Tildrög slyssins eru enn til rannsóknar og hafa skýrslur verið teknar af viðstöddum og þeim sem báru ábyrgð á umsjón og öryggi kastalans, en þeir eru með réttarstöðu grunaðra í málinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þeir eru þó ekki grunaðir um saknæmt athæfi.
Slysið varð þegar sterk vindhviða feykti kastalanum í loft upp. Vindhviðan var það sterk að hún reif með sér stórar, allt að fjörutíu sentímetrar járnfestingar, sem áttu að halda hoppukastalanum niðri. Óheimilt er að starfrækja hoppukastala í sterkum vindi.
Eigandinn hefur sagt að kastalinn verði ekki settur upp að nýju á Akureyri en sams konar kastali er við Perluna í Reykjavík. Eigandinn segir að aðstæður séu aðrar í Reykjavík, og að þar sé sérstakur vindmælir við kastalann.