Halda sig inni vegna gosmóðu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. júlí 2021 18:33 Gunnhildur Hlöðversdóttir varaformaður Samtaka lungnasjúklinga hefur haldið sig inni vegna mengunar síðan á föstudag. Vísir Viðkvæmustu hóparnir hafa haldið sig við inni við síðustu daga vegna gosmóðu frá Eldgosinu í Geldingadölum að sögn varaformanns Samtaka lungnasjúklinga . Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að fylgjast vel með loftgæðum. Svokölluð gosmóða frá eldgosinu í Geldingadölum hefur legið yfir suðvestanverðu landinu síðustu daga en hún hefur líka sést annars staðar á landinu. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg fyrir helgi kom fram að gosmóða greinist á svifryksmælum en ekki á SO2 eða brennisteinsdíoxíð mælum. Gosmóðan getur valdið höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. Þá ættu viðkvæmir og börn að forðast útivist í lengri tíma. Á samfélagsmiðlum hefur borið nokkuð á því að fólk kvarti yfir einkennum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun sagði í hádegisfréttum mikilvægt að fólk fylgist vel með mengun frá eldgosinu eða SO2 og PM mengun í nágrenni við sig á vefnum Loftgæði.is. Svifryk, PM10 og minna kemst inni í öndunarfæri manna samkvæmt vefnum Belgingi. Þaðan getur það borist í lungnaberkjurnar og í blóðrásarkerfið. Þá getur brennisteinsdíoxíð haft áhrif á heilsufar viðkvæmra ef magn þess fer yfir 351. Gunnhildur Hlöðversdóttir varaformaður Samtaka lungnasjúklinga hefur haldið sig inni vegna mengunar síðan á föstudag. „Ég nenni ekki að fara að missa heilsuna. Ég held að við lungnasjúklingar viljum heldur vera inni við en að fara út í góða veðrið meðan mengunin er svona. Heilt yfir er fólk ofboðslega lítið að fara út núna. Fyrst vorum við heima í 15 mánuði vegna Covid-19 og nú vegna mengunar,“ segir Gunnhildur og brosir. Hún telur að margir geri sér ekki grein fyrir að þeir verði fyrir áhrifum á menguninni. „Þeir sem eru lungnaveikir halda kannski að sjúkdómur sinn sé að versna og þeir sem eru heilbrigðir gera sér kannski ekki grein fyrir því að þessi erting í hálsinum og höfuðverkur sé vegna mengunarinnar,“ segir Gunnhildur. Hún vill nákvæmari merkingar á loftgæði.is „Þetta er ekki nógu aðgengilegt þarna inni. Það eru litlar útskýringar og maður þarf að fara svo langa leið til að finna út úr því hvernig ástandið er. Það er mikilvægt að hafa þessar upplýsingar eins einfaldar og mögulegt er fyrir einkum fyrir eldri aldurshópinn. Það er t.d. skrítið að sjá einstakan stað á höfborgarsvæðinu rauðan en staðir í næsta nágrenni eru grænir,“ segir Gunnhildur að lokum. Eldgos í Fagradalsfjalli Loftslagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þurfum að setja okkur í loftgæðagosgír“ Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að tileinka sér að kanna loftgæði í nágrenni við sig vegna mengunar frá eldgosinu í Geldingadölum. Fólk með öndunarfærasjúkdóma eigi að forðast útiveru þegar mengun er mikil. Búast megi við færri sólardögum í sumar vegna gosmóðu og þoku. 5. júlí 2021 12:01 Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum Móðan sem liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og hefur gert frá því snemma í morgun er gosmóða frá eldgosinu í Fagradalsfjalli í bland við þokuloft. Gosmóðan inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2). 2. júlí 2021 14:33 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Sjá meira
Svokölluð gosmóða frá eldgosinu í Geldingadölum hefur legið yfir suðvestanverðu landinu síðustu daga en hún hefur líka sést annars staðar á landinu. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg fyrir helgi kom fram að gosmóða greinist á svifryksmælum en ekki á SO2 eða brennisteinsdíoxíð mælum. Gosmóðan getur valdið höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. Þá ættu viðkvæmir og börn að forðast útivist í lengri tíma. Á samfélagsmiðlum hefur borið nokkuð á því að fólk kvarti yfir einkennum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun sagði í hádegisfréttum mikilvægt að fólk fylgist vel með mengun frá eldgosinu eða SO2 og PM mengun í nágrenni við sig á vefnum Loftgæði.is. Svifryk, PM10 og minna kemst inni í öndunarfæri manna samkvæmt vefnum Belgingi. Þaðan getur það borist í lungnaberkjurnar og í blóðrásarkerfið. Þá getur brennisteinsdíoxíð haft áhrif á heilsufar viðkvæmra ef magn þess fer yfir 351. Gunnhildur Hlöðversdóttir varaformaður Samtaka lungnasjúklinga hefur haldið sig inni vegna mengunar síðan á föstudag. „Ég nenni ekki að fara að missa heilsuna. Ég held að við lungnasjúklingar viljum heldur vera inni við en að fara út í góða veðrið meðan mengunin er svona. Heilt yfir er fólk ofboðslega lítið að fara út núna. Fyrst vorum við heima í 15 mánuði vegna Covid-19 og nú vegna mengunar,“ segir Gunnhildur og brosir. Hún telur að margir geri sér ekki grein fyrir að þeir verði fyrir áhrifum á menguninni. „Þeir sem eru lungnaveikir halda kannski að sjúkdómur sinn sé að versna og þeir sem eru heilbrigðir gera sér kannski ekki grein fyrir því að þessi erting í hálsinum og höfuðverkur sé vegna mengunarinnar,“ segir Gunnhildur. Hún vill nákvæmari merkingar á loftgæði.is „Þetta er ekki nógu aðgengilegt þarna inni. Það eru litlar útskýringar og maður þarf að fara svo langa leið til að finna út úr því hvernig ástandið er. Það er mikilvægt að hafa þessar upplýsingar eins einfaldar og mögulegt er fyrir einkum fyrir eldri aldurshópinn. Það er t.d. skrítið að sjá einstakan stað á höfborgarsvæðinu rauðan en staðir í næsta nágrenni eru grænir,“ segir Gunnhildur að lokum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Loftslagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þurfum að setja okkur í loftgæðagosgír“ Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að tileinka sér að kanna loftgæði í nágrenni við sig vegna mengunar frá eldgosinu í Geldingadölum. Fólk með öndunarfærasjúkdóma eigi að forðast útiveru þegar mengun er mikil. Búast megi við færri sólardögum í sumar vegna gosmóðu og þoku. 5. júlí 2021 12:01 Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum Móðan sem liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og hefur gert frá því snemma í morgun er gosmóða frá eldgosinu í Fagradalsfjalli í bland við þokuloft. Gosmóðan inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2). 2. júlí 2021 14:33 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Sjá meira
„Þurfum að setja okkur í loftgæðagosgír“ Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að tileinka sér að kanna loftgæði í nágrenni við sig vegna mengunar frá eldgosinu í Geldingadölum. Fólk með öndunarfærasjúkdóma eigi að forðast útiveru þegar mengun er mikil. Búast megi við færri sólardögum í sumar vegna gosmóðu og þoku. 5. júlí 2021 12:01
Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum Móðan sem liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og hefur gert frá því snemma í morgun er gosmóða frá eldgosinu í Fagradalsfjalli í bland við þokuloft. Gosmóðan inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2). 2. júlí 2021 14:33