Landsliðsmaður Englands tekur innanríkisráðherrann til bæna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2021 08:02 Tyrone Mings sendi Priti Patel tóninn á Twitter. vísir/getty Enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings segir holan hljóm í gagnrýni Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á kynþáttaníð sem samherjar hans, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, urðu fyrir eftir úrslitaleik EM. Þremenningarnir nýttu ekki sínar spyrnur í vítakeppninni gegn Ítalíu og fengu í kjölfarið yfir sig holskeflu rasískra athugasemda á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa fordæmt kynþáttaníðið sem ensku landsliðsmennirnir urðu fyrir, þar á meðal Patel. Mings fannst ekki mikið til orða Patels koma og sagði þau ekki í samræmi við fyrri ummæli hennar. Í síðasta mánuði kallaði hún það þegar leikmenn krjúpa á hné fyrir leiki til stuðnings baráttunnar gegn kynþáttafordómum sýndarstjórnmál og sagðist ekki styðja það. Jafnframt vildi hún ekki gagnrýna þá sem púuðu á leikmenn sem krupu fyrir leiki. „Þú getur ekki skarað eldinn fyrir mótið með því að stimpla skilaboð okkar gegn kynþáttafordómum sem sýndarstjórnmál og þykjast svo bjóða við því þegar það sem við berjumst gegn kemur upp,“ skrifaði Mings á Twitter. You don t get to stoke the fire at the beginning of the tournament by labelling our anti-racism message as Gesture Politics & then pretend to be disgusted when the very thing we re campaigning against, happens. https://t.co/fdTKHsxTB2— Tyrone Mings (@OfficialTM_3) July 12, 2021 Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, fordæmdi einnig hatursorðræðuna eftir úrslitaleikinn. Gary Neville, fyrrverandi landsliðsmaður Englands og núverandi álitsgjafi, sagði hins vegar að Johnson hefði varla efni á því. Johnson væri sjálfur ábyrgur að hluta vegna ummæla sinna um að það væri í lagi í púa á leikmenn sem mótmæltu rasisma. Flokkssystir þeirra Pratis og Johnsons í Íhaldsflokknum, Natalie Elphicke, baðst í gær afsökunar á því að hafa sagt að Rashford ætti að eyða meiri tíma í að æfa vítaspyrnur en að blanda sér í pólitík. Rashford baðst afsökunar á að hafa klúðrað vítinu en hann myndi hins vegar aldrei biðjast afsökunar á því hver hann væri og hvaðan hann kæmi. EM 2020 í fótbolta Kynþáttafordómar Bretland Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjá meira
Þremenningarnir nýttu ekki sínar spyrnur í vítakeppninni gegn Ítalíu og fengu í kjölfarið yfir sig holskeflu rasískra athugasemda á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa fordæmt kynþáttaníðið sem ensku landsliðsmennirnir urðu fyrir, þar á meðal Patel. Mings fannst ekki mikið til orða Patels koma og sagði þau ekki í samræmi við fyrri ummæli hennar. Í síðasta mánuði kallaði hún það þegar leikmenn krjúpa á hné fyrir leiki til stuðnings baráttunnar gegn kynþáttafordómum sýndarstjórnmál og sagðist ekki styðja það. Jafnframt vildi hún ekki gagnrýna þá sem púuðu á leikmenn sem krupu fyrir leiki. „Þú getur ekki skarað eldinn fyrir mótið með því að stimpla skilaboð okkar gegn kynþáttafordómum sem sýndarstjórnmál og þykjast svo bjóða við því þegar það sem við berjumst gegn kemur upp,“ skrifaði Mings á Twitter. You don t get to stoke the fire at the beginning of the tournament by labelling our anti-racism message as Gesture Politics & then pretend to be disgusted when the very thing we re campaigning against, happens. https://t.co/fdTKHsxTB2— Tyrone Mings (@OfficialTM_3) July 12, 2021 Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, fordæmdi einnig hatursorðræðuna eftir úrslitaleikinn. Gary Neville, fyrrverandi landsliðsmaður Englands og núverandi álitsgjafi, sagði hins vegar að Johnson hefði varla efni á því. Johnson væri sjálfur ábyrgur að hluta vegna ummæla sinna um að það væri í lagi í púa á leikmenn sem mótmæltu rasisma. Flokkssystir þeirra Pratis og Johnsons í Íhaldsflokknum, Natalie Elphicke, baðst í gær afsökunar á því að hafa sagt að Rashford ætti að eyða meiri tíma í að æfa vítaspyrnur en að blanda sér í pólitík. Rashford baðst afsökunar á að hafa klúðrað vítinu en hann myndi hins vegar aldrei biðjast afsökunar á því hver hann væri og hvaðan hann kæmi.
EM 2020 í fótbolta Kynþáttafordómar Bretland Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjá meira