Bezos lætur af störfum sem forstjóri Amazon Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2021 11:07 Jeff Bezos vill einbeita sér meira að öðrum fyrirtækjum sínum. EPA/MICHAEL REYNOLDS Auðjöfurinn Jeff Bezos lætur í dag af störfum sem forstjóri Amazon, fyrirtækis sem hann stofnaði á árum áður og hefur stýrt í 27 ár. Við honum tekur Andy Jassy en Bezos mun áfram verða mjög áhrifamikill og tekur sér stöðu stjórnarformanns. Jassy hefur verið yfir skýjavinnslu Amazon. Ákvörðun Bezos var tilkynnt í febrúar og þá var haft eftir auðjöfrinum að hann vildi verja meiri tíma við stjórn annarra fyrirtækja sinna eins og Washington Post og Blue Origin, auk þess sem hann vildi verja meiri tíma í góðgerðarmál. Amazon er, samkvæmt frétt CNN, metið á um 1,75 billjón dala, sem gróflega reiknað samsvarar um 218 billjónum króna (218.000.000.000.000) Seinna í þessum mánuði stendur til að skjóta Bezos út í geim og til baka með eldflaug Blue Origin. Sjá einnig: Á níræðisaldri og ætlar út í geim með Bezos Umsvif Amazon hafa aukist töluvert undanfarið ár og rúmlega það og hefur sá vöxtur að miklu leyti verið rakinn til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Samhliða því hafa áhyggjur ráðamanna vestanhafs og víðar á þessum miklu umsvifum aukist. Stjórnmálamenn í Bandaríkjunum vilja koma böndum á Amazon og önnur stærstu fyrirtæki landsins. Bezos hefur verið kallaður fyrir þingmenn til að svara spurningum um markaðsstöðu Amazon og jafnvel meint samkeppnisbrot. Þá var Bezos harðlega gagnrýndur í síðasta mánuði þegar gagnaleki sýndi fram á að ríkustu menn Bandaríkjanna, Bezos þar á meðal, greiddu lítinn sem engan skatt af tekjum sínum. Amazon Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Jassy hefur verið yfir skýjavinnslu Amazon. Ákvörðun Bezos var tilkynnt í febrúar og þá var haft eftir auðjöfrinum að hann vildi verja meiri tíma við stjórn annarra fyrirtækja sinna eins og Washington Post og Blue Origin, auk þess sem hann vildi verja meiri tíma í góðgerðarmál. Amazon er, samkvæmt frétt CNN, metið á um 1,75 billjón dala, sem gróflega reiknað samsvarar um 218 billjónum króna (218.000.000.000.000) Seinna í þessum mánuði stendur til að skjóta Bezos út í geim og til baka með eldflaug Blue Origin. Sjá einnig: Á níræðisaldri og ætlar út í geim með Bezos Umsvif Amazon hafa aukist töluvert undanfarið ár og rúmlega það og hefur sá vöxtur að miklu leyti verið rakinn til heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Samhliða því hafa áhyggjur ráðamanna vestanhafs og víðar á þessum miklu umsvifum aukist. Stjórnmálamenn í Bandaríkjunum vilja koma böndum á Amazon og önnur stærstu fyrirtæki landsins. Bezos hefur verið kallaður fyrir þingmenn til að svara spurningum um markaðsstöðu Amazon og jafnvel meint samkeppnisbrot. Þá var Bezos harðlega gagnrýndur í síðasta mánuði þegar gagnaleki sýndi fram á að ríkustu menn Bandaríkjanna, Bezos þar á meðal, greiddu lítinn sem engan skatt af tekjum sínum.
Amazon Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira