Danski vængmaðurinn Magnus Warming skrifaði í dag undir þriggja ára við ítalska úrvalsdeildarfélagið Tórínó.
Talið er að Tórínó borgi um níu milljónir danskra króna fyrir hinn fljóta Warming eða tæplega 180 milljónir íslenskra króna.
Ítalska liðið var ekki það eina sem var á höttunum eftir Warming en norsku meistararnir í Bodo/Glimt voru meðal annars á eftir honum.
Hann er 21 árs og gekk í raðir Lyngby úr unglingaliði Brøndby á síðasta ári. Hann spilaði 42 leiki fyrir aðallið félagsins.
Óvíst er hvort að Freyr og félagar bæti við sig mönnum eftir söluna á Magnus.
WARMING SOLGT TIL @TorinoFC_1906!
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) July 9, 2021
Læs mere på https://t.co/mkyt2Q3rzC
Pøj pøj Young Warm 💙#transfer #FraLyngbytilSerieA
Foto: https://t.co/iAfnrvzQJS (c) pic.twitter.com/PDkLFKOfx8