Fólk búið að sleppa fram af sér beislinu Snorri Másson skrifar 8. júlí 2021 07:01 Þórólfur Guðnason er á meðal um 90 prósenta þjóðarinnar sem fengið hefur bólusetningu. Hann minnir á að sá veirulausi kafli sem nú er hafinn sé aðeins nýbyrjaður. Vísir/Arnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að vel gangi að halda kórónuveirufaraldrinum í skefjum innanlands en leggur áherslu á að veirulausa ástandið sem nú ríki sé nýtilkomið. „Við treystum á þessa útbreiddu bólusetningu hér innanlands og að fólk gæti að sér, en kannski vantar eitthvað upp á það,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Öllum samkomutakmörkunum var aflétt innanlands 26. júní og síðan hefur verið glatt á hjalla um allt land, einkum í skemmtanalífinu. „Mér sýnist að fólk hafi sleppt fram af sér beislinu dálítið. Það er auðvitað skiljanlegt og viðbúið en þá þurfum að sjá hvað verður. Vonandi þurfum við ekki að fara í aðgerðir aftur,“ segir Þórólfur. „Lykillinn að góðu framhaldi er að fólk sem er með öndunarfæraeinkenni, jafnvel þótt það sé bólusett, fari í sýnatöku,“ segir Þórólfur. Því fylgi aðeins nokkrar klukkustundir í sóttkví á meðan unnið er úr niðurstöðunni. Til skoðunar að gefa Janssen-fólki aukasprautu Enn eru ekki öll kurl komin til grafar um áhrif bólusetningarinnar á einstaklinga eða þjóðfélagið í heild, en Þórólfur segir að á þessari stundu sé hægt að reikna með 90% vörn fyrir alvarlegum veikindum en um 70-80% vörn gegn því að smitast af veirunni. Rætt hefur verið um að ein sprauta af Janssen kunni veita vörn skemur en önnur bóluefni. Því geti þurft að bæta við sprautu af til dæmis Pfizer hjá þeim hópi sem aðeins hefur fengið Janssen. „Það er ekkert farið að skýrast í því almennilega. Janssen virðist virka mjög vel gegn öllum þessum afbrigðum sem eru í gangi, en spurningin er hve lengi þessi vernd endist eftir eina sprautu. Menn eru bara að skoða það hvort það þurfi að bjóða aukasprautu.“ Nokkur ríki hafa þegar ráðist í að gefa þriðju bólusetningu en Þórólfur telur að þess sé í fljótu bragði ekki þörf. „Mér finnst ekki vera nein rök á þessari stundu sem mæla með því. Mótefnasvörunin er bara mjög góð og breið eftir tvær sprautur. Það getur síðan vel verið að í haust komi niðurstöður um að það borgi sig,“ segir sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Börn geta smitast í útlöndum: Mælir gegn fjölskylduferðum með óbólusett börn Sóttvarnalæknir mælir með því að Íslendingar fari ekki óbólusettir til útlanda og gilda þau tilmæli einnig um börn. Þar með er í raun mælt gegn fjölskylduferðum með óbólusett börn. 7. júlí 2021 14:03 Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45 Norðmenn fresta tilslökunum af ótta við delta Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að fyrirhuguðum tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum verði frestað til mánaðamóta að minnsta kosti. Ástæðan er áhyggjur af því að svonefnt delta-afbrigði kórónuveirunnar gæti hrundið af stað nýrri bylgju faraldursins. 5. júlí 2021 11:45 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
„Við treystum á þessa útbreiddu bólusetningu hér innanlands og að fólk gæti að sér, en kannski vantar eitthvað upp á það,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Öllum samkomutakmörkunum var aflétt innanlands 26. júní og síðan hefur verið glatt á hjalla um allt land, einkum í skemmtanalífinu. „Mér sýnist að fólk hafi sleppt fram af sér beislinu dálítið. Það er auðvitað skiljanlegt og viðbúið en þá þurfum að sjá hvað verður. Vonandi þurfum við ekki að fara í aðgerðir aftur,“ segir Þórólfur. „Lykillinn að góðu framhaldi er að fólk sem er með öndunarfæraeinkenni, jafnvel þótt það sé bólusett, fari í sýnatöku,“ segir Þórólfur. Því fylgi aðeins nokkrar klukkustundir í sóttkví á meðan unnið er úr niðurstöðunni. Til skoðunar að gefa Janssen-fólki aukasprautu Enn eru ekki öll kurl komin til grafar um áhrif bólusetningarinnar á einstaklinga eða þjóðfélagið í heild, en Þórólfur segir að á þessari stundu sé hægt að reikna með 90% vörn fyrir alvarlegum veikindum en um 70-80% vörn gegn því að smitast af veirunni. Rætt hefur verið um að ein sprauta af Janssen kunni veita vörn skemur en önnur bóluefni. Því geti þurft að bæta við sprautu af til dæmis Pfizer hjá þeim hópi sem aðeins hefur fengið Janssen. „Það er ekkert farið að skýrast í því almennilega. Janssen virðist virka mjög vel gegn öllum þessum afbrigðum sem eru í gangi, en spurningin er hve lengi þessi vernd endist eftir eina sprautu. Menn eru bara að skoða það hvort það þurfi að bjóða aukasprautu.“ Nokkur ríki hafa þegar ráðist í að gefa þriðju bólusetningu en Þórólfur telur að þess sé í fljótu bragði ekki þörf. „Mér finnst ekki vera nein rök á þessari stundu sem mæla með því. Mótefnasvörunin er bara mjög góð og breið eftir tvær sprautur. Það getur síðan vel verið að í haust komi niðurstöður um að það borgi sig,“ segir sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Börn geta smitast í útlöndum: Mælir gegn fjölskylduferðum með óbólusett börn Sóttvarnalæknir mælir með því að Íslendingar fari ekki óbólusettir til útlanda og gilda þau tilmæli einnig um börn. Þar með er í raun mælt gegn fjölskylduferðum með óbólusett börn. 7. júlí 2021 14:03 Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45 Norðmenn fresta tilslökunum af ótta við delta Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að fyrirhuguðum tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum verði frestað til mánaðamóta að minnsta kosti. Ástæðan er áhyggjur af því að svonefnt delta-afbrigði kórónuveirunnar gæti hrundið af stað nýrri bylgju faraldursins. 5. júlí 2021 11:45 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Börn geta smitast í útlöndum: Mælir gegn fjölskylduferðum með óbólusett börn Sóttvarnalæknir mælir með því að Íslendingar fari ekki óbólusettir til útlanda og gilda þau tilmæli einnig um börn. Þar með er í raun mælt gegn fjölskylduferðum með óbólusett börn. 7. júlí 2021 14:03
Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45
Norðmenn fresta tilslökunum af ótta við delta Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að fyrirhuguðum tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum verði frestað til mánaðamóta að minnsta kosti. Ástæðan er áhyggjur af því að svonefnt delta-afbrigði kórónuveirunnar gæti hrundið af stað nýrri bylgju faraldursins. 5. júlí 2021 11:45
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?