Anníe Mist náði hundrað kílóum: Kannski ekki stórar tölur en risastórar fyrir mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2021 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir að lyfta en Freyja Mist fylgist með móður sinni. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir ætlar að gera Freyju Mist stolta af sér á heimsleikunum í CrossFit seinna í þessum mánuði en þá mætir hún í fyrsta sinn til leiks sem móðir. Anníe Mist hefur tekið mörg skref í rétta átt í endurkomu sinni eftir barnsburð og hún fagnaði mikilvægum lyftum hjá sér í gær. Anníe Mist eignaðist dóttur í ágúst en tryggði sér sæti á heimsleikunum í síðasta mánuði. Nú eru aðeins tuttugu dagar í heimsleikanna sem fara fram í Madison í Wisconsin fylki frá 27. júlí til 1. ágúst. Anníe Mist sagði frá takmörkum sem hún náði í lyftingarsalnum þremur vikum fyrir leikana. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Þetta eru kannski ekki stórar tölur fyrir suma en þær eru risastórar fyrir mig,“ skrifaði Anníe Mist. Hún lyfti þá 87,5 kílóum í snörun (Snatch) og náði einnig hundrað kílóunum í jafnhöttun (Clean and Jerk). Það er rétt að taka það fram að þessar tölur eru alvöru og það er gaman að sjá íslensku CrossFit goðsögnina vera komin í heimsleikaform. „Ég er búin að eyða síðustu ellefu mánuðum í að koma til bala og reyna verða sterkari og hraustari á sama tíma og ég finn jafnvægið með að hugsa líka á sama tíma um Freyju,“ skrifaði Anníe. „Ég hef lagt mikið á mig og hef reynt að halda þolinmæðinni með því að halda trú á ferlið og taka eitt skref í einu,“ skrifaði Anníe. Nú eru við farin að nálgast heimsleikana. Ég mun geta allt í mínu valdi til að gera hana og mig sjálfa stolta af mér á heimsleikunum í ár,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist birti síðan myndband af báðum þessum lyftum sínum en það má sjá hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Anníe Mist hefur tekið mörg skref í rétta átt í endurkomu sinni eftir barnsburð og hún fagnaði mikilvægum lyftum hjá sér í gær. Anníe Mist eignaðist dóttur í ágúst en tryggði sér sæti á heimsleikunum í síðasta mánuði. Nú eru aðeins tuttugu dagar í heimsleikanna sem fara fram í Madison í Wisconsin fylki frá 27. júlí til 1. ágúst. Anníe Mist sagði frá takmörkum sem hún náði í lyftingarsalnum þremur vikum fyrir leikana. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Þetta eru kannski ekki stórar tölur fyrir suma en þær eru risastórar fyrir mig,“ skrifaði Anníe Mist. Hún lyfti þá 87,5 kílóum í snörun (Snatch) og náði einnig hundrað kílóunum í jafnhöttun (Clean and Jerk). Það er rétt að taka það fram að þessar tölur eru alvöru og það er gaman að sjá íslensku CrossFit goðsögnina vera komin í heimsleikaform. „Ég er búin að eyða síðustu ellefu mánuðum í að koma til bala og reyna verða sterkari og hraustari á sama tíma og ég finn jafnvægið með að hugsa líka á sama tíma um Freyju,“ skrifaði Anníe. „Ég hef lagt mikið á mig og hef reynt að halda þolinmæðinni með því að halda trú á ferlið og taka eitt skref í einu,“ skrifaði Anníe. Nú eru við farin að nálgast heimsleikana. Ég mun geta allt í mínu valdi til að gera hana og mig sjálfa stolta af mér á heimsleikunum í ár,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist birti síðan myndband af báðum þessum lyftum sínum en það má sjá hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira