Þórólfur neitar að taka við brekkusöngnum Snorri Másson skrifar 7. júlí 2021 12:01 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók þjóðhátíðarlag ársins 1962 í Vikunni árið 2020. „Ég veit þú kemur í kvöld til mín...“ RÚV Eftir að brekkusöng Ingólfs Þórarinssonar var aflýst á Þjóðhátíð í vikunni upphófst nokkur umræða um það hver ætti að hlaupa í skarðið. Á meðal tillagna sem kom fram var að sjálfur sóttvarnalæknir tæki við brekkusöngnum, enda bæði Eyjamaður og lunkinn gítarleikari. Þórólfur Guðnason er alls ekki eins spenntur og þjóðin fyrir þessari hugmynd og þvertekur raunar fyrir hana. „Það yrði engum greiði gerður, hvorki mér né þjóðhátíðargestum, að ég tæki þetta að mér. Það er alveg klárt,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Bryddað var upp á hugmyndinni á Twitter og hvar sem það hefur verið gert, hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Logi Bergmann fjölmiðlamaður hefur fengið tæp 600 læk: „Þórólfur Guðnason tekur þennan brekkusöng. Málið er útrætt.“ Hugmyndin um Þórólf á stóra sviðinu er ekki úr lausu lofti gripin, heldur hefur sóttvarnalæknir meira að segja gerst svo frægur að syngja þjóðhátíðarlög í beinni í Ríkissjónvarpinu. Þrátt fyrir það segir hann að brekkusöngur á Þjóðhátíð sé ekki í hans verkahring. „Ég get ýmislegt en þetta er bara ekki eitt af því sem ég gef mig út að gera,“ segir Þórólfur. „Í mínum huga er þetta bara grín ársins. Ég tek því bara sem slíku.“ Þórólfur ætlar að sögn ekki til Eyja um verslunarmannahelgina en var staddur á Goslokahátíð þar um helgina. Þjóðhátíðarnefnd hefur ekkert gefið upp um hver kunni að taka við keflinu af Ingó, en ýmsar tilgátur eru þó komnar fram. Til dæmis um að Hreimur Örn Heimisson taki þetta en lagið hans Lífið er yndislegt fagnar tuttugu ára stórafmæli í ár sem eitt vinsælasta þjóðhátíðarlag allra tíma. 13+ þúsund manns að syngja með Þórólfi er mjög flott og falleg hugmynd að mínu mati. Svona stór samkoma væri ómöguleg án hans hjálp. Finnst það mjög viðeigandi að hann fengi að stjórna brekkusöng í ár.— Jón Bjarni🇵🇸 (@jonbjarni14) July 6, 2021 Þórólfur Guðnason tekur þennan brekkusöng. Málið er útrætt— Logi Bergmann (@logibergmann) July 5, 2021 Er þetta ekki bara borðleggjandi dæmi?? Það sem þessi 15-20 þús manns í dalnum myndu öskursyngja sig í brekkusöngnum með þennan við stjórnvölinn pic.twitter.com/oT92Tm3ik5— Arnar Guðmundsson (@narrigumm) July 4, 2021 Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þakklát fyrir áskoranir og færi létt með að stýra Brekkusöngnum Þjóðhátíðarnefnd liggur undir feldi þessa dagana eftir að hafa ákveðið að Ingólfur Þórarinsson stýri ekki Brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Áskorunum rignir yfir nefndina um að fá Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur til að stýra söngnum. 7. júlí 2021 11:34 Víðir bólusettur: „Þetta er meiriháttar“ „Þetta er meiriháttar,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, eftir að hann var bólusettur með bóluefni Janssen í Laugardalshöllinni klukkan 11 í morgun. 7. júlí 2021 11:48 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Þórólfur Guðnason er alls ekki eins spenntur og þjóðin fyrir þessari hugmynd og þvertekur raunar fyrir hana. „Það yrði engum greiði gerður, hvorki mér né þjóðhátíðargestum, að ég tæki þetta að mér. Það er alveg klárt,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Bryddað var upp á hugmyndinni á Twitter og hvar sem það hefur verið gert, hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Logi Bergmann fjölmiðlamaður hefur fengið tæp 600 læk: „Þórólfur Guðnason tekur þennan brekkusöng. Málið er útrætt.“ Hugmyndin um Þórólf á stóra sviðinu er ekki úr lausu lofti gripin, heldur hefur sóttvarnalæknir meira að segja gerst svo frægur að syngja þjóðhátíðarlög í beinni í Ríkissjónvarpinu. Þrátt fyrir það segir hann að brekkusöngur á Þjóðhátíð sé ekki í hans verkahring. „Ég get ýmislegt en þetta er bara ekki eitt af því sem ég gef mig út að gera,“ segir Þórólfur. „Í mínum huga er þetta bara grín ársins. Ég tek því bara sem slíku.“ Þórólfur ætlar að sögn ekki til Eyja um verslunarmannahelgina en var staddur á Goslokahátíð þar um helgina. Þjóðhátíðarnefnd hefur ekkert gefið upp um hver kunni að taka við keflinu af Ingó, en ýmsar tilgátur eru þó komnar fram. Til dæmis um að Hreimur Örn Heimisson taki þetta en lagið hans Lífið er yndislegt fagnar tuttugu ára stórafmæli í ár sem eitt vinsælasta þjóðhátíðarlag allra tíma. 13+ þúsund manns að syngja með Þórólfi er mjög flott og falleg hugmynd að mínu mati. Svona stór samkoma væri ómöguleg án hans hjálp. Finnst það mjög viðeigandi að hann fengi að stjórna brekkusöng í ár.— Jón Bjarni🇵🇸 (@jonbjarni14) July 6, 2021 Þórólfur Guðnason tekur þennan brekkusöng. Málið er útrætt— Logi Bergmann (@logibergmann) July 5, 2021 Er þetta ekki bara borðleggjandi dæmi?? Það sem þessi 15-20 þús manns í dalnum myndu öskursyngja sig í brekkusöngnum með þennan við stjórnvölinn pic.twitter.com/oT92Tm3ik5— Arnar Guðmundsson (@narrigumm) July 4, 2021
Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þakklát fyrir áskoranir og færi létt með að stýra Brekkusöngnum Þjóðhátíðarnefnd liggur undir feldi þessa dagana eftir að hafa ákveðið að Ingólfur Þórarinsson stýri ekki Brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Áskorunum rignir yfir nefndina um að fá Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur til að stýra söngnum. 7. júlí 2021 11:34 Víðir bólusettur: „Þetta er meiriháttar“ „Þetta er meiriháttar,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, eftir að hann var bólusettur með bóluefni Janssen í Laugardalshöllinni klukkan 11 í morgun. 7. júlí 2021 11:48 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Þakklát fyrir áskoranir og færi létt með að stýra Brekkusöngnum Þjóðhátíðarnefnd liggur undir feldi þessa dagana eftir að hafa ákveðið að Ingólfur Þórarinsson stýri ekki Brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Áskorunum rignir yfir nefndina um að fá Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur til að stýra söngnum. 7. júlí 2021 11:34
Víðir bólusettur: „Þetta er meiriháttar“ „Þetta er meiriháttar,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, eftir að hann var bólusettur með bóluefni Janssen í Laugardalshöllinni klukkan 11 í morgun. 7. júlí 2021 11:48