Hafður á réttargeðdeild vegna ráðaleysis Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2021 21:45 Yfirlæknir réttargeðdeildarinnar sagði vistun mannsins á deildinni vera mannréttindabrot og mælti með úrræði á vegum Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Maður sem vistaður var á réttargeðdeild á Kleppi fyrir fjórum árum er þar enn, þó hann hafi upprunalega átt að vera þar í stuttan tíma. Þar er hann án nauðsynlegrar þjónustu en ástæðan er ráðaleysi innan heilbrigðiskerfisins. Í frétt Ríkisútvarpsins um vistun mannsins segir að hann hafi haustið 2017 verið dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hefði hann verið metinn sakhæfur, gæti hann hafa staðið frammi fyrir allt að sextán ára fangelsisvist. Maðurinn sem er fæddur árið 1989, var þó metinn ósakhæfur vegna mikils andlegs vanþroska vegna greindarskerðingu, flogum og lyfjameðferð. Þar að auki hafi hluti framheila mannsins verið fjarlægður í skurðaðgerð en sá hluti stjórnar dómgreind og hegðun. Fram kom í úrskurðinum 2017 að hann gerði sér ekki grein fyrir ástandi sínu né brotinu. Hann var dæmdur til að sæta vistun á stofnun til 28. september. Síðan þá er búið að framlengja þann úrskurð sjö sinnum. Dómurinn frá 2017 var felldur úr gildi árið 2018 og maðurinn sýknaður vegna þess að hann væri ósakhæfur. Kröfu um að honum yrði látinn laus var hafnað árið 2019 og var maðurinn úrskurðaður í öryggisgæslu á ábyrgð yfirlæknis réttargeðdeildar. Yfirlæknir segir vistunina mannréttindabrot Eins og fram kemur í frétt RÚV þá var vitnað í yfirlækni réttargeðdeildarinnar í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra. Hann sagði vistun mannsins á deildinni vera mannréttindabrot og mælti með úrræði á vegum Reykjavíkurborgar. RÚV segir velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafa vísað málinu frá sér og það sé nú hjá félagsmálaráðuneytinu. Ættingjar mannsins segja hann hafa verið sviptan öllum sínum réttindum. Stjúpsystir hans segir hann ekki fá þá þjónustu sem hann þurfi á réttargeðdeild og að hann hefði aldrei átt að vera í þeim aðstæðum sem leiddu til þess að hann lenti þar. Manninum hafi til dæmis ekki verið leyft að fara til foreldra sinna á aðfangadag, þrátt fyrir að móðir hans treysti sér til þess að fá hann án fylgdar. Geðheilbrigði Fangelsismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Í frétt Ríkisútvarpsins um vistun mannsins segir að hann hafi haustið 2017 verið dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hefði hann verið metinn sakhæfur, gæti hann hafa staðið frammi fyrir allt að sextán ára fangelsisvist. Maðurinn sem er fæddur árið 1989, var þó metinn ósakhæfur vegna mikils andlegs vanþroska vegna greindarskerðingu, flogum og lyfjameðferð. Þar að auki hafi hluti framheila mannsins verið fjarlægður í skurðaðgerð en sá hluti stjórnar dómgreind og hegðun. Fram kom í úrskurðinum 2017 að hann gerði sér ekki grein fyrir ástandi sínu né brotinu. Hann var dæmdur til að sæta vistun á stofnun til 28. september. Síðan þá er búið að framlengja þann úrskurð sjö sinnum. Dómurinn frá 2017 var felldur úr gildi árið 2018 og maðurinn sýknaður vegna þess að hann væri ósakhæfur. Kröfu um að honum yrði látinn laus var hafnað árið 2019 og var maðurinn úrskurðaður í öryggisgæslu á ábyrgð yfirlæknis réttargeðdeildar. Yfirlæknir segir vistunina mannréttindabrot Eins og fram kemur í frétt RÚV þá var vitnað í yfirlækni réttargeðdeildarinnar í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra. Hann sagði vistun mannsins á deildinni vera mannréttindabrot og mælti með úrræði á vegum Reykjavíkurborgar. RÚV segir velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafa vísað málinu frá sér og það sé nú hjá félagsmálaráðuneytinu. Ættingjar mannsins segja hann hafa verið sviptan öllum sínum réttindum. Stjúpsystir hans segir hann ekki fá þá þjónustu sem hann þurfi á réttargeðdeild og að hann hefði aldrei átt að vera í þeim aðstæðum sem leiddu til þess að hann lenti þar. Manninum hafi til dæmis ekki verið leyft að fara til foreldra sinna á aðfangadag, þrátt fyrir að móðir hans treysti sér til þess að fá hann án fylgdar.
Geðheilbrigði Fangelsismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira