Neituðu tilboði Útlendingastofnunar og óttast framhaldið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. júlí 2021 14:01 Hópur hælisleitenda var boðaður á fund Útlendingastofnunar í morgun, Þeirra á meðal var Raman Abdulsamad frá Kúrdistan sem var ásamt löndum sínum boðið fé ef þeir sneru aftur til heimalands síns. Vísir/Sigurjón Útlendingastofnun boðaði hælisleitendur á fund sinn í morgun og bauð þeim fjármagn til að snúa aftur til heimalands síns. Kúrdar sem voru meðal þeirra hyggjast ekki taka tilboðinu. Þeir óttast framhaldið eftir að tveir palestínskir flóttamenn voru fluttir úr landi með valdi. Á þriðja tug hælisleitenda var boðaður á fund Hafnarfjarðardeilda Útlendingastofnunar í morgun og mætti hluti þeirra á staðinn í morgun samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Greinilegt var að nokkur skjálfti var í fólki fyrir fundinn eftir að tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar á þriðjudaginn, fluttir af staðnum með valdi í þeim tilgangi að senda þá úr landi. Þá vissu þeir sem fréttastofa ræddi við fyrir fundinn ekki hvert tilefni hans var. Eftir fundinn náði fréttastofa tali af hópi Kúrda sem hafa dvalið hér á landi í þrjú og hálft til fjögur ár. Meðal þeirra var Raman Abdulsamad sem hefur verið hælisleitandi hér á landi í þrjú og hálft ár. „Þeir buðu okkur 200 evrur ef við samþykktum að fara og 3.000 þegar við kæmum til Íraska hluta Kúrdistan,“ segir Raman. Raman segir að hópurinn ætli ekki að taka þessu tilboði. Þeir þurfi ekki peninga heldur vilji öðlast nýtt líf því þeir óttast um öryggi sitt í Kúrdistan. „Starfsfólk Útlendingastofnunar bað okkur um að hugsa málið en þegar við neituðum tilboðinu sögðu þeir „dveljið þá hér“. Ég vona að það finnist einhverar lausnir fyrir okkur því við viljum eiga líf hér á landi enda búnir að dvelja hér í 3-4 ár,“ segir Raman. Raman var þó ekki bjartsýnn á að framhaldið. „Ég er óttasleginn um framhaldið eftir að tveimur flóttamönnum var vísað með valdi úr landi, ég er eiginlega í áfalli,“ segir Raman. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun var fólki sem hefur verið synjað um dvalarleyfi kallað á fund í dag til að kynna fyrir því hækkuna ferðastyrk fari það úr landi en reglugerð þess efnis var uppfærð fyrir nokkrum dögum. Ef fólk neiti að fara úr landi þurfi að flytja það af landi brott með valdi. Stjórnvöld í heimalandi viðkomandi þurfa hins vegar að samþykkja að taka á móti fólkinu sé það flutt með valdi heim á ný. Írösk stjórnvöld hafi neitað að taka við Kúrdum á flótta. Hér að neðan má sjá viðtalið við Raman í heild sinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Hælisleitendur Tengdar fréttir Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58 Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Á þriðja tug hælisleitenda var boðaður á fund Hafnarfjarðardeilda Útlendingastofnunar í morgun og mætti hluti þeirra á staðinn í morgun samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Greinilegt var að nokkur skjálfti var í fólki fyrir fundinn eftir að tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar á þriðjudaginn, fluttir af staðnum með valdi í þeim tilgangi að senda þá úr landi. Þá vissu þeir sem fréttastofa ræddi við fyrir fundinn ekki hvert tilefni hans var. Eftir fundinn náði fréttastofa tali af hópi Kúrda sem hafa dvalið hér á landi í þrjú og hálft til fjögur ár. Meðal þeirra var Raman Abdulsamad sem hefur verið hælisleitandi hér á landi í þrjú og hálft ár. „Þeir buðu okkur 200 evrur ef við samþykktum að fara og 3.000 þegar við kæmum til Íraska hluta Kúrdistan,“ segir Raman. Raman segir að hópurinn ætli ekki að taka þessu tilboði. Þeir þurfi ekki peninga heldur vilji öðlast nýtt líf því þeir óttast um öryggi sitt í Kúrdistan. „Starfsfólk Útlendingastofnunar bað okkur um að hugsa málið en þegar við neituðum tilboðinu sögðu þeir „dveljið þá hér“. Ég vona að það finnist einhverar lausnir fyrir okkur því við viljum eiga líf hér á landi enda búnir að dvelja hér í 3-4 ár,“ segir Raman. Raman var þó ekki bjartsýnn á að framhaldið. „Ég er óttasleginn um framhaldið eftir að tveimur flóttamönnum var vísað með valdi úr landi, ég er eiginlega í áfalli,“ segir Raman. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun var fólki sem hefur verið synjað um dvalarleyfi kallað á fund í dag til að kynna fyrir því hækkuna ferðastyrk fari það úr landi en reglugerð þess efnis var uppfærð fyrir nokkrum dögum. Ef fólk neiti að fara úr landi þurfi að flytja það af landi brott með valdi. Stjórnvöld í heimalandi viðkomandi þurfa hins vegar að samþykkja að taka á móti fólkinu sé það flutt með valdi heim á ný. Írösk stjórnvöld hafi neitað að taka við Kúrdum á flótta. Hér að neðan má sjá viðtalið við Raman í heild sinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58 Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58
Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07