Forseti UEFA segir það ósanngjarnt að spila EM í mörgum mismunandi löndum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júlí 2021 11:45 Aleksander Ceferin sér ekki fyrir sér að EM verði haldið aftur með sama sniði og í ár. Harold Cunningham - UEFA/UEFA via Getty Images Forseti UEFA, Aleksander Ceferin, segir það ósanngjarnt gagnvart stuðningsmönnum og liðunum sem taka þátt á EM hversu langt sumir þurfi að ferðast á milli leikja. Hann segir að hann muni ekki láta þetta koma fyrir aftur. Á morgun mætast Englendingar og Ítalir í úrslitum Evrópumótsins sem hefur farið fram í ellefu mismunandi löndum. Mikill munur er á því hversu langt liðin og stuðningsmenn þeirra hafa þurft að ferðast á milli leikja. Skotar hafa sloppið best og aðeins þurft að ferðast 1.108km, á meðan að Svisslendingar hafa þurft að ferðast mest allra, eða 15.485km. Það er tæplega 14 sinnum meira en Skotarnir. „Ég myndi ekki styðja þetta aftur,“ sagði Ceferin í samtali við BBC. „Það er ekki réttlátt að sum lið þurfi að ferðat yfir 10.000km á meðan að önnur þurfa bara að ferðast 1.000km.“ „Þetta er ekki sanngjarnt fyrir stuðningsmenn, sem þurftu einn daginn að vera í Róm og svo Bakú nokkrum dögum seinna.“ „Við þurftum að ferðast mikið. Til landa með mismunandi lög, mismunandi gjaldmiðil, lönd í Evrópusambandinu og lönd utan þess. Þetta hefur ekki verið auðvelt.“ „Það var ákveðið að hafa þetta með þessu sniði áður en ég tók við og ég virði það. Þetta var áhugaverð hugmynd, en hún er erfið í framkvæmt og ég held að við munum ekki gera þetta aftur,“ sagði Ceferin að lokum. Leikir Evrópumótsins hafa verið spilaðir í London, Glasgow, Amsterdam, Kaupmannahöfn, Sankti Pétursborg, Sevilla, Munchen, Bakú, Róm, Búkarest og Búdapest. Bæði Englendingar og Ítalir spiluðu alla leiki sína í riðlinum í heimalandi sínu, en Englendingar hafa einungis leikið einn leik utan Englands. Það var leikur liðsins gegn Úkraínu í átta liða úrslitum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira
Á morgun mætast Englendingar og Ítalir í úrslitum Evrópumótsins sem hefur farið fram í ellefu mismunandi löndum. Mikill munur er á því hversu langt liðin og stuðningsmenn þeirra hafa þurft að ferðast á milli leikja. Skotar hafa sloppið best og aðeins þurft að ferðast 1.108km, á meðan að Svisslendingar hafa þurft að ferðast mest allra, eða 15.485km. Það er tæplega 14 sinnum meira en Skotarnir. „Ég myndi ekki styðja þetta aftur,“ sagði Ceferin í samtali við BBC. „Það er ekki réttlátt að sum lið þurfi að ferðat yfir 10.000km á meðan að önnur þurfa bara að ferðast 1.000km.“ „Þetta er ekki sanngjarnt fyrir stuðningsmenn, sem þurftu einn daginn að vera í Róm og svo Bakú nokkrum dögum seinna.“ „Við þurftum að ferðast mikið. Til landa með mismunandi lög, mismunandi gjaldmiðil, lönd í Evrópusambandinu og lönd utan þess. Þetta hefur ekki verið auðvelt.“ „Það var ákveðið að hafa þetta með þessu sniði áður en ég tók við og ég virði það. Þetta var áhugaverð hugmynd, en hún er erfið í framkvæmt og ég held að við munum ekki gera þetta aftur,“ sagði Ceferin að lokum. Leikir Evrópumótsins hafa verið spilaðir í London, Glasgow, Amsterdam, Kaupmannahöfn, Sankti Pétursborg, Sevilla, Munchen, Bakú, Róm, Búkarest og Búdapest. Bæði Englendingar og Ítalir spiluðu alla leiki sína í riðlinum í heimalandi sínu, en Englendingar hafa einungis leikið einn leik utan Englands. Það var leikur liðsins gegn Úkraínu í átta liða úrslitum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira