Fæddi næstum því barn á bílastæði með annað barn í bílnum Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 4. júlí 2021 14:12 Anna Löscher og Baldur Karl Kristinsson eignuðust dreng 14. júní, eftir að Anna fékk hríðir í bílnum sínum á Selfossi. Þau eru þakklát fyrir hjálp sem þau fengu frá ókunnugum hjónum. Aðsend mynd Fyrir algera tilviljun leit kona á Selfossi inn í bíl á bílastæði í vikunni og kom þar auga á konu sem var augljóslega í nokkrum vandræðum. Hún áttaði sig ekki strax á því hvað amaði að en ákvað að kanna málið. Við nánari athugun kom í ljós að konan í bílnum var við það að fæða barn, með annað hjálparlaust tveggja ára barn í bílnum. Konan, Inga Lóa, fór beint í að koma konunni á sjúkrahús, þar sem hún fæddi dreng korteri síðar. Á sama tíma brunaði faðirinn frá Reykjavík og var mættur í tæka tíð til þess að skera á naflastrenginn. Drengnum heilsast að sögn móðurinnar vel þrátt fyrir brattan aðdraganda. „Við erum bæði svo þakklát hjónunum,“ segir Anna Löscher móðirin í samtali við Vísi. Hún er þýsk og faðirinn er íslenskur, Baldur Karl Kristinsson. Keyrðu fyrst fram hjá „Það var í raun fyrir algjöra tilviljun að ég lít inn í bílinn hennar,“ segir Inga Lóa Ármannsdóttur en hún hafði verið í Húsasmiðjunni ásamt eiginmanni sínum áður en þau keyrðu framhjá bíl Önnu. Inga Lóa Ármannsdóttir var með eiginmanni sinni í bíl þegar hún kom Önnu til hjálpar.Aðsend mynd „Við keyrðum fyrst framhjá bílnum en svo fór ég að hugsa að það væri eitthvað að, mér fannst hún vera í angist,“ segir Inga sem bað mann sinn um að snúa við. „Ég fann það bara á mér að við yrðum að snúa við. Þegar við komum aftur að bílnum var hún komin út úr bílnum og var í keng við bílinn. Það var augljóst að hún þurfti á hjálp að halda. Ég áttaði mig samt ekki á því að það væri barn á leiðinni. Hún nær að koma því frá sér að hún þurfi að komast á sjúkrahús á ensku,“ segir Inga Lóa. Hélt að hún myndi ganga með barnið í viku í viðbót Inga Lóa keyrði Önnu og sjúkrahúsið á Selfossi og fór með tveggja ára son hennar til frænku Önnu. „Hún náði að útskýra fyrir mér hvert barnið ætti að fara og svo fór ég bara en ég hugsaði svo mikið til hennar,“ segir Inga Lóa sem heyrði ekkert meira fyrr en Anna lýsti eftir hjónum sem keyrðu hana á spítalann á Selfossi á Facebook-hópnum Góða systir. Anna fæddi son korteri eftir að komið var á spítalann. Hún segist vera gríðarlega þakklát hjónunum. „Ég var sett þann 21. júní en var ekki farin að finna neitt fyrr en allt í einu þarna. Ég var alveg viss um að ég myndi ganga með barnið í viku í viðbót,“ segir Anna. Kærasti Önnu var í Reykjavík en kom sér á fæðingardeildina á mettíma. „Við erum bæði svo þakklát hjónunum,“ segir Anna og bætir við að það sé gott að vera búin að koma þökkunum á framfæri en þær Anna og Inga Lóa hafa talað saman á Facebook. Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Börn og uppeldi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Konan, Inga Lóa, fór beint í að koma konunni á sjúkrahús, þar sem hún fæddi dreng korteri síðar. Á sama tíma brunaði faðirinn frá Reykjavík og var mættur í tæka tíð til þess að skera á naflastrenginn. Drengnum heilsast að sögn móðurinnar vel þrátt fyrir brattan aðdraganda. „Við erum bæði svo þakklát hjónunum,“ segir Anna Löscher móðirin í samtali við Vísi. Hún er þýsk og faðirinn er íslenskur, Baldur Karl Kristinsson. Keyrðu fyrst fram hjá „Það var í raun fyrir algjöra tilviljun að ég lít inn í bílinn hennar,“ segir Inga Lóa Ármannsdóttur en hún hafði verið í Húsasmiðjunni ásamt eiginmanni sínum áður en þau keyrðu framhjá bíl Önnu. Inga Lóa Ármannsdóttir var með eiginmanni sinni í bíl þegar hún kom Önnu til hjálpar.Aðsend mynd „Við keyrðum fyrst framhjá bílnum en svo fór ég að hugsa að það væri eitthvað að, mér fannst hún vera í angist,“ segir Inga sem bað mann sinn um að snúa við. „Ég fann það bara á mér að við yrðum að snúa við. Þegar við komum aftur að bílnum var hún komin út úr bílnum og var í keng við bílinn. Það var augljóst að hún þurfti á hjálp að halda. Ég áttaði mig samt ekki á því að það væri barn á leiðinni. Hún nær að koma því frá sér að hún þurfi að komast á sjúkrahús á ensku,“ segir Inga Lóa. Hélt að hún myndi ganga með barnið í viku í viðbót Inga Lóa keyrði Önnu og sjúkrahúsið á Selfossi og fór með tveggja ára son hennar til frænku Önnu. „Hún náði að útskýra fyrir mér hvert barnið ætti að fara og svo fór ég bara en ég hugsaði svo mikið til hennar,“ segir Inga Lóa sem heyrði ekkert meira fyrr en Anna lýsti eftir hjónum sem keyrðu hana á spítalann á Selfossi á Facebook-hópnum Góða systir. Anna fæddi son korteri eftir að komið var á spítalann. Hún segist vera gríðarlega þakklát hjónunum. „Ég var sett þann 21. júní en var ekki farin að finna neitt fyrr en allt í einu þarna. Ég var alveg viss um að ég myndi ganga með barnið í viku í viðbót,“ segir Anna. Kærasti Önnu var í Reykjavík en kom sér á fæðingardeildina á mettíma. „Við erum bæði svo þakklát hjónunum,“ segir Anna og bætir við að það sé gott að vera búin að koma þökkunum á framfæri en þær Anna og Inga Lóa hafa talað saman á Facebook.
Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Börn og uppeldi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira