Kampavín verður að ómerkilegu freyðivíni í Rússlandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. júlí 2021 16:01 Moët & Chandon er best selda kampavín í heimi. Ætli það verði best selda freyðivín í Rússlandi eftir breytinguna eða ætli Rússar séu sjúkir í Shampanskoye? getty/Alberto E. Rodriguez Franskir freyðivínsframleiðendur úr héraðinu Champagne eru æfir eftir að ný löggjöf var innleidd í Rússlandi, sem má kalla ákveðna tímamótalöggjöf í vínheiminum. Þar er kveðið á um að rússneska freyðivínið Shampanskoye (sem er rússneska orðið yfir kampavín) megi eitt bera heitið, sem hefur hingað til aðeins tilheyrt vínframleiðendum Champagne-héraðsins. Á sama tíma missa franskar reglugerðir um vínmerkingar, sem hafa hingað til verið virtar á alþjóðavettvangi, allt gildi sitt í Rússlandi. Öll innflutt freyðivín í landinu verða framvegis að vera merkt með miða á bakhlið sinni sem á stendur „freyðivín“. Freyðivínsframleiðendur í Champagne hafa hingað til einir mátt merkja vín sín sem kampavín. Stimpillinn er talinn sýna fram á ákveðin gæði, því við framleiðslu vínsins er stuðst við aldagamla hefð í héraðinu. Eins og segir á heimasíðu sérstakrar nefndar vínhéraðsins: „Kampavín kemur aðeins frá Champagne“. Freyðivínshillan í Lenta, stórverslun í Sankti Pétursborg.getty/Alexander Demianchuk Sovét-kampavín alþýðunnar Hið rússneska Shampanskoye er ódýrt og vinsælt freyðivín í Rússlandi. Það er í raun eftirgerð drykkjar sem var framleiddur í stjórnartíð Stalíns á Sovéttímanum og var kallaður Sovét-kampavín. Sovét-kampavín átti að koma í staðinn fyrir hefðardrykkinn kampavín og færa þennan munað í hendur almennings. Hættu við að hætta við útflutning Málið hefur farið öfugt ofan í framleiðendur kampavíns í Frakklandi. Þeir segja Champagne-héraðið hafa verið niðurlægt með löggjöfinni og krefjast þess að frönsk og evrópsk yfirvöld grípi til aðgerða til að fá þessu breytt til baka. Framleiðandinn vinsæli Moët Hennessy hótaði um daginn að hætta útflutningi sínum til Rússlands. Framleiðandinn framleiðir nafnþekkt kampavín á borð við Veuve Clicquot, Dom Pérignon, Ruinart, Mercier og Krug. Dom Pérignon er óumdeilt stöðutákn. Það er meðal þeirra kampavína sem rapparar hafa gjarnan gert hátt undir höfði. getty Síðar bakkaði framleiðandinn með yfirlýsingar sínar og tilkynnti að hann myndi halda sendingum sínum til Rússlands óbreyttum, enda hlýtur markaðurinn þar að vera ansi stór: „Moët Hennessy hefur alltaf virt lög hjá þeim ríkið sem fyrirtækið er með starfsemi í og mun hefja sendingar aftur um leið og hægt verður að gera breytingar á merkingum vínanna,“ segir í tilkynningunni. Áfengi og tóbak Rússland Auglýsinga- og markaðsmál Höfundarréttur Tengdar fréttir Vilja hætta að merkja vín sín Rioja Yfir fimmtíu baskneskir vínframleiðendur vilja nú ekki lengur að vín þeirra séu merkt sem Rioja-vín. Vín merkt svæðinu Rioja eru óumdeilanlega þau vinsælustu sem koma frá Spáni en basknesku framleiðendurnir vilja nýja sérbaskneska vínmerkingu. 18. maí 2021 14:41 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Á sama tíma missa franskar reglugerðir um vínmerkingar, sem hafa hingað til verið virtar á alþjóðavettvangi, allt gildi sitt í Rússlandi. Öll innflutt freyðivín í landinu verða framvegis að vera merkt með miða á bakhlið sinni sem á stendur „freyðivín“. Freyðivínsframleiðendur í Champagne hafa hingað til einir mátt merkja vín sín sem kampavín. Stimpillinn er talinn sýna fram á ákveðin gæði, því við framleiðslu vínsins er stuðst við aldagamla hefð í héraðinu. Eins og segir á heimasíðu sérstakrar nefndar vínhéraðsins: „Kampavín kemur aðeins frá Champagne“. Freyðivínshillan í Lenta, stórverslun í Sankti Pétursborg.getty/Alexander Demianchuk Sovét-kampavín alþýðunnar Hið rússneska Shampanskoye er ódýrt og vinsælt freyðivín í Rússlandi. Það er í raun eftirgerð drykkjar sem var framleiddur í stjórnartíð Stalíns á Sovéttímanum og var kallaður Sovét-kampavín. Sovét-kampavín átti að koma í staðinn fyrir hefðardrykkinn kampavín og færa þennan munað í hendur almennings. Hættu við að hætta við útflutning Málið hefur farið öfugt ofan í framleiðendur kampavíns í Frakklandi. Þeir segja Champagne-héraðið hafa verið niðurlægt með löggjöfinni og krefjast þess að frönsk og evrópsk yfirvöld grípi til aðgerða til að fá þessu breytt til baka. Framleiðandinn vinsæli Moët Hennessy hótaði um daginn að hætta útflutningi sínum til Rússlands. Framleiðandinn framleiðir nafnþekkt kampavín á borð við Veuve Clicquot, Dom Pérignon, Ruinart, Mercier og Krug. Dom Pérignon er óumdeilt stöðutákn. Það er meðal þeirra kampavína sem rapparar hafa gjarnan gert hátt undir höfði. getty Síðar bakkaði framleiðandinn með yfirlýsingar sínar og tilkynnti að hann myndi halda sendingum sínum til Rússlands óbreyttum, enda hlýtur markaðurinn þar að vera ansi stór: „Moët Hennessy hefur alltaf virt lög hjá þeim ríkið sem fyrirtækið er með starfsemi í og mun hefja sendingar aftur um leið og hægt verður að gera breytingar á merkingum vínanna,“ segir í tilkynningunni.
Áfengi og tóbak Rússland Auglýsinga- og markaðsmál Höfundarréttur Tengdar fréttir Vilja hætta að merkja vín sín Rioja Yfir fimmtíu baskneskir vínframleiðendur vilja nú ekki lengur að vín þeirra séu merkt sem Rioja-vín. Vín merkt svæðinu Rioja eru óumdeilanlega þau vinsælustu sem koma frá Spáni en basknesku framleiðendurnir vilja nýja sérbaskneska vínmerkingu. 18. maí 2021 14:41 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Vilja hætta að merkja vín sín Rioja Yfir fimmtíu baskneskir vínframleiðendur vilja nú ekki lengur að vín þeirra séu merkt sem Rioja-vín. Vín merkt svæðinu Rioja eru óumdeilanlega þau vinsælustu sem koma frá Spáni en basknesku framleiðendurnir vilja nýja sérbaskneska vínmerkingu. 18. maí 2021 14:41