Langsóttur sigur Vals tryggir liðinu fjögur Evrópueinvígi Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2021 10:03 Valsmenn eru Íslandsmeistarar og því fulltrúar Íslands í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. vísir/bára dröfn Takist Íslandsmeisturum Vals að skapa einn af stærstu sigrum íslensks fótbolta, með því að slá út Króatíumeistara Dinamo Zagreb, munu þeir að lágmarki spila átta Evrópuleiki í sumar. Nýtt fyrirkomulag í Evrópukeppnum félagsliða karla í fótbolta verður tekið í notkun nú í vikunni þegar undankeppni Meistaradeildarinnar og hinnar nýju Sambandsdeildar hefst (Á milli þeirra er Evrópudeildin sem hefur verið minnkuð en undankeppni hennar er í ágúst). Í hverri af þessum þremur Evrópukeppnum munu 32 lið leika í riðlakeppni frá september og fram í desember. Það er auðvitað draumur íslenskra félagsliða að ná þangað en engu hefur tekist það hingað til. Komist Valur til að mynda í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar fær liðið að lágmarki 700 milljónir króna í verðlaunafé, en að lágmarki 2,4 milljarðar króna eru í boði fyrir liðið fyrir að komast í sjálfa riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Tapi Valur fer liðið í aðra keppni Ef að Valur tapar gegn Dinamo Zagreb fer liðið í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar, vonandi með FH, Breiðabliki og Stjörnunni sem öll hefja keppni í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudag. Sigur skilar Valsmönnum þremur einvígum til viðbótar Ef að hins vegar Valsmenn framkalla lítið kraftaverk og slá út Dinamo Zagreb komast þeir í 2. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Þar mæta til leiks lið á móti PSV Eindhoven, Celtic, Olympiacos og fleiri. Ef að Valur félli úr leik í 2. umferð ætti liðið engu að síður eftir tvö Evrópueinvígi. Taplið í 2. umferð Meistaradeildar fara nefnilega í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Taplið í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar fara svo í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Með sigri á Dinamo væru Valsmenn sem sagt öruggir um að fá að minnsta kosti fjögur Evrópueinvígi, og að minnsta kosti umspilseinvígi í lökustu Evrópukeppninni. Sigur í umspili skilar liðum í riðlakeppni, og þar með sex leikjum í haust og auknu verðlaunafé. Fyrirkomulagið í Evrópukeppnunum Meistaradeildin: Valur er eina íslenska liðið í undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina sem fram fer í haust: Lið sem falla út í 1. umferð fara í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar. Lið sem falla út í 2. umferð fara í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Evrópudeild. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Evrópudeildin: Ekkert íslenskt lið með en Val gæti skolað hingað niður falli liðið ekki úr keppni í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum eina umferð af undankeppni (kölluð 3. umferð), auk umspils, til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Sambandsdeildinni. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Sambandsdeildin: Stjarnan, Breiðablik og FH taka þátt í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina í þessari nýju keppni. Falli lið úr keppni á einhverju þessara stiga er Evrópuævintýri þeirra lokið þetta sumarið. Meistaradeild Evrópu Valur Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Nýtt fyrirkomulag í Evrópukeppnum félagsliða karla í fótbolta verður tekið í notkun nú í vikunni þegar undankeppni Meistaradeildarinnar og hinnar nýju Sambandsdeildar hefst (Á milli þeirra er Evrópudeildin sem hefur verið minnkuð en undankeppni hennar er í ágúst). Í hverri af þessum þremur Evrópukeppnum munu 32 lið leika í riðlakeppni frá september og fram í desember. Það er auðvitað draumur íslenskra félagsliða að ná þangað en engu hefur tekist það hingað til. Komist Valur til að mynda í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar fær liðið að lágmarki 700 milljónir króna í verðlaunafé, en að lágmarki 2,4 milljarðar króna eru í boði fyrir liðið fyrir að komast í sjálfa riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Tapi Valur fer liðið í aðra keppni Ef að Valur tapar gegn Dinamo Zagreb fer liðið í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar, vonandi með FH, Breiðabliki og Stjörnunni sem öll hefja keppni í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudag. Sigur skilar Valsmönnum þremur einvígum til viðbótar Ef að hins vegar Valsmenn framkalla lítið kraftaverk og slá út Dinamo Zagreb komast þeir í 2. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Þar mæta til leiks lið á móti PSV Eindhoven, Celtic, Olympiacos og fleiri. Ef að Valur félli úr leik í 2. umferð ætti liðið engu að síður eftir tvö Evrópueinvígi. Taplið í 2. umferð Meistaradeildar fara nefnilega í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Taplið í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar fara svo í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Með sigri á Dinamo væru Valsmenn sem sagt öruggir um að fá að minnsta kosti fjögur Evrópueinvígi, og að minnsta kosti umspilseinvígi í lökustu Evrópukeppninni. Sigur í umspili skilar liðum í riðlakeppni, og þar með sex leikjum í haust og auknu verðlaunafé. Fyrirkomulagið í Evrópukeppnunum Meistaradeildin: Valur er eina íslenska liðið í undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina sem fram fer í haust: Lið sem falla út í 1. umferð fara í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar. Lið sem falla út í 2. umferð fara í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Evrópudeild. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Evrópudeildin: Ekkert íslenskt lið með en Val gæti skolað hingað niður falli liðið ekki úr keppni í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum eina umferð af undankeppni (kölluð 3. umferð), auk umspils, til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Sambandsdeildinni. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Sambandsdeildin: Stjarnan, Breiðablik og FH taka þátt í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina í þessari nýju keppni. Falli lið úr keppni á einhverju þessara stiga er Evrópuævintýri þeirra lokið þetta sumarið.
Fyrirkomulagið í Evrópukeppnunum Meistaradeildin: Valur er eina íslenska liðið í undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina sem fram fer í haust: Lið sem falla út í 1. umferð fara í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar. Lið sem falla út í 2. umferð fara í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Evrópudeild. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Evrópudeildin: Ekkert íslenskt lið með en Val gæti skolað hingað niður falli liðið ekki úr keppni í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Fara þarf í gegnum eina umferð af undankeppni (kölluð 3. umferð), auk umspils, til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Lið sem falla út í 3. umferð fara í umspil í Sambandsdeildinni. Lið sem falla út í umspili fara í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Sambandsdeildin: Stjarnan, Breiðablik og FH taka þátt í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Fara þarf í gegnum þrjár umferðir af undankeppni, auk umspils, til að komast í riðlakeppnina í þessari nýju keppni. Falli lið úr keppni á einhverju þessara stiga er Evrópuævintýri þeirra lokið þetta sumarið.
Meistaradeild Evrópu Valur Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira