Danir unnu 2-1 sigur á Tékkum eftir að hafa komist í 2-0 með mörkum Thomas Delaney og Kasper Dolberg en Tékkarnir minnkuðu muninn í síðari hálfleik.
Mikil og góð stemning hefur verið í Danmörku undanfarnar vikur og margir safnast saman til þess að fagna góðum sigrum.
Í gær var engin undantekning á því og má finna mörg myndbönd á internetinu af fögnuðum Dana.
Ráðhústorgið var fullt af fólki, aðra helgina í röð, og í bæjarhlutanum Nørrebro var einnig þéttsetið. Í raun um allt land safnaðist fólk og gladdist saman.
Í Árósum var engin undantekning og þar má finna myndband frá Frederiksgötu þar sem var pakkað af fólki.
Fólkið söng þar saman Re-sepp-ten, stuðningsmannalag Dana, og undir myndbandið skrifar landsliðsmarkvörður Dana, Kasper Schmeichel:
„Vá,“ en tæplega 1400 hafa líkað við færslu Kaspers. Myndbandið má sjá hér að neðan.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.