Segir Snöru stríð á hendur og semur eigin orðabók í sjálfboðavinnu Snorri Másson skrifar 11. júlí 2021 08:00 Sigurður Hermannsson er menntaður málvísindamaður og hefur frá 2017 helgað líf sitt íslenskukennslu fyrir útlendinga. Icelandic Made Easier Það er ekki tekið út með sældinni að læra íslensku sem útlendingur. Ekki aðeins er það gömul saga og ný að Íslendingar eru alltof gjarnir á að skipta yfir í ensku þegar viðmælandi þeirra gerist uppvís að ódæmigerðri málbeitingu, heldur virðist það einnig vera raunin að íslenskunemar rekist á stafrænan vegg í leit að haldgóðri ensk-íslenskri orðabók. Um leið og fyrrnefndur vandi er menningarlegt úrlausnarefni til lengri tíma, stendur hið síðarnefnda til bóta. Hópur fólks hefur tekið málið í sínar hendur og er beinlínis að semja nýja ensk-íslenska orðabók sem verður opin öllum á netinu. Frumkvæðið á málvísindamaðurinn og sjálfstætt starfandi íslenskukennarinn Sigurður Hermannsson, sem telur að Snara bregðist alfarið hlutverki sínu á þessu sviði. „Þetta er mesta verkefni sem ég hef nokkurn tímann farið í, en þetta er bráðnauðsynlegt. Ég sótti um haug af styrkjum en þeir fengust hvergi, kannski af því að ég er ekki að vinna með háskóla í þessu. Þess vegna erum við bara öll í sjálfboðavinnu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Ryksuga eða lofftæmi? Frá desember eru komnar fleiri en 27.000 færslur í orðabókina, þar sem ensk orð eru þýdd yfir á íslensku. Stefnt er á að opna hana á Word Reference á þessu ári. Sérstaða orðabókarinnar eru margþættar skýringar við hvert orð um ólíka notkun þess í ólíku samhengi. Þetta er þjóðþrifaverk að mati Sigurðar, sem nefnir, sem dæmi um bresti orðabókanna sem nú standa til boða hjá Snöru, orðið „vacuum.“ Skjáskot/Snara „Ef þú ert íslenskunemi og vilt finna orðið yfir þann verknað að þrífa heima hjá þér, hvernig veistu hvort það sé lofttæmi, tómarúm eða ryksuga? Annaðhvort ertu engu nær eða tekur kannski bara það fyrsta sem þú sérð og þá er það út í hött,“ segir Sigurður. Nýja orðabókin á að ráða bug á þessu og bjóða upp á útskýringar við hverja þýðingu. Snara: Úrelt, ónotendavæn og kostar Orðabókarmál fyrir útlendinga hafa löngum verið ófullnægjandi að sögn Sigurðar. „Það hefur ekki verið aðgangur að góðri tvímála orðabók og flestir nemendur sem ég hef talað við hafa verið að nota Google Translate. Það eina sem er í boði er Snara, sem er úrelt, ónotendavæn og kostar. Mér finnst þetta svo mikil hneisa, að á sama tíma og talað er um að hér þurfi að vernda íslenskuna, sé ekki sköffuð orðabók fyrir þá sem vilja læra hana. Það eru mjög margir útlendingar sem hafa bara ekki ráð á að skuldbinda sig til að greiða fyrir orðabók. Fyrir utan það er hún bara gömul, úrelt og ónotendavæn. Þetta eru bara prentorðabækur sem voru færðar í tölvu og svo ekki spáð meira í því,“ segir Sigurður. Mat Sigurðar er að hið opinbera ætti að bjóða upp á þá þjónustu sem hann er að reyna að koma á laggirnar á Word Reference en hann hefur gefist upp á biðinni. „Árnastofnun byrjaði á svona orðabók í ár en það var nokkrum mánuðum eftir að við byrjuðum á þessu. Ef hraðinn á því verður sambærilegur frönsk-íslensku orðabók þeirra