinstri grænna.Vísir/Hanna Thelma Rut Hafliðadóttir er einn skipuleggjenda. „Löng hefð fylgir þessu fornfræga balli en fyrir tíma nútíma samgangna gerðu Djúpmenn sér ferð í Ögur til að sletta úr klaufunum, oftast sjóleiðina og dönsuðu fram á morgun. Ballgestir fengu svo rabarbaragraut með rjóma áður en þeir fengu ferðaleyfi heim. Við höldum í hefðina, og grautinn geri ég með uppskrift ömmu minnar Maju í Ögri og rjóminn kemur frá bændunum á Erpsstöðum í Dölum,“ segir Thelma Rut. „Ögurballið er einn vinsælasti viðburður sumarsins á Vestfjörðum, verður vonandi svo um ókomin ár og er alltaf jafn gaman að taka þátt í“. Myllumerki Ögurballsins, sem haldið hefur verið nánast árlega frá árinu 1926, er #ögurball, finna má viðburðinn á Facebook og fylgjast með á Instagram @ogurball. Súðavíkurhreppur Vinstri græn Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Á laugardegi verður söguganga um svæðið sem endar með messu í Ögurkirkju. Krakkaball verður haldið seinnipartinn í samkomuhúsinu og svo er sjálft Ögurballið um kvöldið. Stuðbandið Halli og Þórunn spila fyrir dansi eins og þau hafa gert síðustu 22 ár. Næg tjaldstæði eru á svæðinu og vakin athygli á 18 ára aldurstakmarki inn á svæðið, segir í tilkynningu vegna viðburðarins. Andlit Ögurballsins, sem er opinber sendiherra viðburðarins, er Mosfellingurinn Una Hildardóttir. „Ég sem unnandi alvöru sveitaballa get ekki annað en þegið þennan merka titil, ætla að standa undir honum sem felst aðallega í að skemmta mér og öðrum sem best og leiðbeina nýliðum í sveitaballamenningu um góða siði“. Una átti að vera andlit Ögurballsins í fyrr en þá þurfti að slá ballið af vegna kórónuveirufaraldursins. Una Hildardóttir er varaþingmaður Vinstri grænna.Vísir/Hanna Thelma Rut Hafliðadóttir er einn skipuleggjenda. „Löng hefð fylgir þessu fornfræga balli en fyrir tíma nútíma samgangna gerðu Djúpmenn sér ferð í Ögur til að sletta úr klaufunum, oftast sjóleiðina og dönsuðu fram á morgun. Ballgestir fengu svo rabarbaragraut með rjóma áður en þeir fengu ferðaleyfi heim. Við höldum í hefðina, og grautinn geri ég með uppskrift ömmu minnar Maju í Ögri og rjóminn kemur frá bændunum á Erpsstöðum í Dölum,“ segir Thelma Rut. „Ögurballið er einn vinsælasti viðburður sumarsins á Vestfjörðum, verður vonandi svo um ókomin ár og er alltaf jafn gaman að taka þátt í“. Myllumerki Ögurballsins, sem haldið hefur verið nánast árlega frá árinu 1926, er #ögurball, finna má viðburðinn á Facebook og fylgjast með á Instagram @ogurball.
Súðavíkurhreppur Vinstri græn Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira