„Þetta er nú meiri ræfildómurinn“ Snorri Másson skrifar 7. júlí 2021 09:20 Jóhanna Sigurðardóttir var formaður Flugfreyjufélags Íslands á sjöunda áratug síðustu aldar. Johannes Jansson/norden.org Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, vandar ríkisstjórninni ekki kveðjurnar í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. Þar skrifar hún að níu ár og fernar kosningar séu liðnar frá því að þjóðin hafi samþykkt með tveimur þriðju hluta atkvæða vilja sinn til að lögfest yrði ný stjórnarskrá, sem í grundvallaratriðum hafi verið samin af þjóðinni sjálfri. „Hvar í hinum vestræna heimi hefði það verið liðið að þjóðþing myndi hunsa slíkan þjóðarvilja“ spyr Jóhanna, sem var forsætisráðherra í vinstristjórninni 2009-2013 sem lét semja nýja stjórnarskrá á vettvangi stjórnlagaráðs. Jóhanna gagnrýnir enn fremur að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi ekki viljað samþykkja ráðstafanir sem hefðu gert breytingar á stjórnarskránni á næsta kjörtímabili mögulegar án þess að boða þyrfti til kosninga vegna þeirra. Ljóst sé að kjósendur geti gengið út frá því að óbreytt ríkisstjórn muni aldrei samþykkja breytingar á stjórnarskránni í anda þjóðarviljans á næsta kjörtímabili. „Þennan Svarta Pétur taka íhaldsflokkarnir í núverandi ríkisstjórn með sér inní næstu kosningar,“ skrifar Jóhanna. „Þetta er nú meiri ræfildómurinn hjá Alþingi Íslendinga.“ Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram í október 2012. Þátttaka var 48,9% en um 73.000 af 114.000 sem kusu voru fylgjandi því að leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það eru um 65%. Andrés Ingi Jónsson pírati var flutningsmaður tillögu um að halda sérstakan þingfund um stjórnarskrármál í haust. Þar voru einnig Samfylkingarmenn og flokksmenn Flokks fólksins um borð. Sú tillaga var felld í gær og Jóhanna skrifar sína stöðuuppfærslu meðal annars af því tilefni. Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Halda aukaþingfund í dag svo kosningar geti farið fram með eðlilegum hætti Þingmenn þurfa að gera hlé á sumarfríi sínu og sækja aukaþingfund sem verður haldinn í dag til að leiðrétta mistök sem gerð voru við meðferð frumvarps við þinglok. 6. júlí 2021 09:42 Hvar er nýja stjórnarskráin? Já, hvar? Lesendur kannast við spurninguna í fyrirsögn þessarar greinar. Nú hafa komið fram nýjar upplýsingar um hvar þessa stjórnarskrá sé að finna. Eða ekki. 4. júlí 2021 09:00 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Þar skrifar hún að níu ár og fernar kosningar séu liðnar frá því að þjóðin hafi samþykkt með tveimur þriðju hluta atkvæða vilja sinn til að lögfest yrði ný stjórnarskrá, sem í grundvallaratriðum hafi verið samin af þjóðinni sjálfri. „Hvar í hinum vestræna heimi hefði það verið liðið að þjóðþing myndi hunsa slíkan þjóðarvilja“ spyr Jóhanna, sem var forsætisráðherra í vinstristjórninni 2009-2013 sem lét semja nýja stjórnarskrá á vettvangi stjórnlagaráðs. Jóhanna gagnrýnir enn fremur að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi ekki viljað samþykkja ráðstafanir sem hefðu gert breytingar á stjórnarskránni á næsta kjörtímabili mögulegar án þess að boða þyrfti til kosninga vegna þeirra. Ljóst sé að kjósendur geti gengið út frá því að óbreytt ríkisstjórn muni aldrei samþykkja breytingar á stjórnarskránni í anda þjóðarviljans á næsta kjörtímabili. „Þennan Svarta Pétur taka íhaldsflokkarnir í núverandi ríkisstjórn með sér inní næstu kosningar,“ skrifar Jóhanna. „Þetta er nú meiri ræfildómurinn hjá Alþingi Íslendinga.“ Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram í október 2012. Þátttaka var 48,9% en um 73.000 af 114.000 sem kusu voru fylgjandi því að leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það eru um 65%. Andrés Ingi Jónsson pírati var flutningsmaður tillögu um að halda sérstakan þingfund um stjórnarskrármál í haust. Þar voru einnig Samfylkingarmenn og flokksmenn Flokks fólksins um borð. Sú tillaga var felld í gær og Jóhanna skrifar sína stöðuuppfærslu meðal annars af því tilefni.
Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Halda aukaþingfund í dag svo kosningar geti farið fram með eðlilegum hætti Þingmenn þurfa að gera hlé á sumarfríi sínu og sækja aukaþingfund sem verður haldinn í dag til að leiðrétta mistök sem gerð voru við meðferð frumvarps við þinglok. 6. júlí 2021 09:42 Hvar er nýja stjórnarskráin? Já, hvar? Lesendur kannast við spurninguna í fyrirsögn þessarar greinar. Nú hafa komið fram nýjar upplýsingar um hvar þessa stjórnarskrá sé að finna. Eða ekki. 4. júlí 2021 09:00 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Halda aukaþingfund í dag svo kosningar geti farið fram með eðlilegum hætti Þingmenn þurfa að gera hlé á sumarfríi sínu og sækja aukaþingfund sem verður haldinn í dag til að leiðrétta mistök sem gerð voru við meðferð frumvarps við þinglok. 6. júlí 2021 09:42
Hvar er nýja stjórnarskráin? Já, hvar? Lesendur kannast við spurninguna í fyrirsögn þessarar greinar. Nú hafa komið fram nýjar upplýsingar um hvar þessa stjórnarskrá sé að finna. Eða ekki. 4. júlí 2021 09:00