4,5 ár í fangelsi fyrir að nauðga konum fyrir sunnan og norðan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2021 16:51 Málið var til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Joshua Ikechukwu Mogbolu hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir endurteknar nauðganir árið 2020. Í fyrra skiptið á höfuðborgarsvæðinu í mars og aftur norðan heiða í júlí. Hann þarf að greiða brotaþolunum tveimur samanlagt 3,3 milljónir í miskabætur. Ekki kemur fram hve gamall hinn dæmdi er en í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að hann hafi komið hingað til lands árið 2016. Dró aftur niður í kjallara Fyrra brotið átti sér stað á dvalarstað mannsins í kjallara á höfuðborgarsvæðinu í mars 2020. Joshua hafði hitt konuna úti á lífinu þar sem þau keluðu lítilega áður en þau fóru saman upp í bíl. Konan var undir töluverðum áhrifum þegar brotin áttu sér stað. Fyrir dómi lýsti hún hvernig hún hefði endurtekið sagst ekki vilja hafa kynmök við manninn en hann ekki virt þá skoðun hennar. Hún hefði á einum tímapunkti reynt að komast undan en hann dregið hana aftur niður í kjallara og haldið brotum sínum áfram. Fór svo að hún flúði íbúðina á hlaupum eftir að hann hafði lokið sér af, bankaði upp á í næstu húsum þar til einhver svaraði og hringdi á lögreglu. Fór hún á neyðarmóttöku þar sem hugað var að henni. Héraðsdómur mat framburð konunnar mun trúverðulegri en mannsins sem sagði kynmök hafa verið stunduð með vilja beggja. Braut á konunni á baðherberginu Síðara brotið átti sér stað í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í lok júlí 2020. Joshua og konan höfðu átt í samskiptum á Tinder og síðar Snapchat áður en þau hittust og fóru í bíltúr. Ók hún með hann á heimili þar sem tveir vinir hans voru. Þar hafði hann samræði við konuna án hennar samþykkis inni á baðherbergi. Konan sagðist hafa endurtekið neitað því að vilja stunda kynlíf en ekki verið á hana hlustað. Karlmaðurinn vildi meina, líkt og í fyrra brotinu, að samfarirnar hefðu verið með vilja beggja. Raunar hefðu þau farið tvisvar inn á baðherbergi til að stunda kynlíf. Héraðsdómur Reykjaness mat framburð konunnar trúverðugan á meðan hið sama mætti ekki segja um frásögn mannsins. Var hann dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða fyrri konunni tvær milljónir í miskabætur en þeirri síðari 1,3 milljónir króna. Dómur Héraðsdóms Reykjaness. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Í fyrra skiptið á höfuðborgarsvæðinu í mars og aftur norðan heiða í júlí. Hann þarf að greiða brotaþolunum tveimur samanlagt 3,3 milljónir í miskabætur. Ekki kemur fram hve gamall hinn dæmdi er en í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að hann hafi komið hingað til lands árið 2016. Dró aftur niður í kjallara Fyrra brotið átti sér stað á dvalarstað mannsins í kjallara á höfuðborgarsvæðinu í mars 2020. Joshua hafði hitt konuna úti á lífinu þar sem þau keluðu lítilega áður en þau fóru saman upp í bíl. Konan var undir töluverðum áhrifum þegar brotin áttu sér stað. Fyrir dómi lýsti hún hvernig hún hefði endurtekið sagst ekki vilja hafa kynmök við manninn en hann ekki virt þá skoðun hennar. Hún hefði á einum tímapunkti reynt að komast undan en hann dregið hana aftur niður í kjallara og haldið brotum sínum áfram. Fór svo að hún flúði íbúðina á hlaupum eftir að hann hafði lokið sér af, bankaði upp á í næstu húsum þar til einhver svaraði og hringdi á lögreglu. Fór hún á neyðarmóttöku þar sem hugað var að henni. Héraðsdómur mat framburð konunnar mun trúverðulegri en mannsins sem sagði kynmök hafa verið stunduð með vilja beggja. Braut á konunni á baðherberginu Síðara brotið átti sér stað í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í lok júlí 2020. Joshua og konan höfðu átt í samskiptum á Tinder og síðar Snapchat áður en þau hittust og fóru í bíltúr. Ók hún með hann á heimili þar sem tveir vinir hans voru. Þar hafði hann samræði við konuna án hennar samþykkis inni á baðherbergi. Konan sagðist hafa endurtekið neitað því að vilja stunda kynlíf en ekki verið á hana hlustað. Karlmaðurinn vildi meina, líkt og í fyrra brotinu, að samfarirnar hefðu verið með vilja beggja. Raunar hefðu þau farið tvisvar inn á baðherbergi til að stunda kynlíf. Héraðsdómur Reykjaness mat framburð konunnar trúverðugan á meðan hið sama mætti ekki segja um frásögn mannsins. Var hann dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða fyrri konunni tvær milljónir í miskabætur en þeirri síðari 1,3 milljónir króna. Dómur Héraðsdóms Reykjaness.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira