Þessi 27 ára markmaður Everton hefur haldið hreinu í öllum fimm leikjum Englands á mótinu til þessa.
Gianluigi Donnarumma, markvörður ítalska liðsins, var sá eini sem gat náð honum í keppninni um hver heldur oftast hreinu.
Donnarumma fékk hinsvegar á sig mark gegn Spánverjum fyrr í kvöld og hann getur því mest haldið hreinu fjórum sinnum á þessu móti, það er, ef hann heldur hreinu í úrslitaleiknum á sunnudaginn.
Pickford og félagar mæta Dönum í seinni undanúrlsitaleik mótsins annað kvöld klukkan 19:00, og verður leikurinn sýndur á Stöð 2 EM.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.