ætti þeirra útgáfa að koma út árið 2027. Okkar á að birtast í ár,“ segir Sigurður. Íslenska á tækniöld Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Ekki aðeins er það gömul saga og ný að Íslendingar eru alltof gjarnir á að skipta yfir í ensku þegar viðmælandi þeirra gerist uppvís að ódæmigerðri málbeitingu, heldur virðist það einnig vera raunin að íslenskunemar rekist á stafrænan vegg í leit að haldgóðri ensk-íslenskri orðabók. Um leið og fyrrnefndur vandi er menningarlegt úrlausnarefni til lengri tíma, stendur hið síðarnefnda til bóta. Hópur fólks hefur tekið málið í sínar hendur og er beinlínis að semja nýja ensk-íslenska orðabók sem verður opin öllum á netinu. Frumkvæðið á málvísindamaðurinn og sjálfstætt starfandi íslenskukennarinn Sigurður Hermannsson, sem telur að Snara bregðist alfarið hlutverki sínu á þessu sviði. „Þetta er mesta verkefni sem ég hef nokkurn tímann farið í, en þetta er bráðnauðsynlegt. Ég sótti um haug af styrkjum en þeir fengust hvergi, kannski af því að ég er ekki að vinna með háskóla í þessu. Þess vegna erum við bara öll í sjálfboðavinnu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Ryksuga eða lofftæmi? Frá desember eru komnar fleiri en 27.000 færslur í orðabókina, þar sem ensk orð eru þýdd yfir á íslensku. Stefnt er á að opna hana á Word Reference á þessu ári. Sérstaða orðabókarinnar eru margþættar skýringar við hvert orð um ólíka notkun þess í ólíku samhengi. Þetta er þjóðþrifaverk að mati Sigurðar, sem nefnir, sem dæmi um bresti orðabókanna sem nú standa til boða hjá Snöru, orðið „vacuum.“ Skjáskot/Snara „Ef þú ert íslenskunemi og vilt finna orðið yfir þann verknað að þrífa heima hjá þér, hvernig veistu hvort það sé lofttæmi, tómarúm eða ryksuga? Annaðhvort ertu engu nær eða tekur kannski bara það fyrsta sem þú sérð og þá er það út í hött,“ segir Sigurður. Nýja orðabókin á að ráða bug á þessu og bjóða upp á útskýringar við hverja þýðingu. Snara: Úrelt, ónotendavæn og kostar Orðabókarmál fyrir útlendinga hafa löngum verið ófullnægjandi að sögn Sigurðar. „Það hefur ekki verið aðgangur að góðri tvímála orðabók og flestir nemendur sem ég hef talað við hafa verið að nota Google Translate. Það eina sem er í boði er Snara, sem er úrelt, ónotendavæn og kostar. Mér finnst þetta svo mikil hneisa, að á sama tíma og talað er um að hér þurfi að vernda íslenskuna, sé ekki sköffuð orðabók fyrir þá sem vilja læra hana. Það eru mjög margir útlendingar sem hafa bara ekki ráð á að skuldbinda sig til að greiða fyrir orðabók. Fyrir utan það er hún bara gömul, úrelt og ónotendavæn. Þetta eru bara prentorðabækur sem voru færðar í tölvu og svo ekki spáð meira í því,“ segir Sigurður. Mat Sigurðar er að hið opinbera ætti að bjóða upp á þá þjónustu sem hann er að reyna að koma á laggirnar á Word Reference en hann hefur gefist upp á biðinni. „Árnastofnun byrjaði á svona orðabók í ár en það var nokkrum mánuðum eftir að við byrjuðum á þessu. Ef hraðinn á því verður sambærilegur frönsk-íslensku orðabók þeirra ætti þeirra útgáfa að koma út árið 2027. Okkar á að birtast í ár,“ segir Sigurður.
Íslenska á tækniöld Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira