Rasmus klobbaður, Kristinn og Patrick í flækju og Valur féll úr leik Sindri Sverrisson skrifar 14. júlí 2021 13:00 Guðmundur Andri Tryggvason komst í hættulegt færi í fyrri hálfleik en var stöðvaður á síðustu stundu. vísir/bára Króatískir landsliðsmenn, nýbúnir að spila á Evrópumótinu í fótbolta, sáu um að skora mörk Dinamo Zagreb gegn Val á Hlíðarenda þegar Valsmenn féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu. Öll helstu atvik úr leiknum má nú sjá á Vísi. Eftir tapið er ljóst að Valsmenn fara í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og mæta þar tapliðinu í rimmu Bodö/Glimt eða Legia Varsjá, sem klára einvígi sitt í kvöld. Valsmenn höfðu í fullu tré við Dinamo í gærkvöld en urðu að sætta sig við 2-0 tap gegn liði sem líklega má telja það sterkasta í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Dinamo vann einvígið samtals 5-2 en allt það helsta úr leiknum í gær má sjá hér að neðan: Klippa: Helstu atvikin í leik Vals og Dinamo Zagreb Í leiknum í gær komst Dinamo yfir með marki Luka Ivanusec, eftir hálftíma leik, en hann klobbaði miðvörðinn snjalla Rasmus Christiansen listilega áður en hann skoraði framhjá Hannesi Þór Halldórssyni. Annar króatískur landsliðsmaður, Mislav Orsic, innsiglaði sigurinn undir lok leiksins, hálfum mánuði eftir að hafa skorað í leik Króatíu gegn Spáni í 16-liða úrslitum á EM. Valsmenn áttu þó nokkur færi í leiknum og létu reyna á Dianijel Zagorac í marki Dinamo. Besta færið fengu Kristinn Freyr Sigurðsson og Patrick Pedersen eiginlega í sameiningu en flæktust hvor fyrir öðrum, þegar þeir fengu færi til að jafna metin, eins og sjá má hér að ofan. Auk Vals eru þrjú íslensk lið enn með í Sambandsdeildinni og spila þau öll á morgun, þegar 1. umferð lýkur. FH sækir Sligo Rovers heim til Írlands og er með 1-0 forskot. Stjarnan fer sömuleiðis til Írlands og mætir Bohemians eftir 1-1 jafntefli í Garðabæ. Breiðablik tekur svo á móti Racing frá Lúxemborg eftir að hafa unnið fyrri leik liðanna 3-2. Valur Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Eftir tapið er ljóst að Valsmenn fara í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og mæta þar tapliðinu í rimmu Bodö/Glimt eða Legia Varsjá, sem klára einvígi sitt í kvöld. Valsmenn höfðu í fullu tré við Dinamo í gærkvöld en urðu að sætta sig við 2-0 tap gegn liði sem líklega má telja það sterkasta í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Dinamo vann einvígið samtals 5-2 en allt það helsta úr leiknum í gær má sjá hér að neðan: Klippa: Helstu atvikin í leik Vals og Dinamo Zagreb Í leiknum í gær komst Dinamo yfir með marki Luka Ivanusec, eftir hálftíma leik, en hann klobbaði miðvörðinn snjalla Rasmus Christiansen listilega áður en hann skoraði framhjá Hannesi Þór Halldórssyni. Annar króatískur landsliðsmaður, Mislav Orsic, innsiglaði sigurinn undir lok leiksins, hálfum mánuði eftir að hafa skorað í leik Króatíu gegn Spáni í 16-liða úrslitum á EM. Valsmenn áttu þó nokkur færi í leiknum og létu reyna á Dianijel Zagorac í marki Dinamo. Besta færið fengu Kristinn Freyr Sigurðsson og Patrick Pedersen eiginlega í sameiningu en flæktust hvor fyrir öðrum, þegar þeir fengu færi til að jafna metin, eins og sjá má hér að ofan. Auk Vals eru þrjú íslensk lið enn með í Sambandsdeildinni og spila þau öll á morgun, þegar 1. umferð lýkur. FH sækir Sligo Rovers heim til Írlands og er með 1-0 forskot. Stjarnan fer sömuleiðis til Írlands og mætir Bohemians eftir 1-1 jafntefli í Garðabæ. Breiðablik tekur svo á móti Racing frá Lúxemborg eftir að hafa unnið fyrri leik liðanna 3-2.
Valur Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira