Ekki ástæða til að aðhafast vegna myndbands óskráðrar ferðaskrifstofu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. júlí 2021 15:18 Sjáskot úr umræddu myndbandi. skjáskot Ekki er talin ástæða til að aðhafast vegna utanvegaaksturs sem sjá má á myndbandi sem meint ferðaskrifstofa að nafninu Morii tours birti á Twitter, að mati sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Svo virðist sem að heimasíðu Morii tours hafi verið eytt eftir umfjöllun um myndbandið. Stundin greindi frá tilvist myndbandsins í vikunni en því hefur nú verið eytt af Twitter. Myndbandið má sjá hér að neðan, en þar sjást þrír einstaklingar við gígbarm Rauðuskálar í grennd við Heklu. Sitja þeir ofan á jeppa sem augljóslega hefur verið ekið upp að gígnum. Klippa: Utanvegaakstur Morii tours Texti sem fylgir myndbandinu gefur til kynna að þeir sem birtu það telji sig hafa fundið áður óþekktan stað á Íslandi. Í samtali við Vísi segir Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, að stofnunni hafi borist ábendingar um utanvegaaksturinn og að málið hafi verið tekið til skoðunar. Stofnunin muni hins vegar ekki taka málið lengra. Rauðaskál er í Rangárþingi ytra.Mynd/Map.is Líklegt sé að umræddir aðilar hafi elt önnur för að gígnum, það sé ekki óalgengt þó að enginn merktur vegur gangi upp á gíginn, heldur aðeins að honum. Segir Daníel ljóst að þarna þurfi að afmarka betur aðgengi að gígnum til þess að fyrirbyggja utanvegaakstur á svæðinu. Í frétt Stundarinnar segir að Morii tours hafi auglýst sjö daga pakkaferðir til Íslands á um sex þúsund dollara á mann, tæpar 750 þúsund krónur, sem hægt hafi verið að bóka á vef fyrirtækisins. Í frétt Stundarinnar segir hins vegar að Ferðamálastofu hafi ekki borist neinar umsóknir um leyfi til að starfrækja ferðaskrifstofu frá Morii tours hér á landi, líkt og skylda er sé ætlunin að selja pakkaferðir. Excited to have officially launched!Join us for the adventure of a lifetime this summer in Iceland!https://t.co/4ws5URcNGO pic.twitter.com/3LR6aJUxU4— morii (@morii_tours) June 1, 2021 Athygli vekur að svo virðist sem sé búið að eyða Instagram-síðu hinnar meintu ferðaskrifstofu sem auglýst er á Twitter-síðu hennar, auk þess sem að tengill sem finna má á Twitter-síðunni sem vísar á heimasíðu Morii Tours skilar eingöngu villu, sé smellt á tengilinn. Ferðaþjónusta Umhverfismál Neytendur Utanvegaakstur Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Stundin greindi frá tilvist myndbandsins í vikunni en því hefur nú verið eytt af Twitter. Myndbandið má sjá hér að neðan, en þar sjást þrír einstaklingar við gígbarm Rauðuskálar í grennd við Heklu. Sitja þeir ofan á jeppa sem augljóslega hefur verið ekið upp að gígnum. Klippa: Utanvegaakstur Morii tours Texti sem fylgir myndbandinu gefur til kynna að þeir sem birtu það telji sig hafa fundið áður óþekktan stað á Íslandi. Í samtali við Vísi segir Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, að stofnunni hafi borist ábendingar um utanvegaaksturinn og að málið hafi verið tekið til skoðunar. Stofnunin muni hins vegar ekki taka málið lengra. Rauðaskál er í Rangárþingi ytra.Mynd/Map.is Líklegt sé að umræddir aðilar hafi elt önnur för að gígnum, það sé ekki óalgengt þó að enginn merktur vegur gangi upp á gíginn, heldur aðeins að honum. Segir Daníel ljóst að þarna þurfi að afmarka betur aðgengi að gígnum til þess að fyrirbyggja utanvegaakstur á svæðinu. Í frétt Stundarinnar segir að Morii tours hafi auglýst sjö daga pakkaferðir til Íslands á um sex þúsund dollara á mann, tæpar 750 þúsund krónur, sem hægt hafi verið að bóka á vef fyrirtækisins. Í frétt Stundarinnar segir hins vegar að Ferðamálastofu hafi ekki borist neinar umsóknir um leyfi til að starfrækja ferðaskrifstofu frá Morii tours hér á landi, líkt og skylda er sé ætlunin að selja pakkaferðir. Excited to have officially launched!Join us for the adventure of a lifetime this summer in Iceland!https://t.co/4ws5URcNGO pic.twitter.com/3LR6aJUxU4— morii (@morii_tours) June 1, 2021 Athygli vekur að svo virðist sem sé búið að eyða Instagram-síðu hinnar meintu ferðaskrifstofu sem auglýst er á Twitter-síðu hennar, auk þess sem að tengill sem finna má á Twitter-síðunni sem vísar á heimasíðu Morii Tours skilar eingöngu villu, sé smellt á tengilinn.
Ferðaþjónusta Umhverfismál Neytendur Utanvegaakstur Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira