Kampavín verður að ómerkilegu freyðivíni í Rússlandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. júlí 2021 16:01 Moët & Chandon er best selda kampavín í heimi. Ætli það verði best selda freyðivín í Rússlandi eftir breytinguna eða ætli Rússar séu sjúkir í Shampanskoye? getty/Alberto E. Rodriguez Franskir freyðivínsframleiðendur úr héraðinu Champagne eru æfir eftir að ný löggjöf var innleidd í Rússlandi, sem má kalla ákveðna tímamótalöggjöf í vínheiminum. Þar er kveðið á um að rússneska freyðivínið Shampanskoye (sem er rússneska orðið yfir kampavín) megi eitt bera heitið, sem hefur hingað til aðeins tilheyrt vínframleiðendum Champagne-héraðsins. Á sama tíma missa franskar reglugerðir um vínmerkingar, sem hafa hingað til verið virtar á alþjóðavettvangi, allt gildi sitt í Rússlandi. Öll innflutt freyðivín í landinu verða framvegis að vera merkt með miða á bakhlið sinni sem á stendur „freyðivín“. Freyðivínsframleiðendur í Champagne hafa hingað til einir mátt merkja vín sín sem kampavín. Stimpillinn er talinn sýna fram á ákveðin gæði, því við framleiðslu vínsins er stuðst við aldagamla hefð í héraðinu. Eins og segir á heimasíðu sérstakrar nefndar vínhéraðsins: „Kampavín kemur aðeins frá Champagne“. Freyðivínshillan í Lenta, stórverslun í Sankti Pétursborg.getty/Alexander Demianchuk Sovét-kampavín alþýðunnar Hið rússneska Shampanskoye er ódýrt og vinsælt freyðivín í Rússlandi. Það er í raun eftirgerð drykkjar sem var framleiddur í stjórnartíð Stalíns á Sovéttímanum og var kallaður Sovét-kampavín. Sovét-kampavín átti að koma í staðinn fyrir hefðardrykkinn kampavín og færa þennan munað í hendur almennings. Hættu við að hætta við útflutning Málið hefur farið öfugt ofan í framleiðendur kampavíns í Frakklandi. Þeir segja Champagne-héraðið hafa verið niðurlægt með löggjöfinni og krefjast þess að frönsk og evrópsk yfirvöld grípi til aðgerða til að fá þessu breytt til baka. Framleiðandinn vinsæli Moët Hennessy hótaði um daginn að hætta útflutningi sínum til Rússlands. Framleiðandinn framleiðir nafnþekkt kampavín á borð við Veuve Clicquot, Dom Pérignon, Ruinart, Mercier og Krug. Dom Pérignon er óumdeilt stöðutákn. Það er meðal þeirra kampavína sem rapparar hafa gjarnan gert hátt undir höfði. getty Síðar bakkaði framleiðandinn með yfirlýsingar sínar og tilkynnti að hann myndi halda sendingum sínum til Rússlands óbreyttum, enda hlýtur markaðurinn þar að vera ansi stór: „Moët Hennessy hefur alltaf virt lög hjá þeim ríkið sem fyrirtækið er með starfsemi í og mun hefja sendingar aftur um leið og hægt verður að gera breytingar á merkingum vínanna,“ segir í tilkynningunni. Áfengi og tóbak Rússland Auglýsinga- og markaðsmál Höfundarréttur Tengdar fréttir Vilja hætta að merkja vín sín Rioja Yfir fimmtíu baskneskir vínframleiðendur vilja nú ekki lengur að vín þeirra séu merkt sem Rioja-vín. Vín merkt svæðinu Rioja eru óumdeilanlega þau vinsælustu sem koma frá Spáni en basknesku framleiðendurnir vilja nýja sérbaskneska vínmerkingu. 18. maí 2021 14:41 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Á sama tíma missa franskar reglugerðir um vínmerkingar, sem hafa hingað til verið virtar á alþjóðavettvangi, allt gildi sitt í Rússlandi. Öll innflutt freyðivín í landinu verða framvegis að vera merkt með miða á bakhlið sinni sem á stendur „freyðivín“. Freyðivínsframleiðendur í Champagne hafa hingað til einir mátt merkja vín sín sem kampavín. Stimpillinn er talinn sýna fram á ákveðin gæði, því við framleiðslu vínsins er stuðst við aldagamla hefð í héraðinu. Eins og segir á heimasíðu sérstakrar nefndar vínhéraðsins: „Kampavín kemur aðeins frá Champagne“. Freyðivínshillan í Lenta, stórverslun í Sankti Pétursborg.getty/Alexander Demianchuk Sovét-kampavín alþýðunnar Hið rússneska Shampanskoye er ódýrt og vinsælt freyðivín í Rússlandi. Það er í raun eftirgerð drykkjar sem var framleiddur í stjórnartíð Stalíns á Sovéttímanum og var kallaður Sovét-kampavín. Sovét-kampavín átti að koma í staðinn fyrir hefðardrykkinn kampavín og færa þennan munað í hendur almennings. Hættu við að hætta við útflutning Málið hefur farið öfugt ofan í framleiðendur kampavíns í Frakklandi. Þeir segja Champagne-héraðið hafa verið niðurlægt með löggjöfinni og krefjast þess að frönsk og evrópsk yfirvöld grípi til aðgerða til að fá þessu breytt til baka. Framleiðandinn vinsæli Moët Hennessy hótaði um daginn að hætta útflutningi sínum til Rússlands. Framleiðandinn framleiðir nafnþekkt kampavín á borð við Veuve Clicquot, Dom Pérignon, Ruinart, Mercier og Krug. Dom Pérignon er óumdeilt stöðutákn. Það er meðal þeirra kampavína sem rapparar hafa gjarnan gert hátt undir höfði. getty Síðar bakkaði framleiðandinn með yfirlýsingar sínar og tilkynnti að hann myndi halda sendingum sínum til Rússlands óbreyttum, enda hlýtur markaðurinn þar að vera ansi stór: „Moët Hennessy hefur alltaf virt lög hjá þeim ríkið sem fyrirtækið er með starfsemi í og mun hefja sendingar aftur um leið og hægt verður að gera breytingar á merkingum vínanna,“ segir í tilkynningunni.
Áfengi og tóbak Rússland Auglýsinga- og markaðsmál Höfundarréttur Tengdar fréttir Vilja hætta að merkja vín sín Rioja Yfir fimmtíu baskneskir vínframleiðendur vilja nú ekki lengur að vín þeirra séu merkt sem Rioja-vín. Vín merkt svæðinu Rioja eru óumdeilanlega þau vinsælustu sem koma frá Spáni en basknesku framleiðendurnir vilja nýja sérbaskneska vínmerkingu. 18. maí 2021 14:41 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Vilja hætta að merkja vín sín Rioja Yfir fimmtíu baskneskir vínframleiðendur vilja nú ekki lengur að vín þeirra séu merkt sem Rioja-vín. Vín merkt svæðinu Rioja eru óumdeilanlega þau vinsælustu sem koma frá Spáni en basknesku framleiðendurnir vilja nýja sérbaskneska vínmerkingu. 18. maí 2021 14:41