Á málverkinu má sjá Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra kyssa hring Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Ekki er vitað hver keypti málverkið en í tilkynningu frá Gallerí Port segir að hæstbjóðandi uppboðsins vilji njóta nafnleyndar og sú ósk verði virt. Málverkið var hluti sýningar Þrándar í Gallerí Porti.
Slegið á 1.000.000 kr!
— Gallery Port (@gallery_port) July 10, 2021
Þorsteinn og Bjarni haga fundið sitt skjól.
Hæstbjóðandi vill njóta nafnleyndar og virðum við það. pic.twitter.com/15q53cM61x
Myndin er nokkuð stór: 75 sentímetrar á breiddina og 110 á hæðina.
Í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum sagðist listamaðurinn sjaldan eða aldrei hafa fengið eins mikil viðbrögð við nokkru verka sinna.
„Það er ekki oft sem maður verður var við svona rammpólitíska list og ekki flokkspólitíska. Það mætti sjá meira af því,“ sagði Þrándur meðal annars um verkið í viðtalinu.