Naomi Osaka Barbie dúkka seldist upp á augabragði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2021 15:01 Naomi Osaka Barbie dúkkan í öllu sínu veldi. mattel Barbie dúkka byggð á tennisstjörnunni Naomi Osaka seldist upp aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hún fór í sölu. Osaka-dúkkan er hluti af dúkkulínunni „Barbie Role Models Doll Line“ frá Mattel þar sem þekktum kvenfyrirmyndum eru gerð skil. Meðal annarra þekktra íþróttakvenna sem eiga dúkkur af sér má nefna Aly Raisman, Amadine Henry og Dinu Asher Smith. Osaka-dúkkan, sem Carlyle Nuera hannaði, er í búningnum sem tennisstjarnan klæddist á Opna ástralska meistaramótinu í fyrra. Hún vann það mót reyndar ekki en hún hrósaði sigri á því 2019 og 2021. Alls á Osaka fjóra risatitla á ferilskránni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Barbie dúkka af Osaka er framleidd. Það var einnig gert fyrir tveimur árum en sú dúkka fór ekki í almenna sölu eins og þessi. Nýjan dúkkan sló samstundis í gegn og seldist upp aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hún fór í sölu á mánudaginn. I first teamed up with @Barbie in 2019 and today we re introducing the Barbie Role Model Naomi Osaka doll. I hope every child is reminded that they can be and do anything: https://t.co/GrPuW1WkMnFun fact : (the doll is wearing my outfit from the 2020 Australian Open lol) pic.twitter.com/DlL98lNfQj— NaomiOsaka (@naomiosaka) July 12, 2021 Mikla athygli vakti þegar Osaka hætti keppni á Opna franska meistaramótinu í maí. Hún mætti ekki á blaðamannafund eftir sigur á Patriciu Mariu Tig í 1. umferð mótsins þar sem hún vildi vernda andlega heilsu sína. Osaka var sektuð fyrir að mæta ekki á blaðamannafundinn og skipuleggjendur mótsins hótuðu að henda henni úr leik. Osaka hætti hins vegar sjálf og sagðist ætla að taka sér frí frá tennis um óákveðinn tíma. Hin japanska Osaka tók ekki þátt á Wimbledon mótinu en ætlar að keppa á Ólympíuleikunum á heimavelli sem hefjast seinna í þessum mánuði. Tennis Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira
Osaka-dúkkan er hluti af dúkkulínunni „Barbie Role Models Doll Line“ frá Mattel þar sem þekktum kvenfyrirmyndum eru gerð skil. Meðal annarra þekktra íþróttakvenna sem eiga dúkkur af sér má nefna Aly Raisman, Amadine Henry og Dinu Asher Smith. Osaka-dúkkan, sem Carlyle Nuera hannaði, er í búningnum sem tennisstjarnan klæddist á Opna ástralska meistaramótinu í fyrra. Hún vann það mót reyndar ekki en hún hrósaði sigri á því 2019 og 2021. Alls á Osaka fjóra risatitla á ferilskránni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Barbie dúkka af Osaka er framleidd. Það var einnig gert fyrir tveimur árum en sú dúkka fór ekki í almenna sölu eins og þessi. Nýjan dúkkan sló samstundis í gegn og seldist upp aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hún fór í sölu á mánudaginn. I first teamed up with @Barbie in 2019 and today we re introducing the Barbie Role Model Naomi Osaka doll. I hope every child is reminded that they can be and do anything: https://t.co/GrPuW1WkMnFun fact : (the doll is wearing my outfit from the 2020 Australian Open lol) pic.twitter.com/DlL98lNfQj— NaomiOsaka (@naomiosaka) July 12, 2021 Mikla athygli vakti þegar Osaka hætti keppni á Opna franska meistaramótinu í maí. Hún mætti ekki á blaðamannafund eftir sigur á Patriciu Mariu Tig í 1. umferð mótsins þar sem hún vildi vernda andlega heilsu sína. Osaka var sektuð fyrir að mæta ekki á blaðamannafundinn og skipuleggjendur mótsins hótuðu að henda henni úr leik. Osaka hætti hins vegar sjálf og sagðist ætla að taka sér frí frá tennis um óákveðinn tíma. Hin japanska Osaka tók ekki þátt á Wimbledon mótinu en ætlar að keppa á Ólympíuleikunum á heimavelli sem hefjast seinna í þessum mánuði.
Tennis Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira