„Líklegt að lánardrottnar hafi ekki haft trú á langtímaáætlunum þeirra“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2021 13:30 Spænska stórveldið Barcelona er skuldum vafið. EPA-EFE/Juan Carlos Cardenas Það er ljóst að fjárhagsstaða spænska knattspyrnuliðsins Barcelona er slæm en talið er að hún sé mögulega mun verri en gefið hefur verið út. Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri í greiningardeild Íslandsbanka sem hefur rannsakað fjármál knattspyrnufélaga, ræddi við Fréttablaðið um stöðu Börsunga. Vísir hefur reglulega greint frá slæmri stöðu Börsunga en Björn Berg hefur kafað dýpra ofan í tölurnar og skuldavesen spænska félagsins. „Maður man varla eftir annarri eins stefnu hjá félagi af þessari stærðargráðu. Fyrir vikið óttast ég að einhverju leyti að staðan sé mun verri en búið er að gefa út. Skuldastaðan hefur versnað hratt og reksturinn engan veginn staðið undir sér,“ segir Björn til að mynda í viðtalinu við Fréttablaðið. „Þetta virðist gefa til kynna að félaginu hafi ekki tekist að endurfjármagna skuldir sínar nægilega vel, sem gæti komið því í alvarlega stöðu. Líklegt er að lánardrottnar hafi ekki haft trú á langtímaáætlunum þeirra.“ „Maður hélt alltaf að Barcelona, eitt af stærstu félögum heims, ætti að geta verið rekið réttu megin við núllið byggt á sjónvarps- og auglýsingatekjum ásamt þeim tekjum sem koma inn í gegnum Meistaradeild Evrópu.“ Börsungar eru í óðaönn að reyna semja við Lionel Messi sem samningur hans við félagið rann út á dögunum. Messi er á leið í úrslitaleik Suður-Ameríkubikarsins og mun ekki skrifa undir á næstu dögum. Hann er tilbúinn að taka á sig launalækkun en segist ekki vera tilbúinn að skrifa undir nema félagið sé samkeppnishæft. Það gæti verið erfitt ef félagið getur ekki eytt sömu upphæðum og undanfarin ár. „Ekki er hægt að reka félag eins og Barcelona án þess að eyða verulegum upphæðum, en það hefði verið góð lausn að reyna að ná samkomulagi við lánveitendur um ábyrgari rekstur félagsins. Undanfarin ár hefur félagið verið rekið með skammtímasjónarmið í huga og það vantar oft að einstaklingar axli ábyrgð á gjörðum sínum,“ segir Björn að endingu. Barcelona hefur verið duglegt að semja við leikmenn á frjálsri sölu í sumar en vegna skuldastöðu félagsins er enn óvíst hvort félagið megi skrá þá í leikmannahóp sinn. Um er að ræða þá Eric Garcia, Memphis Depay og Sergio Aguero. Virðist sem nær allir leikmenn liðsins séu til sölu. Þá hefur það verið staðfest að ef Messi verði áfram þá þurfi að selja framherjann Antoine Griezmann þar sem hann sé á of háum launum til að hægt sé að halda báðum hjá félaginu. Barcelona keypti hann dýrum dómum en hann gæti endað á brunaútsölulistanum með leikmönnum á borð við Ousmane Dembélé, Miralem Pjanic og Philippe Coutinho. Rúmur mánuður er í að La Liga, spænska úrvalsdeildin fari af stað, og verður forvitnilegt að sjá hvernig leikmannahópur Börsunga verður er flautað verður til leiks. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Tebas hjá La Liga: Það væri peningasvindl ef Messi fer til Man. City eða PSG Javier Tebas, forstjóri spænsku deildarinnar, segir að það yrði alltaf brot á rekstrarreglum fótboltans ef að Paris Saint-Germain eða Manchester City myndu semja við Lionel Messi í sumar. 9. júlí 2021 08:30 Frá Barcelona til Leeds United Enska knattspyrnufélagið hefur fest kaup á Junior Firpo, 24 ára gömlum vinstri bakverði, frá Barcelona. Skrifar hann undir fjögurra ára samning. 6. júlí 2021 18:46 Griezmann til sölu ef Messi verður áfram Spænska knattspyrnuliðið Barcelona mun setja Antoine Griezmann á sölulista ef Lionel Messi ákveður að vera áfram í Katalóníu og semur við félagið á nýjan leik. 6. júlí 2021 17:15 Hvað eru Messi og Barcelona að spá? Samningur Lionel Messi við Barcelona rann út í dag, 1. júlí. Hvernig getur það verið að einn albesti knattspyrnumaður allra tíma sé samningslaus og hvað ætli framtíðin beri í skauti sér? 1. júlí 2021 23:30 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira
Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri í greiningardeild Íslandsbanka sem hefur rannsakað fjármál knattspyrnufélaga, ræddi við Fréttablaðið um stöðu Börsunga. Vísir hefur reglulega greint frá slæmri stöðu Börsunga en Björn Berg hefur kafað dýpra ofan í tölurnar og skuldavesen spænska félagsins. „Maður man varla eftir annarri eins stefnu hjá félagi af þessari stærðargráðu. Fyrir vikið óttast ég að einhverju leyti að staðan sé mun verri en búið er að gefa út. Skuldastaðan hefur versnað hratt og reksturinn engan veginn staðið undir sér,“ segir Björn til að mynda í viðtalinu við Fréttablaðið. „Þetta virðist gefa til kynna að félaginu hafi ekki tekist að endurfjármagna skuldir sínar nægilega vel, sem gæti komið því í alvarlega stöðu. Líklegt er að lánardrottnar hafi ekki haft trú á langtímaáætlunum þeirra.“ „Maður hélt alltaf að Barcelona, eitt af stærstu félögum heims, ætti að geta verið rekið réttu megin við núllið byggt á sjónvarps- og auglýsingatekjum ásamt þeim tekjum sem koma inn í gegnum Meistaradeild Evrópu.“ Börsungar eru í óðaönn að reyna semja við Lionel Messi sem samningur hans við félagið rann út á dögunum. Messi er á leið í úrslitaleik Suður-Ameríkubikarsins og mun ekki skrifa undir á næstu dögum. Hann er tilbúinn að taka á sig launalækkun en segist ekki vera tilbúinn að skrifa undir nema félagið sé samkeppnishæft. Það gæti verið erfitt ef félagið getur ekki eytt sömu upphæðum og undanfarin ár. „Ekki er hægt að reka félag eins og Barcelona án þess að eyða verulegum upphæðum, en það hefði verið góð lausn að reyna að ná samkomulagi við lánveitendur um ábyrgari rekstur félagsins. Undanfarin ár hefur félagið verið rekið með skammtímasjónarmið í huga og það vantar oft að einstaklingar axli ábyrgð á gjörðum sínum,“ segir Björn að endingu. Barcelona hefur verið duglegt að semja við leikmenn á frjálsri sölu í sumar en vegna skuldastöðu félagsins er enn óvíst hvort félagið megi skrá þá í leikmannahóp sinn. Um er að ræða þá Eric Garcia, Memphis Depay og Sergio Aguero. Virðist sem nær allir leikmenn liðsins séu til sölu. Þá hefur það verið staðfest að ef Messi verði áfram þá þurfi að selja framherjann Antoine Griezmann þar sem hann sé á of háum launum til að hægt sé að halda báðum hjá félaginu. Barcelona keypti hann dýrum dómum en hann gæti endað á brunaútsölulistanum með leikmönnum á borð við Ousmane Dembélé, Miralem Pjanic og Philippe Coutinho. Rúmur mánuður er í að La Liga, spænska úrvalsdeildin fari af stað, og verður forvitnilegt að sjá hvernig leikmannahópur Börsunga verður er flautað verður til leiks.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Tebas hjá La Liga: Það væri peningasvindl ef Messi fer til Man. City eða PSG Javier Tebas, forstjóri spænsku deildarinnar, segir að það yrði alltaf brot á rekstrarreglum fótboltans ef að Paris Saint-Germain eða Manchester City myndu semja við Lionel Messi í sumar. 9. júlí 2021 08:30 Frá Barcelona til Leeds United Enska knattspyrnufélagið hefur fest kaup á Junior Firpo, 24 ára gömlum vinstri bakverði, frá Barcelona. Skrifar hann undir fjögurra ára samning. 6. júlí 2021 18:46 Griezmann til sölu ef Messi verður áfram Spænska knattspyrnuliðið Barcelona mun setja Antoine Griezmann á sölulista ef Lionel Messi ákveður að vera áfram í Katalóníu og semur við félagið á nýjan leik. 6. júlí 2021 17:15 Hvað eru Messi og Barcelona að spá? Samningur Lionel Messi við Barcelona rann út í dag, 1. júlí. Hvernig getur það verið að einn albesti knattspyrnumaður allra tíma sé samningslaus og hvað ætli framtíðin beri í skauti sér? 1. júlí 2021 23:30 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira
Tebas hjá La Liga: Það væri peningasvindl ef Messi fer til Man. City eða PSG Javier Tebas, forstjóri spænsku deildarinnar, segir að það yrði alltaf brot á rekstrarreglum fótboltans ef að Paris Saint-Germain eða Manchester City myndu semja við Lionel Messi í sumar. 9. júlí 2021 08:30
Frá Barcelona til Leeds United Enska knattspyrnufélagið hefur fest kaup á Junior Firpo, 24 ára gömlum vinstri bakverði, frá Barcelona. Skrifar hann undir fjögurra ára samning. 6. júlí 2021 18:46
Griezmann til sölu ef Messi verður áfram Spænska knattspyrnuliðið Barcelona mun setja Antoine Griezmann á sölulista ef Lionel Messi ákveður að vera áfram í Katalóníu og semur við félagið á nýjan leik. 6. júlí 2021 17:15
Hvað eru Messi og Barcelona að spá? Samningur Lionel Messi við Barcelona rann út í dag, 1. júlí. Hvernig getur það verið að einn albesti knattspyrnumaður allra tíma sé samningslaus og hvað ætli framtíðin beri í skauti sér? 1. júlí 2021 23:30