Konungurinn Chiellini mætti með bikarinn heim til Rómar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2021 12:01 Konungurinn Giorgio Chiellini með bikarinn og við hlið hans er leikmaður mótsins, markvörðurinn Gianluigi Donnarumma. Riccardo De Luca/Getty Images Svo virðist sem ítalska landsliðið í fótbolta hafi stokkið upp í flugvél um leið og liðið var búið að fagna Evrópumeistaratitlinum sem það vann á Wembley í Lundúnum í gærkvöld. Liðið var nefnilega mætt til Rómarborgar á Ítalíu snemma í morgun. Að sjálfsögðu var bikarinn með í för. Skemmtilegt myndband má nú finna á veraldarvefnum þar sem sjá má leikmenn ítalska liðsins stíga út úr flugvélinni sem ferjaði þá frá Lundúnum til Rómarborgar. Þaðan fóru þeir upp í rútu sem skilaði þeim á hótel sem liðið hefur gist á. Reikna má með að fagnaðarlætin haldi þar áfram eitthvað fram eftir degi og mögulega viku. It s coming Rome!!! #Euro2020 pic.twitter.com/tZBZtwWQOX— Giorgio Chiellini (@chiellini) July 11, 2021 Virðist sem leikmenn Ítalíu hafi nánast flogið beint heim að fagnaðarlátunum loknum á Wembley en leikmennirnir voru enn í landsliðstreyjum sínum er þeir mættu á hótelið. Hinn 36 ára gamli Giorgio Chiellini vakti enn á ný athygli en hann steig út úr rútunni með kórónu á höfðinu. Chiellini hefur farið mikinn á mótinu, verið sem klettur í hjarta ítölsku varnarinnar og fagnað hverri tæklingu eins og hún sé hans síðasta. Giorgio Chiellini arriving in Rome... #EURO2020 pic.twitter.com/zDhgs78eho— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 12, 2021 Skondnasta augnablik mótsins var svo fyrir vítaspyrnukeppni Ítalíu og Spánar í undanúrslitum keppninnar. Chiellini lyfti þá Jordi Alba - fyrirliða Spánar - upp og faðmaði hann innilega. Alba hafði lítinn húmor fyrir því. Ítalía fór aftur alla leið í vítaspyrnukeppni gegn Englandi í gær og aftur hafði Ítalía betur. Hér að neðan má sjá myndband af því er leikmenn liðsins mættu aftur til Rómarborgar sem og Chiellini með kórónuna. Klippa: Heimkoma Ítala EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Ítalía Tengdar fréttir Ítalir Evrópumeistarar eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Ítalía er Evrópumeistari karla í fótbolta eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni á Wembley í Lundúnum, eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma og framlengingu. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítala, var hetjan. 11. júlí 2021 21:55 Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30 „Ég hef engin orð yfir þennan hóp“ Roberto Mancini stýrði Ítalíu til Evrópumeistaratitils á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Ítalía vann England 3-2 í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna í úrslitaleik EM á Wembley í Lundúnum í kvöld. 11. júlí 2021 23:10 „Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Liðið var nefnilega mætt til Rómarborgar á Ítalíu snemma í morgun. Að sjálfsögðu var bikarinn með í för. Skemmtilegt myndband má nú finna á veraldarvefnum þar sem sjá má leikmenn ítalska liðsins stíga út úr flugvélinni sem ferjaði þá frá Lundúnum til Rómarborgar. Þaðan fóru þeir upp í rútu sem skilaði þeim á hótel sem liðið hefur gist á. Reikna má með að fagnaðarlætin haldi þar áfram eitthvað fram eftir degi og mögulega viku. It s coming Rome!!! #Euro2020 pic.twitter.com/tZBZtwWQOX— Giorgio Chiellini (@chiellini) July 11, 2021 Virðist sem leikmenn Ítalíu hafi nánast flogið beint heim að fagnaðarlátunum loknum á Wembley en leikmennirnir voru enn í landsliðstreyjum sínum er þeir mættu á hótelið. Hinn 36 ára gamli Giorgio Chiellini vakti enn á ný athygli en hann steig út úr rútunni með kórónu á höfðinu. Chiellini hefur farið mikinn á mótinu, verið sem klettur í hjarta ítölsku varnarinnar og fagnað hverri tæklingu eins og hún sé hans síðasta. Giorgio Chiellini arriving in Rome... #EURO2020 pic.twitter.com/zDhgs78eho— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 12, 2021 Skondnasta augnablik mótsins var svo fyrir vítaspyrnukeppni Ítalíu og Spánar í undanúrslitum keppninnar. Chiellini lyfti þá Jordi Alba - fyrirliða Spánar - upp og faðmaði hann innilega. Alba hafði lítinn húmor fyrir því. Ítalía fór aftur alla leið í vítaspyrnukeppni gegn Englandi í gær og aftur hafði Ítalía betur. Hér að neðan má sjá myndband af því er leikmenn liðsins mættu aftur til Rómarborgar sem og Chiellini með kórónuna. Klippa: Heimkoma Ítala EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Ítalía Tengdar fréttir Ítalir Evrópumeistarar eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Ítalía er Evrópumeistari karla í fótbolta eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni á Wembley í Lundúnum, eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma og framlengingu. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítala, var hetjan. 11. júlí 2021 21:55 Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30 „Ég hef engin orð yfir þennan hóp“ Roberto Mancini stýrði Ítalíu til Evrópumeistaratitils á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Ítalía vann England 3-2 í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna í úrslitaleik EM á Wembley í Lundúnum í kvöld. 11. júlí 2021 23:10 „Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Ítalir Evrópumeistarar eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Ítalía er Evrópumeistari karla í fótbolta eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni á Wembley í Lundúnum, eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma og framlengingu. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítala, var hetjan. 11. júlí 2021 21:55
Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. 11. júlí 2021 23:30
„Ég hef engin orð yfir þennan hóp“ Roberto Mancini stýrði Ítalíu til Evrópumeistaratitils á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Ítalía vann England 3-2 í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna í úrslitaleik EM á Wembley í Lundúnum í kvöld. 11. júlí 2021 23:10
„Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. 11. júlí 2021 22:45