Di María nýtti tækifærið og steig út úr skugga Messi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2021 14:31 Lionel Messi og Ángel Di María er vel til vina. EPA-EFE/Andre Coelho Ángel Di María skoraði markið sem tryggði Argentínu 1-0 sigur á Brasilíu í úrslitum Suður-Ameríkubikarsins. Hann hefur nær alltaf leikið aukahlutverk í liðum sínum enda lítið annað hægt þegar Lionel Messi, Cristiano Ronaldo, Neymar og Kylian Mbappé eru samherjar manns. Di Maria hefur áður skorað mikilvæg mörk en fá jafn mikilvæg og þessi. Loksins loksins tókst Argentínu – og Lionel Messi – að vinna stórmót. #CopaAmérica ¡EL MOMENTO TAN ESPERADO! Pitazo final y así lo gritó Lionel Messi Argentina Brasil #VibraElContinente #VibraOContinente pic.twitter.com/BacbLCghFU— Copa América (@CopaAmerica) July 11, 2021 Argentína tapaði 1-0 fyrir Þýskalandi í úrslitaleik HM árið 2014. Tvö ár þar á eftir fór liðið alla leið í úrslit Suður-Ameríkubikarsins en laut í bæði skiptin í gras fyrir Síle. Allt er hins vegar þegar þrennt er. Di María byrjaði báða leikina gegn Síle og nú var komið að skuldadögum. Loksins kom bikar í hús. Lionel Scaloni, þjálfari Argentínum, fær mikið hrós fyrir taktík og skipulag en gekk leikplan hans nær fullkomlega upp. Di María var stillt upp á hægri vængnum í 4-4-1-1 leikkerfi Argentínu. Átti hann að nýta sér svæðið sem Renan Lodi, vinstri bakvörður Brasilíu, skyldi eftir sig þegar hann brunaði upp völlinn. Í stað þess að elta Lodi þá beið Di María ofarlega á vellinum, tilbúinn að geysast af stað er Argentína ynni boltann. Hafði hann ógnað vörn Brasilíu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar áður en sigurmarkið leit dagsins ljós. Di Maria was the hero in #CopaAmerica2021 final after years sacrificing his game for Messi for #ARG, Ronaldo at #RMCF & Neymar at #PSG.@Zonal_Marking on Di Maria's performance, #BRA's front five & the crucial role of Argentina sub Tagliafico https://t.co/lE6F9UgRS2— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 11, 2021 Í raun skipti það leikmenn Argentínu litlu máli hvort Lodi héldi stöðu eður ei, ávallt reyndu þeir að fara upp hægra megin. Á 22. mínútu kom markið sem reyndist sigurmark leiksins. Miðjumaðurinn Rodrigo De Paul fékk þá að rölta upp völlinn með boltann - einn og yfirgefinn. De Paul var líkt og Palli er hann var ein ní heiminum en enginn Brasilíumaður var í augsýn. Miðjumaðurinn sendi svo fínan bolta milli Lodi og Thiago Silva í vörn Brasilíu. Lodi virtist við það að ná til boltans en allt kom fyrir ekki, hann endaði við fæturnar á Di María. Vængmaðurinn tók vel við knettinum í fyrstu snertingu og lyfti honum svo yfir Ederson í marki Brasilíu í annarri snertingu. Setja má út á staðsetningu Ederson en markið var einkar snoturt. #CopaAmérica ¡TREMENDA DEFINICIÓN! Ángel Di María recibió el pase de Rodrigo De Paul y la tiró por arriba de Ederson para el 1-0 de @Argentina Argentina Brasil #VibraElContinente #VibraOContinente pic.twitter.com/OuFUmqipVA— Copa América (@CopaAmerica) July 11, 2021 Brasilía lagfærði varnarleik sinn í kjölfarið og gerðu hvað þeir gátu til að jafna metin í síðari hálfleik. Di María var tekinn af velli þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks er Argentína reyndi að hanga á 1-0 forystunni. Það gekk og leikmenn Argentínu fögnuðu vel og innilega í leikslok. Messi stal vissulega flestum fyrirsögnunum eftir leik en það þó með sanni segja að Di María hafi loks stigið út úr skugga landa síns. Hinn 33 ára gamli vængmaður kann þó ágætlega við sig í skugga stærri nafna. Hjá Real Madrid var hann liðsfélagi Cristiano Ronaldo og nú leikur hann með liði sem inniheldur Brasilíumanninn Neymar og ungstirnið Kylian Mbappé. Þegar kom að því að smíða leikplan til að landa sigri í Suður-Ameríkubikarnum ákvað Lionel Scaloni að treysta á hinn þaulreynda Di María og sterka liðsheild frekar en einstaklings gæði nafna síns Messi. Það borgaði sig svo sannarlega í þetta skiptið. Di María með bikarinn.EPA-EFE/Andre Coelho Fótbolti Copa América Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Sjá meira
Di Maria hefur áður skorað mikilvæg mörk en fá jafn mikilvæg og þessi. Loksins loksins tókst Argentínu – og Lionel Messi – að vinna stórmót. #CopaAmérica ¡EL MOMENTO TAN ESPERADO! Pitazo final y así lo gritó Lionel Messi Argentina Brasil #VibraElContinente #VibraOContinente pic.twitter.com/BacbLCghFU— Copa América (@CopaAmerica) July 11, 2021 Argentína tapaði 1-0 fyrir Þýskalandi í úrslitaleik HM árið 2014. Tvö ár þar á eftir fór liðið alla leið í úrslit Suður-Ameríkubikarsins en laut í bæði skiptin í gras fyrir Síle. Allt er hins vegar þegar þrennt er. Di María byrjaði báða leikina gegn Síle og nú var komið að skuldadögum. Loksins kom bikar í hús. Lionel Scaloni, þjálfari Argentínum, fær mikið hrós fyrir taktík og skipulag en gekk leikplan hans nær fullkomlega upp. Di María var stillt upp á hægri vængnum í 4-4-1-1 leikkerfi Argentínu. Átti hann að nýta sér svæðið sem Renan Lodi, vinstri bakvörður Brasilíu, skyldi eftir sig þegar hann brunaði upp völlinn. Í stað þess að elta Lodi þá beið Di María ofarlega á vellinum, tilbúinn að geysast af stað er Argentína ynni boltann. Hafði hann ógnað vörn Brasilíu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar áður en sigurmarkið leit dagsins ljós. Di Maria was the hero in #CopaAmerica2021 final after years sacrificing his game for Messi for #ARG, Ronaldo at #RMCF & Neymar at #PSG.@Zonal_Marking on Di Maria's performance, #BRA's front five & the crucial role of Argentina sub Tagliafico https://t.co/lE6F9UgRS2— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 11, 2021 Í raun skipti það leikmenn Argentínu litlu máli hvort Lodi héldi stöðu eður ei, ávallt reyndu þeir að fara upp hægra megin. Á 22. mínútu kom markið sem reyndist sigurmark leiksins. Miðjumaðurinn Rodrigo De Paul fékk þá að rölta upp völlinn með boltann - einn og yfirgefinn. De Paul var líkt og Palli er hann var ein ní heiminum en enginn Brasilíumaður var í augsýn. Miðjumaðurinn sendi svo fínan bolta milli Lodi og Thiago Silva í vörn Brasilíu. Lodi virtist við það að ná til boltans en allt kom fyrir ekki, hann endaði við fæturnar á Di María. Vængmaðurinn tók vel við knettinum í fyrstu snertingu og lyfti honum svo yfir Ederson í marki Brasilíu í annarri snertingu. Setja má út á staðsetningu Ederson en markið var einkar snoturt. #CopaAmérica ¡TREMENDA DEFINICIÓN! Ángel Di María recibió el pase de Rodrigo De Paul y la tiró por arriba de Ederson para el 1-0 de @Argentina Argentina Brasil #VibraElContinente #VibraOContinente pic.twitter.com/OuFUmqipVA— Copa América (@CopaAmerica) July 11, 2021 Brasilía lagfærði varnarleik sinn í kjölfarið og gerðu hvað þeir gátu til að jafna metin í síðari hálfleik. Di María var tekinn af velli þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks er Argentína reyndi að hanga á 1-0 forystunni. Það gekk og leikmenn Argentínu fögnuðu vel og innilega í leikslok. Messi stal vissulega flestum fyrirsögnunum eftir leik en það þó með sanni segja að Di María hafi loks stigið út úr skugga landa síns. Hinn 33 ára gamli vængmaður kann þó ágætlega við sig í skugga stærri nafna. Hjá Real Madrid var hann liðsfélagi Cristiano Ronaldo og nú leikur hann með liði sem inniheldur Brasilíumanninn Neymar og ungstirnið Kylian Mbappé. Þegar kom að því að smíða leikplan til að landa sigri í Suður-Ameríkubikarnum ákvað Lionel Scaloni að treysta á hinn þaulreynda Di María og sterka liðsheild frekar en einstaklings gæði nafna síns Messi. Það borgaði sig svo sannarlega í þetta skiptið. Di María með bikarinn.EPA-EFE/Andre Coelho
Fótbolti Copa América Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Sjá meira