Treystum náttúrunni Starri Heiðmarsson skrifar 6. júlí 2021 11:30 Íslensk vistkerfi eru fjölbreytt, mörg eru einstök, sumum hefur hnignað en önnur eru í framþróun. Náttúran er kvik og síbreytileg og bregst við breytingum á ólíkan hátt. Ísland er eyja og líkt og aðrar eyjar þá hefur einangrun landsins áhrif á líffræðilega fjölbreytni þess. Til að nýjar tegundir nái fótfestu hér þurfa þær fyrst að berast til landsins yfir hafið og síðan að ná þroska og fjölga sér. Aðstæður á Íslandi, líkt og öðrum einangruðum eyjum, auka þau áhrif sem framandi tegundir geta haft á náttúruleg vistkerfi. Þekkt eru fjölmörg dæmi þar sem maðurinn flytur með sér, vitandi eða óafvitandi, nýjar tegundir til afskekktra eyja sem veldur afdrifaríkum breytingum. Slíkt getur haft neikvæð áhrif á þær tegundir sem fyrir eru en oft má finna hátt hlutfall einlendra tegunda á afskekktum eyjum. Einlendar (enska: endemic) nefnast þær tegundir sem einungis finnast á afmörkuðu svæði. Sem dæmi um slíkt má nefna Hawaii-eyjarnar en þegar fyrstu mennirnir stigu þar fæti þá voru rúmlega 80% æðplöntutegundanna sem fundust á eyjunum einlendar. Á Íslandi eru fáar einlendar tegundir enda hefur íslenskt þurrlendislífríki, ólíkt því Havaíska, einungis haft rúm 10 þúsund ár til að þróast síðan ísaldarjökull síðasta kuldaskeiðs bráðnaði. Skortur á einlendum æðplöntutegundum dregur þó ekki úr gildi þeirra vistgerða sem hér hafa þróast og ekki þarf að efast um að vistkerfin sem voru hér við landnám voru vel virk og sáu um þá vistkerfisþjónustu sem þörf var á. Það að tiltölulega fáar æðplöntutegundir finnist á Íslandi er jú grundvöllur þeirra vistgerða sem hér finnast og gerir þær sumar sérstæðari fyrir vikið. Með landnámi mannsins urðu stórfelldar breytingar á vistgerðum Íslands. Eyðing birkiskóganna var hröð og í kjölfarið fylgdi uppblástur og jarðvegseyðing. Það er ekki fyrr en á allra síðustu áratugum að sjálfgræðsla og uppgræðsla lands er meiri en jarðvegseyðingin. Að hluta má þakka landgræðslustarfi en ekki síður er sjálfgræðsla landsins mikilvæg sem hefur aukist með minnkandi beit auk þess sem hlýnandi loftslag hefur einnig haft áhrif. Ræktunarþörfin býr í okkur mörgum, við viljum skjólsæla, hlýlega garða við hús okkar auk þess sem landbúnaður á Íslandi væri ómögulegur án ræktaðs lands. Í seinni tíð er skógur ræktaður til viðarframleiðslu. Það er hins vegar misráðið að rækta villta náttúru Íslands þó svo að við aðstoðum við endurheimt hennar. Framandi tegundir sem dreift er í villtri, íslenskri náttúru geta haft afdrifaríkar afleiðingar og gjörbreytt sérstökum vistgerðum sem einstakar eru fyrir Ísland. Ábyrgðin er okkar og óábyrg dreifing framandi tegunda í íslenskum vistgerðum getur haft umtalsverðar afleiðingar síðar, jafnvel löngu síðar. Náttúrulegir ferlar eru mikilvirkir og sá vandi sem að okkur steðjar í dag vegna loftslagsbreytinga og útdauða tegunda má að stórum hluta tengja við hegðun okkar og lífshætti. Mögnum ekki áhrif okkar á náttúruna með óábyrgri dreifingu aðfluttra tegunda í íslenskri náttúru. Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Starri Heiðmarsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Íslensk vistkerfi eru fjölbreytt, mörg eru einstök, sumum hefur hnignað en önnur eru í framþróun. Náttúran er kvik og síbreytileg og bregst við breytingum á ólíkan hátt. Ísland er eyja og líkt og aðrar eyjar þá hefur einangrun landsins áhrif á líffræðilega fjölbreytni þess. Til að nýjar tegundir nái fótfestu hér þurfa þær fyrst að berast til landsins yfir hafið og síðan að ná þroska og fjölga sér. Aðstæður á Íslandi, líkt og öðrum einangruðum eyjum, auka þau áhrif sem framandi tegundir geta haft á náttúruleg vistkerfi. Þekkt eru fjölmörg dæmi þar sem maðurinn flytur með sér, vitandi eða óafvitandi, nýjar tegundir til afskekktra eyja sem veldur afdrifaríkum breytingum. Slíkt getur haft neikvæð áhrif á þær tegundir sem fyrir eru en oft má finna hátt hlutfall einlendra tegunda á afskekktum eyjum. Einlendar (enska: endemic) nefnast þær tegundir sem einungis finnast á afmörkuðu svæði. Sem dæmi um slíkt má nefna Hawaii-eyjarnar en þegar fyrstu mennirnir stigu þar fæti þá voru rúmlega 80% æðplöntutegundanna sem fundust á eyjunum einlendar. Á Íslandi eru fáar einlendar tegundir enda hefur íslenskt þurrlendislífríki, ólíkt því Havaíska, einungis haft rúm 10 þúsund ár til að þróast síðan ísaldarjökull síðasta kuldaskeiðs bráðnaði. Skortur á einlendum æðplöntutegundum dregur þó ekki úr gildi þeirra vistgerða sem hér hafa þróast og ekki þarf að efast um að vistkerfin sem voru hér við landnám voru vel virk og sáu um þá vistkerfisþjónustu sem þörf var á. Það að tiltölulega fáar æðplöntutegundir finnist á Íslandi er jú grundvöllur þeirra vistgerða sem hér finnast og gerir þær sumar sérstæðari fyrir vikið. Með landnámi mannsins urðu stórfelldar breytingar á vistgerðum Íslands. Eyðing birkiskóganna var hröð og í kjölfarið fylgdi uppblástur og jarðvegseyðing. Það er ekki fyrr en á allra síðustu áratugum að sjálfgræðsla og uppgræðsla lands er meiri en jarðvegseyðingin. Að hluta má þakka landgræðslustarfi en ekki síður er sjálfgræðsla landsins mikilvæg sem hefur aukist með minnkandi beit auk þess sem hlýnandi loftslag hefur einnig haft áhrif. Ræktunarþörfin býr í okkur mörgum, við viljum skjólsæla, hlýlega garða við hús okkar auk þess sem landbúnaður á Íslandi væri ómögulegur án ræktaðs lands. Í seinni tíð er skógur ræktaður til viðarframleiðslu. Það er hins vegar misráðið að rækta villta náttúru Íslands þó svo að við aðstoðum við endurheimt hennar. Framandi tegundir sem dreift er í villtri, íslenskri náttúru geta haft afdrifaríkar afleiðingar og gjörbreytt sérstökum vistgerðum sem einstakar eru fyrir Ísland. Ábyrgðin er okkar og óábyrg dreifing framandi tegunda í íslenskum vistgerðum getur haft umtalsverðar afleiðingar síðar, jafnvel löngu síðar. Náttúrulegir ferlar eru mikilvirkir og sá vandi sem að okkur steðjar í dag vegna loftslagsbreytinga og útdauða tegunda má að stórum hluta tengja við hegðun okkar og lífshætti. Mögnum ekki áhrif okkar á náttúruna með óábyrgri dreifingu aðfluttra tegunda í íslenskri náttúru. Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun