Við fáum úrslitaleik á milli Messi og Neymar eftir vítakeppni í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2021 07:45 Lionel Messi og liðsfélagar hans fagna hér sigri í vítakeppninni í nótt. AP/Andre Penner Argentína komst í nótt í úrslitaleik Suðurameríkubikarsins eftir sigur á Kólumbíu í vítakeppni í seinni undanúrslitaleik keppninnar. Argentína mætir Brasilíu í úrslitaleiknum. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Argentína vann vítakeppnina 3-2. Neymar fékk því ósk sína uppfyllta að mæta Lionel Messi og félögum hans í úrslitaleiknum á Maracana leikvanginum. Argentínumenn eru að reyna að vinna sinn fyrsta stóra titil síðan þeir unnu Suðurameríkukeppnina árið 1993. Captain showing the shootout hero some love pic.twitter.com/A4dVFnc0s2— B/R Football (@brfootball) July 7, 2021 Emiliano Martinez var hetja argentínska liðsins því hann varð þrjár vítaspyrnur í vítakeppninni. Martinez var lengi varamarkvörður Arsenal en átti frábært fyrsta tímabil með Aston Villa í vetur. Martinez varði vítaspyrnur frá þeim Davinson Sanchez, Yerry Mina og Edwin Cardona Lionel Messi lagði upp mark Argentínu sem Lautaro Martínez skoraði strax á sjöundu mínútu leiksins. Þetta var fimmta stoðsending Messi í keppninni. Luis Díaz náði að jafna metin á 61. mínútu og fleiri mörk voru ekki skoruð. Messi komst næst því að tryggja Argentínu sigurinn en skot hans endaði í stönginni. We re FINALLY going to get Messi vs. Neymar pic.twitter.com/m2bmyHYyB2— B/R Football (@brfootball) July 7, 2021 Messi skoraði úr sinni vítaspyrnu sem var fyrsta spyrna argentínska liðsins í vítaspyrnukeppninni. Rodrigo De Paul klikkaði á spyrnu númer tvö en Leandro Paredes og Lautaro Martínez skoruðu báður úr sínum. Argentínumenn tóku aðeins fjórar vítaspyrnur því þeir voru komnir í úrslitaleikinn þegar Emiliano Martinez varði fimmtu spyrnu Kólumbíumanna frá Cardona. Martinez grét af gleði eftir leikinn. „Þetta er frábært lið sem við erum að fara að mæta og liðið sem flestir halda að vinni. Við erum hins vegar með frábæran þjálfara, besta leikmann heims og munum reyna að vinna,“ sagði Emiliano Martinez í leikslok. Þetta er fyrsti úrslitaleikur Copa Ameríca á milli stórveldanna Brasilíu og Argentínu síðan árið 2007 þegar Brasilía vann 3-0 sigur. Argentínumenn hafa tapað síðustu fjórum úrslitaleikjum sínum en Brasilíumenn eru ríkjandi meistarar Fótbolti Copa América Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Argentína vann vítakeppnina 3-2. Neymar fékk því ósk sína uppfyllta að mæta Lionel Messi og félögum hans í úrslitaleiknum á Maracana leikvanginum. Argentínumenn eru að reyna að vinna sinn fyrsta stóra titil síðan þeir unnu Suðurameríkukeppnina árið 1993. Captain showing the shootout hero some love pic.twitter.com/A4dVFnc0s2— B/R Football (@brfootball) July 7, 2021 Emiliano Martinez var hetja argentínska liðsins því hann varð þrjár vítaspyrnur í vítakeppninni. Martinez var lengi varamarkvörður Arsenal en átti frábært fyrsta tímabil með Aston Villa í vetur. Martinez varði vítaspyrnur frá þeim Davinson Sanchez, Yerry Mina og Edwin Cardona Lionel Messi lagði upp mark Argentínu sem Lautaro Martínez skoraði strax á sjöundu mínútu leiksins. Þetta var fimmta stoðsending Messi í keppninni. Luis Díaz náði að jafna metin á 61. mínútu og fleiri mörk voru ekki skoruð. Messi komst næst því að tryggja Argentínu sigurinn en skot hans endaði í stönginni. We re FINALLY going to get Messi vs. Neymar pic.twitter.com/m2bmyHYyB2— B/R Football (@brfootball) July 7, 2021 Messi skoraði úr sinni vítaspyrnu sem var fyrsta spyrna argentínska liðsins í vítaspyrnukeppninni. Rodrigo De Paul klikkaði á spyrnu númer tvö en Leandro Paredes og Lautaro Martínez skoruðu báður úr sínum. Argentínumenn tóku aðeins fjórar vítaspyrnur því þeir voru komnir í úrslitaleikinn þegar Emiliano Martinez varði fimmtu spyrnu Kólumbíumanna frá Cardona. Martinez grét af gleði eftir leikinn. „Þetta er frábært lið sem við erum að fara að mæta og liðið sem flestir halda að vinni. Við erum hins vegar með frábæran þjálfara, besta leikmann heims og munum reyna að vinna,“ sagði Emiliano Martinez í leikslok. Þetta er fyrsti úrslitaleikur Copa Ameríca á milli stórveldanna Brasilíu og Argentínu síðan árið 2007 þegar Brasilía vann 3-0 sigur. Argentínumenn hafa tapað síðustu fjórum úrslitaleikjum sínum en Brasilíumenn eru ríkjandi meistarar
Fótbolti Copa América Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira