Uppnám í Áslandinu undir miðnætti þegar maður sást með skammbyssu Jakob Bjarnar skrifar 12. júlí 2021 11:28 Eins og sjá má gekk mikið á í Áslandinu í Hafnarfirði undir miðnætti í gær en þá leitaði lögreglan vopnaðs manns sem sést hafði fara um vopnaður skammbyssu. Ekkert fannst þó og ekki liggur fyrir hvort um alvöru vopn var að ræða. Lögreglu barst í gærkvöldi tilkynning um mann sem sagður var fara um hverfið vopnaður á vespu, eða litlu vélhjóli. Hún brást skjótt við og mætti sérsveitin til leiks og lokaði hverfinu. Þetta var undir miðnætti í gær og voru íbúar órólegir ekki síst vegna þess að sérsveitin hafði engan meintan óbótamann með sér af vettvangi. Sævar Guðmundsson aðalvarðstjóri segir í samtali við Vísi að lögreglan hafi fengið tilkynningu sem var frá krökkum, þá í gegnum foreldra, um að þar færi maður um vopnaður skammbyssu við Áslandsskóla. Sérsveitin lokaði hverfinu og leitaði byssumannsins. Haft var afskipti af tveimur piltum á vespum en annar þeirra var vopnaður kylfu og með hnúajárn; greinilega til í hvað sem var. „Þá verður til þetta viðbragð hjá okkur samkvæmt verklagsreglum. Við fórum um hverfið með sérsveit og höfðum afskipti af tveimur piltum á vespum. Niðurstaðan var að ekkert skotvopn fannst hvorki á þessum tveimur né nokkrum öðrum,“ segir Sævar. Ekkert skotvopn fannst en annar þeirra pilta var með kylfu og hnúajárn. „Greinilega til í hvað sem var. En ekkert skotvopn fannst og þannig endaði þetta. Ekkert víst að þeir hafi verið með skotvopn og kannski hefur það verið einhver allt annar.“ Sævar segir að vitaskuld bregðist lögreglan við þegar tilkynning sem þessi kemur en ekki er vitað hvort um var að ræða alvöru vopn, platvopn eða ekkert vopn. Enginn botn er kominn í þá athugun. Hafnarfjörður Lögreglumál Skotvopn Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Þetta var undir miðnætti í gær og voru íbúar órólegir ekki síst vegna þess að sérsveitin hafði engan meintan óbótamann með sér af vettvangi. Sævar Guðmundsson aðalvarðstjóri segir í samtali við Vísi að lögreglan hafi fengið tilkynningu sem var frá krökkum, þá í gegnum foreldra, um að þar færi maður um vopnaður skammbyssu við Áslandsskóla. Sérsveitin lokaði hverfinu og leitaði byssumannsins. Haft var afskipti af tveimur piltum á vespum en annar þeirra var vopnaður kylfu og með hnúajárn; greinilega til í hvað sem var. „Þá verður til þetta viðbragð hjá okkur samkvæmt verklagsreglum. Við fórum um hverfið með sérsveit og höfðum afskipti af tveimur piltum á vespum. Niðurstaðan var að ekkert skotvopn fannst hvorki á þessum tveimur né nokkrum öðrum,“ segir Sævar. Ekkert skotvopn fannst en annar þeirra pilta var með kylfu og hnúajárn. „Greinilega til í hvað sem var. En ekkert skotvopn fannst og þannig endaði þetta. Ekkert víst að þeir hafi verið með skotvopn og kannski hefur það verið einhver allt annar.“ Sævar segir að vitaskuld bregðist lögreglan við þegar tilkynning sem þessi kemur en ekki er vitað hvort um var að ræða alvöru vopn, platvopn eða ekkert vopn. Enginn botn er kominn í þá athugun.
Hafnarfjörður Lögreglumál Skotvopn Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira