Illvígar nágrannaerjur: 200 þúsund í miskabætur og athugasemdir fjarlægðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2021 12:07 Mennirnir búa á nágrannajörðum en hafa deilt um landspildu á mörkum jarðanna í Kjós frá árinu 2018. Vísir Karlmaður á áttræðisaldri var í dag dæmdur til að greiða nágranna sínum, sem tvívegis hefur setið sem varamaður í hreppsnefnd Kjósahrepps og setið í skipulags- og bygginganefnd hreppsins, 200 þúsund krónur í miskabætur vegna ummæla sem hann lét falla um nágrannann á samfélagsmiðlum og í kommentakerfum. Erjur milli nágrannanna hafa verið illvígar í nokkurn tíma en síðasta sumar var maðurinn handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra í Kjós eftir að hafa lagfært girðingu á landi sem hann deilir um við nágrannann. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Deilurnar má rekja aftur til ársins 2018 þegar jörð í Kjósarhreppi, sem áður var í eigu hins dæmda, var seld félagi í eigu nágrannans. Deilur spruttu um eignarhald á 25 hektara landspildu, sem áður tilheyrði keyptu jörðinni, en var skipt út úr landi jarðarinnar og lögð til nágrannajarðar. Maðurinn sem keypti jörðina vildi meina að 25 hektara landið hafi aftur orðið hluti af hinni keyptu jörð áður en hann keypti hana og hafi hún þar með verið hluti af kaupunum. Hinn maðurinn vildi hins vegar meina að landspildan hafi aldrei orðið hluti af jörðinni aftur og hafi hún því ekki fylgt kaupunum. Kaupandinn gæti því ekki meinað honum afnot af jörðinni. Þann 31. maí í fyrra kom kaupandinn að hinum manninum við girðingavinnu innan landamerkja hins keypta lands. Hinn dæmdi hafi verið mjög æstur að sögn mannsins og formælt honum að tilefnislausu. Hann hafi reynt að fá hann ofan af því að reisa girðingu í landinu en maðurinn hafi orðið sífellt æstari og að lokum hótað honum lífláti. Dæmdi hafi síðan ráðist á hann með gaddavírsbút og slegið hann ítrekað. Maðurinn hafi þá forðað sér undan á fjórhjólinu sem hann var á og hringt í lögreglu, sem sendi sérsveit ríkislögreglustjóra á staðinn. Greint var frá þeirri handtöku fyrir ári og kom þar fram að maðurinn hafi verið færður á lögreglustöðina við Hlemm þar sem hann var vistaður í sex tíma og sleppt að lokinni skýrslutöku. Haft var eftir honum í frétt sem birtist í Fréttablaðinu að lögregla hafi brotist inn í hús dóttur hans og tekið rússneskan, óvirkan riffil sem hékk uppi á vegg. Þá hafi sérsveitarmenn miðað byssu á manninn sem er á áttræðisaldri og fatlaður. Fréttin vakti mikil viðbrögð og í kjölfarið óskaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, eftir skýringum um málið. Aðgerðir lögreglu voru gagnrýndar mikið í athugasemdakerfum fjölmiðla og segir nágranninn að sá dæmdi hafi kynt undir umræðunni. Hann hafi tekið þar virkan þátt og sett fram fjölmörg ærumeiðandi ummæli um manninn á fjölmörgum stöðum. Hann hafi meðal annars sakað hann ítrekað um þjófnað, skjalafals, blekkingar og ýmis önnur lögbrot, auk þess að kalla hann „siðblindan sýkópata.“ Daginn eftir hafi maðurinn jafnframt birt færslu á Facebook þar sem hann hraunaði yfir nágrannann. Dómsmál Kjósarhreppur Tjáningarfrelsi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Erjur milli nágrannanna hafa verið illvígar í nokkurn tíma en síðasta sumar var maðurinn handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra í Kjós eftir að hafa lagfært girðingu á landi sem hann deilir um við nágrannann. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Deilurnar má rekja aftur til ársins 2018 þegar jörð í Kjósarhreppi, sem áður var í eigu hins dæmda, var seld félagi í eigu nágrannans. Deilur spruttu um eignarhald á 25 hektara landspildu, sem áður tilheyrði keyptu jörðinni, en var skipt út úr landi jarðarinnar og lögð til nágrannajarðar. Maðurinn sem keypti jörðina vildi meina að 25 hektara landið hafi aftur orðið hluti af hinni keyptu jörð áður en hann keypti hana og hafi hún þar með verið hluti af kaupunum. Hinn maðurinn vildi hins vegar meina að landspildan hafi aldrei orðið hluti af jörðinni aftur og hafi hún því ekki fylgt kaupunum. Kaupandinn gæti því ekki meinað honum afnot af jörðinni. Þann 31. maí í fyrra kom kaupandinn að hinum manninum við girðingavinnu innan landamerkja hins keypta lands. Hinn dæmdi hafi verið mjög æstur að sögn mannsins og formælt honum að tilefnislausu. Hann hafi reynt að fá hann ofan af því að reisa girðingu í landinu en maðurinn hafi orðið sífellt æstari og að lokum hótað honum lífláti. Dæmdi hafi síðan ráðist á hann með gaddavírsbút og slegið hann ítrekað. Maðurinn hafi þá forðað sér undan á fjórhjólinu sem hann var á og hringt í lögreglu, sem sendi sérsveit ríkislögreglustjóra á staðinn. Greint var frá þeirri handtöku fyrir ári og kom þar fram að maðurinn hafi verið færður á lögreglustöðina við Hlemm þar sem hann var vistaður í sex tíma og sleppt að lokinni skýrslutöku. Haft var eftir honum í frétt sem birtist í Fréttablaðinu að lögregla hafi brotist inn í hús dóttur hans og tekið rússneskan, óvirkan riffil sem hékk uppi á vegg. Þá hafi sérsveitarmenn miðað byssu á manninn sem er á áttræðisaldri og fatlaður. Fréttin vakti mikil viðbrögð og í kjölfarið óskaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, eftir skýringum um málið. Aðgerðir lögreglu voru gagnrýndar mikið í athugasemdakerfum fjölmiðla og segir nágranninn að sá dæmdi hafi kynt undir umræðunni. Hann hafi tekið þar virkan þátt og sett fram fjölmörg ærumeiðandi ummæli um manninn á fjölmörgum stöðum. Hann hafi meðal annars sakað hann ítrekað um þjófnað, skjalafals, blekkingar og ýmis önnur lögbrot, auk þess að kalla hann „siðblindan sýkópata.“ Daginn eftir hafi maðurinn jafnframt birt færslu á Facebook þar sem hann hraunaði yfir nágrannann.
Dómsmál Kjósarhreppur Tjáningarfrelsi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira