Ekki var stemningin bara ótrúleg á þjóðarleikvanginum Wembley heldur fögnuðu stuðningsmenn víðs vegar um landið.
Guardian leit við á börum víðs vegar um England og þar mátti sjá að gestir og gangandi réðu sér ekki fyrir kæti.
„Þetta er óaðfinnanlegt. Þetta er stórbrotið. Þetta er að koma heim. Fótboltinn er að koma heim,“ sagði einn stuðningsmannanna og annar tók undir. Og rúmlega og það.
„Veistu hvað? Þetta er betra en að eignast barn. Dóttir mín fæddist árið 2012 og veistu hvað? Þetta er betra tilfinning.“
„Koma svo England.“
Þriðji stuðningsmaðurinn sem Guardian ræddi við, trúði vart sínum eigin augum.
„Við erum í úrslitaleiknum. England er í úrslitaleiknum. Í fyrsta skipti í hvað mörg ár?“
England mætir Ítalíu í úrslitaleiknum á sunnudaginn.
'Better than my daughter's birth'#Eng fans celebrate after their team reached the final of #Euro2020 pic.twitter.com/JY8A3jeO5H
— Guardian sport (@guardian_sport) July 8, 2021

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.