Mótmælt á Austurvelli: „Út með Útlendingastofnun“ Snorri Másson skrifar 11. júlí 2021 12:08 Þessi mynd var tekin á Austurvelli um árið þegar slæmum aðbúnaði og aðstæðum hælisleitenda hér á landi var mótmælt. Vísir/Vilhelm Baráttukonan Sema Erla Serdar vill að Útlendingastofnun verði lögð niður. Hún segir að í tíð sitjandi ríkisstjórnar hafi málefni flóttamanna og hælisleitenda færst til verri og ómannúðlegri vegar. Þeirri þróun og harðræði við hælisleitendur er mótmælt á Austurvelli í dag. Kjörorð dagsins er „Út með Útlendingastofnun“ og margvísleg mannréttindasamtök standa að mótmælum sem hefjast klukkan eitt á Austurvelli í dag. Þeirra á meðal eru samtökin Solaris, sem eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttamenn. Sema Erla Serdar er formaður þeirra. Sema Erla Serdar formaður Solaris.Friðrik Þór „Mótmælin í dag eru tilkomin vegna þeirra aðgerða sem við urðum vitni að í síðustu viku, þar sem tveir umsækjendur um alþjóðlega vernd voru lokkaðir á fölskum forsendum til Útlendingastofnunar, frelsissviptir, beittir harðræði og ofbeldi og síðan brottvísað án nokkurs fyrirvara frá Íslandi. Að okkar mati er þetta bara enn eitt dæmið um ómannúðlega og grimmilega stefnu íslenskra stjórnvalda í garð fólks á flótta,“ segir Sema Erla í samtali við fréttastofu. Sema segir Útlendingastofnun beita þá sem eiga að vera skjólstæðingar hennar kerfisbundnu ofbeldi - og að því sé verið að mótmæla í dag. „Útlendingastofnun er náttúrulega löngu úr sér gengin og farin að gera töluvert meira ógagn en gagn. Að mínu mati þá þarf að endurskoða allt kerfið í kringum útlendinga á Íslandi og þá sérstaklega fólk á flótta. Fyrsti liðurinn í því er vissulega að leggja niður Útlendingastofnun og koma á kerfi sem hefur mannúð og virðingu að leiðarljósi,“ segir Sema. Sitjandi ríkisstjórn hefur að sögn Semu fært málefni flóttamanna og hælisleitenda til verri vegar. „Við höfum síðustu ár upplifað mikla grimmd í garð fólks á flótta og við höfum ekki séð neinar almennar úrbætur heldur einungis úrbætur, þar sem almenningur í landinu hefur komið í gegn einhverjum plástrum þegar nauðsyn hefur verið til,“ segir Sema Erla, formaður Solaris. Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25 Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Kjörorð dagsins er „Út með Útlendingastofnun“ og margvísleg mannréttindasamtök standa að mótmælum sem hefjast klukkan eitt á Austurvelli í dag. Þeirra á meðal eru samtökin Solaris, sem eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttamenn. Sema Erla Serdar er formaður þeirra. Sema Erla Serdar formaður Solaris.Friðrik Þór „Mótmælin í dag eru tilkomin vegna þeirra aðgerða sem við urðum vitni að í síðustu viku, þar sem tveir umsækjendur um alþjóðlega vernd voru lokkaðir á fölskum forsendum til Útlendingastofnunar, frelsissviptir, beittir harðræði og ofbeldi og síðan brottvísað án nokkurs fyrirvara frá Íslandi. Að okkar mati er þetta bara enn eitt dæmið um ómannúðlega og grimmilega stefnu íslenskra stjórnvalda í garð fólks á flótta,“ segir Sema Erla í samtali við fréttastofu. Sema segir Útlendingastofnun beita þá sem eiga að vera skjólstæðingar hennar kerfisbundnu ofbeldi - og að því sé verið að mótmæla í dag. „Útlendingastofnun er náttúrulega löngu úr sér gengin og farin að gera töluvert meira ógagn en gagn. Að mínu mati þá þarf að endurskoða allt kerfið í kringum útlendinga á Íslandi og þá sérstaklega fólk á flótta. Fyrsti liðurinn í því er vissulega að leggja niður Útlendingastofnun og koma á kerfi sem hefur mannúð og virðingu að leiðarljósi,“ segir Sema. Sitjandi ríkisstjórn hefur að sögn Semu fært málefni flóttamanna og hælisleitenda til verri vegar. „Við höfum síðustu ár upplifað mikla grimmd í garð fólks á flótta og við höfum ekki séð neinar almennar úrbætur heldur einungis úrbætur, þar sem almenningur í landinu hefur komið í gegn einhverjum plástrum þegar nauðsyn hefur verið til,“ segir Sema Erla, formaður Solaris.
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25 Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Krefjast þess að Útlendingastofnun verði lögð niður Fern samtök sem huga að hagsmunum flóttafólks á Íslandi hafa boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun, sunnudag, klukkan 13. 10. júlí 2021 08:25
Hafna því alfarið að hafa beitt hælisleitendurna ofbeldi eða óhóflegu valdi Embætti ríkislögreglustjóra vísar á bug ásökunum um að lögregla hafi beitt ofbeldi við handtöku á tveimur hælisleitendum líkt og haldið hefur verið fram af fólki í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 8. júlí 2021 18:59