Jorginho átti frábært Evrópumót með Ítalíu sem stóð uppi með gullið á EM 2020 eftir vítaspyrnukeppni gegn Englandi.
Þetta er ekki eina gullið sem hann hefur hirt á árinu því hann var einnig í liði Chelsea sem fór alla leið í Meistaradeildinni.
„Juventus og Jorginho? Það hafa verið viðræður nýlega en einnig með öðrum stórum félögum,“ sagði Joao Santos í samtali við Calciomercato.it.
„Ég get staðfest að það er áhugi. Sem 29 ára gamall leikmaður getur hann gert það gott í öllum evrópsku toppfélögunum og það er mikill áhugi á honum.“
Jorginho hefur spilað með Chelsea síðan 2018 þar sem hann hefur spilað 141 leiki og skorað sautján mörk.
„Hann er með tveggja ára samning við Chelsea og þetta er í höndunum á félaginu. Félagaskiptamarkaðurinn er markaður og ef það kemur stórt félag og áhugasamt munum við íhuga það.“
„Í augnablikinu mun Jorginho spila með Chelsea á næstu leiktíð,“ sagði umboðsmaðurinn.
‼️ ESCLUSIVO | #Italia, l'agente di #Jorginho: “Un esempio di integrazione vera. Non c’entra il sangue, vede nell’Italia la sua patria” ‼️
— calciomercato.it (@calciomercatoit) July 12, 2021
📲 via @MarcoGiordano6
👉https://t.co/cFTljbr4TJ pic.twitter.com/b9Kn2YNZFr