Hafður á réttargeðdeild vegna ráðaleysis Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2021 21:45 Yfirlæknir réttargeðdeildarinnar sagði vistun mannsins á deildinni vera mannréttindabrot og mælti með úrræði á vegum Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Maður sem vistaður var á réttargeðdeild á Kleppi fyrir fjórum árum er þar enn, þó hann hafi upprunalega átt að vera þar í stuttan tíma. Þar er hann án nauðsynlegrar þjónustu en ástæðan er ráðaleysi innan heilbrigðiskerfisins. Í frétt Ríkisútvarpsins um vistun mannsins segir að hann hafi haustið 2017 verið dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hefði hann verið metinn sakhæfur, gæti hann hafa staðið frammi fyrir allt að sextán ára fangelsisvist. Maðurinn sem er fæddur árið 1989, var þó metinn ósakhæfur vegna mikils andlegs vanþroska vegna greindarskerðingu, flogum og lyfjameðferð. Þar að auki hafi hluti framheila mannsins verið fjarlægður í skurðaðgerð en sá hluti stjórnar dómgreind og hegðun. Fram kom í úrskurðinum 2017 að hann gerði sér ekki grein fyrir ástandi sínu né brotinu. Hann var dæmdur til að sæta vistun á stofnun til 28. september. Síðan þá er búið að framlengja þann úrskurð sjö sinnum. Dómurinn frá 2017 var felldur úr gildi árið 2018 og maðurinn sýknaður vegna þess að hann væri ósakhæfur. Kröfu um að honum yrði látinn laus var hafnað árið 2019 og var maðurinn úrskurðaður í öryggisgæslu á ábyrgð yfirlæknis réttargeðdeildar. Yfirlæknir segir vistunina mannréttindabrot Eins og fram kemur í frétt RÚV þá var vitnað í yfirlækni réttargeðdeildarinnar í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra. Hann sagði vistun mannsins á deildinni vera mannréttindabrot og mælti með úrræði á vegum Reykjavíkurborgar. RÚV segir velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafa vísað málinu frá sér og það sé nú hjá félagsmálaráðuneytinu. Ættingjar mannsins segja hann hafa verið sviptan öllum sínum réttindum. Stjúpsystir hans segir hann ekki fá þá þjónustu sem hann þurfi á réttargeðdeild og að hann hefði aldrei átt að vera í þeim aðstæðum sem leiddu til þess að hann lenti þar. Manninum hafi til dæmis ekki verið leyft að fara til foreldra sinna á aðfangadag, þrátt fyrir að móðir hans treysti sér til þess að fá hann án fylgdar. Geðheilbrigði Fangelsismál Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Í frétt Ríkisútvarpsins um vistun mannsins segir að hann hafi haustið 2017 verið dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hefði hann verið metinn sakhæfur, gæti hann hafa staðið frammi fyrir allt að sextán ára fangelsisvist. Maðurinn sem er fæddur árið 1989, var þó metinn ósakhæfur vegna mikils andlegs vanþroska vegna greindarskerðingu, flogum og lyfjameðferð. Þar að auki hafi hluti framheila mannsins verið fjarlægður í skurðaðgerð en sá hluti stjórnar dómgreind og hegðun. Fram kom í úrskurðinum 2017 að hann gerði sér ekki grein fyrir ástandi sínu né brotinu. Hann var dæmdur til að sæta vistun á stofnun til 28. september. Síðan þá er búið að framlengja þann úrskurð sjö sinnum. Dómurinn frá 2017 var felldur úr gildi árið 2018 og maðurinn sýknaður vegna þess að hann væri ósakhæfur. Kröfu um að honum yrði látinn laus var hafnað árið 2019 og var maðurinn úrskurðaður í öryggisgæslu á ábyrgð yfirlæknis réttargeðdeildar. Yfirlæknir segir vistunina mannréttindabrot Eins og fram kemur í frétt RÚV þá var vitnað í yfirlækni réttargeðdeildarinnar í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra. Hann sagði vistun mannsins á deildinni vera mannréttindabrot og mælti með úrræði á vegum Reykjavíkurborgar. RÚV segir velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafa vísað málinu frá sér og það sé nú hjá félagsmálaráðuneytinu. Ættingjar mannsins segja hann hafa verið sviptan öllum sínum réttindum. Stjúpsystir hans segir hann ekki fá þá þjónustu sem hann þurfi á réttargeðdeild og að hann hefði aldrei átt að vera í þeim aðstæðum sem leiddu til þess að hann lenti þar. Manninum hafi til dæmis ekki verið leyft að fara til foreldra sinna á aðfangadag, þrátt fyrir að móðir hans treysti sér til þess að fá hann án fylgdar.
Geðheilbrigði Fangelsismál Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira