Hjálmar Örn Jóhannsson, betur þekktur sem Hjammi, var gestur í EM í dag í gærkvöldi. Hann segir að ástæða þess að Ítalir séu komnir í úrslitaleik EM sé vegna þess að faðir markaskorarans hafi skorað gegn Napoli í Janúar árið 1997.
„Spáið í einu rosalegu atviki,“ sagði Hjammi. „Enrico Chiesa, pabbi Federico Chiesa. Hann skoraði á móti Napoli 26. janúar 1997 í 2-1 tapi. Allt í góðu með það. Enginn að spá í það.“
„Hver fæðist 25. október 1997? Níu mánuðum eftir þetta mark.“
Hjammi er alveg viss um að ef Enrico Chiesa hefði ekki skorað þetta mark fyrir Parma í 2-1 tapi gegn Napoli fyrir rúmum 24 árum, þá væru Ítalir ekki komnir í úrslitaleikinn.
„Ef hann hefði ekki skorað á móti Napoli, þá hefðu Spánverjar farið áfram. Þetta er brjálað dæmi. Ég skoðaði þetta á Wikipedia áðan.“
Þetta kostulega innslag má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.