Fólk búið að sleppa fram af sér beislinu Snorri Másson skrifar 8. júlí 2021 07:01 Þórólfur Guðnason er á meðal um 90 prósenta þjóðarinnar sem fengið hefur bólusetningu. Hann minnir á að sá veirulausi kafli sem nú er hafinn sé aðeins nýbyrjaður. Vísir/Arnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að vel gangi að halda kórónuveirufaraldrinum í skefjum innanlands en leggur áherslu á að veirulausa ástandið sem nú ríki sé nýtilkomið. „Við treystum á þessa útbreiddu bólusetningu hér innanlands og að fólk gæti að sér, en kannski vantar eitthvað upp á það,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Öllum samkomutakmörkunum var aflétt innanlands 26. júní og síðan hefur verið glatt á hjalla um allt land, einkum í skemmtanalífinu. „Mér sýnist að fólk hafi sleppt fram af sér beislinu dálítið. Það er auðvitað skiljanlegt og viðbúið en þá þurfum að sjá hvað verður. Vonandi þurfum við ekki að fara í aðgerðir aftur,“ segir Þórólfur. „Lykillinn að góðu framhaldi er að fólk sem er með öndunarfæraeinkenni, jafnvel þótt það sé bólusett, fari í sýnatöku,“ segir Þórólfur. Því fylgi aðeins nokkrar klukkustundir í sóttkví á meðan unnið er úr niðurstöðunni. Til skoðunar að gefa Janssen-fólki aukasprautu Enn eru ekki öll kurl komin til grafar um áhrif bólusetningarinnar á einstaklinga eða þjóðfélagið í heild, en Þórólfur segir að á þessari stundu sé hægt að reikna með 90% vörn fyrir alvarlegum veikindum en um 70-80% vörn gegn því að smitast af veirunni. Rætt hefur verið um að ein sprauta af Janssen kunni veita vörn skemur en önnur bóluefni. Því geti þurft að bæta við sprautu af til dæmis Pfizer hjá þeim hópi sem aðeins hefur fengið Janssen. „Það er ekkert farið að skýrast í því almennilega. Janssen virðist virka mjög vel gegn öllum þessum afbrigðum sem eru í gangi, en spurningin er hve lengi þessi vernd endist eftir eina sprautu. Menn eru bara að skoða það hvort það þurfi að bjóða aukasprautu.“ Nokkur ríki hafa þegar ráðist í að gefa þriðju bólusetningu en Þórólfur telur að þess sé í fljótu bragði ekki þörf. „Mér finnst ekki vera nein rök á þessari stundu sem mæla með því. Mótefnasvörunin er bara mjög góð og breið eftir tvær sprautur. Það getur síðan vel verið að í haust komi niðurstöður um að það borgi sig,“ segir sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Börn geta smitast í útlöndum: Mælir gegn fjölskylduferðum með óbólusett börn Sóttvarnalæknir mælir með því að Íslendingar fari ekki óbólusettir til útlanda og gilda þau tilmæli einnig um börn. Þar með er í raun mælt gegn fjölskylduferðum með óbólusett börn. 7. júlí 2021 14:03 Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45 Norðmenn fresta tilslökunum af ótta við delta Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að fyrirhuguðum tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum verði frestað til mánaðamóta að minnsta kosti. Ástæðan er áhyggjur af því að svonefnt delta-afbrigði kórónuveirunnar gæti hrundið af stað nýrri bylgju faraldursins. 5. júlí 2021 11:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Við treystum á þessa útbreiddu bólusetningu hér innanlands og að fólk gæti að sér, en kannski vantar eitthvað upp á það,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Öllum samkomutakmörkunum var aflétt innanlands 26. júní og síðan hefur verið glatt á hjalla um allt land, einkum í skemmtanalífinu. „Mér sýnist að fólk hafi sleppt fram af sér beislinu dálítið. Það er auðvitað skiljanlegt og viðbúið en þá þurfum að sjá hvað verður. Vonandi þurfum við ekki að fara í aðgerðir aftur,“ segir Þórólfur. „Lykillinn að góðu framhaldi er að fólk sem er með öndunarfæraeinkenni, jafnvel þótt það sé bólusett, fari í sýnatöku,“ segir Þórólfur. Því fylgi aðeins nokkrar klukkustundir í sóttkví á meðan unnið er úr niðurstöðunni. Til skoðunar að gefa Janssen-fólki aukasprautu Enn eru ekki öll kurl komin til grafar um áhrif bólusetningarinnar á einstaklinga eða þjóðfélagið í heild, en Þórólfur segir að á þessari stundu sé hægt að reikna með 90% vörn fyrir alvarlegum veikindum en um 70-80% vörn gegn því að smitast af veirunni. Rætt hefur verið um að ein sprauta af Janssen kunni veita vörn skemur en önnur bóluefni. Því geti þurft að bæta við sprautu af til dæmis Pfizer hjá þeim hópi sem aðeins hefur fengið Janssen. „Það er ekkert farið að skýrast í því almennilega. Janssen virðist virka mjög vel gegn öllum þessum afbrigðum sem eru í gangi, en spurningin er hve lengi þessi vernd endist eftir eina sprautu. Menn eru bara að skoða það hvort það þurfi að bjóða aukasprautu.“ Nokkur ríki hafa þegar ráðist í að gefa þriðju bólusetningu en Þórólfur telur að þess sé í fljótu bragði ekki þörf. „Mér finnst ekki vera nein rök á þessari stundu sem mæla með því. Mótefnasvörunin er bara mjög góð og breið eftir tvær sprautur. Það getur síðan vel verið að í haust komi niðurstöður um að það borgi sig,“ segir sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Börn geta smitast í útlöndum: Mælir gegn fjölskylduferðum með óbólusett börn Sóttvarnalæknir mælir með því að Íslendingar fari ekki óbólusettir til útlanda og gilda þau tilmæli einnig um börn. Þar með er í raun mælt gegn fjölskylduferðum með óbólusett börn. 7. júlí 2021 14:03 Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45 Norðmenn fresta tilslökunum af ótta við delta Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að fyrirhuguðum tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum verði frestað til mánaðamóta að minnsta kosti. Ástæðan er áhyggjur af því að svonefnt delta-afbrigði kórónuveirunnar gæti hrundið af stað nýrri bylgju faraldursins. 5. júlí 2021 11:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Börn geta smitast í útlöndum: Mælir gegn fjölskylduferðum með óbólusett börn Sóttvarnalæknir mælir með því að Íslendingar fari ekki óbólusettir til útlanda og gilda þau tilmæli einnig um börn. Þar með er í raun mælt gegn fjölskylduferðum með óbólusett börn. 7. júlí 2021 14:03
Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi. 6. júlí 2021 10:45
Norðmenn fresta tilslökunum af ótta við delta Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að fyrirhuguðum tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum verði frestað til mánaðamóta að minnsta kosti. Ástæðan er áhyggjur af því að svonefnt delta-afbrigði kórónuveirunnar gæti hrundið af stað nýrri bylgju faraldursins. 5. júlí 2021 11:45