Skellt í lás á æfingasvæði Ítala eftir að sjónvarpslýsandi greindist með veiruna Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2021 17:46 Ítalía hefur ekki tapað leik síðan árið 2018 og getur orðið Evrópumeistari á sunnudaginn. EPA/Frank Augstein Ítalir vonast til þess að staðfest smit þriggja fjölmiðlamanna sem fylgt hafa ítalska landsliðshópnum eftir muni ekki hafa nein áhrif á úrslitaleikinn við England á sunnudaginn. Samkvæmt La Gazzetta dello Sport er lýsandi ítölsku sjónvarpsstöðvarinnar RAI, Alberto Rimedio, á meðal hinna smituðu og þarf því að fylla í hans skarð á sunnudaginn. Talið er að Rimedio og tveir tökumenn hafi smitast í Bretlandi. Tvö smitanna greindust í London í kjölfar undanúrslitaleiks Ítalíu gegn Spáni þar á þriðjudagskvöld en eitt smitanna greindist eftir að ítalski hópurinn og fjölmiðlafólk hafði snúið aftur í bækistöðvar sínar í Flórens á Ítalíu. Ítalska knattspyrnusambandið lét þegar í stað sótthreinsa alla fleti á Coverciano-æfingasvæðinu. Svæðinu var lokað og ákveðið að blaðamannafundur dagsins færi fram í gegnum fjarfundarbúnað. Litlar líkur á smiti í ítalska liðinu The Guardian segir að samkvæmt ítölskum miðlum séu leikmenn ítalska liðsins ekki áhyggjufullir þar sem að þeir séu allir bólusettir. Ítalska sambandið vilji hins vegar enga óþarfa áhættu taka fyrir stóru stundina enda nóg að leikmaður greinist með smit til að hann fái ekki að spila og líklegt að fleiri en viðkomandi leikmaður þyrftu að fara í sóttkví. „Þetta er ekki nein óskastaða í undirbúningi liðsins og við erum að taka próf og ganga úr skugga um að enginn sé smitaður,“ er haft eftir talsmanni ítalska sambandsins í The Sun sem bætti við: „Það eru litlar líkur á að smiti í liðinu en við verðum að vera vissir. Þetta þýðir að við höfum hætt við að hafa æfingar opnar fyrir fjölmiðlamönnum og þurfum að gera aðrar ráðstafanir.“ Ítalski hópurinn ferðast aftur til Bretlands um hádegisbil á morgun. Liðið fær æfingaaðstöðu Tottenham að láni en snýr svo aftur á Wembley þar sem úrslitaleikurinn við England hefst klukkan 19 á sunnudagskvöld. EM 2020 í fótbolta Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Sjá meira
Samkvæmt La Gazzetta dello Sport er lýsandi ítölsku sjónvarpsstöðvarinnar RAI, Alberto Rimedio, á meðal hinna smituðu og þarf því að fylla í hans skarð á sunnudaginn. Talið er að Rimedio og tveir tökumenn hafi smitast í Bretlandi. Tvö smitanna greindust í London í kjölfar undanúrslitaleiks Ítalíu gegn Spáni þar á þriðjudagskvöld en eitt smitanna greindist eftir að ítalski hópurinn og fjölmiðlafólk hafði snúið aftur í bækistöðvar sínar í Flórens á Ítalíu. Ítalska knattspyrnusambandið lét þegar í stað sótthreinsa alla fleti á Coverciano-æfingasvæðinu. Svæðinu var lokað og ákveðið að blaðamannafundur dagsins færi fram í gegnum fjarfundarbúnað. Litlar líkur á smiti í ítalska liðinu The Guardian segir að samkvæmt ítölskum miðlum séu leikmenn ítalska liðsins ekki áhyggjufullir þar sem að þeir séu allir bólusettir. Ítalska sambandið vilji hins vegar enga óþarfa áhættu taka fyrir stóru stundina enda nóg að leikmaður greinist með smit til að hann fái ekki að spila og líklegt að fleiri en viðkomandi leikmaður þyrftu að fara í sóttkví. „Þetta er ekki nein óskastaða í undirbúningi liðsins og við erum að taka próf og ganga úr skugga um að enginn sé smitaður,“ er haft eftir talsmanni ítalska sambandsins í The Sun sem bætti við: „Það eru litlar líkur á að smiti í liðinu en við verðum að vera vissir. Þetta þýðir að við höfum hætt við að hafa æfingar opnar fyrir fjölmiðlamönnum og þurfum að gera aðrar ráðstafanir.“ Ítalski hópurinn ferðast aftur til Bretlands um hádegisbil á morgun. Liðið fær æfingaaðstöðu Tottenham að láni en snýr svo aftur á Wembley þar sem úrslitaleikurinn við England hefst klukkan 19 á sunnudagskvöld.
EM 2020 í fótbolta Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Sjá meira