Harry Kane kom Englandi í forystu snemma leiks áður en nafni hans Harry Maguire skoraði annað markið strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Fjórum mínútum síðar skoraði Harry Kane sitt annað mark og staðan orðin 3-0.
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, kom inn á sem varamaður skömmu síðar og hafði aðeins verið á vellinum í rúmar fimm mínútum þegar hann gerði endanlega út um leikinn með sínu fyrsta landsliðsmarki.
Englendingar mæta Dönum í undanúrslitum keppninnar á miðvikudag.
Mörkin fjögur má sjá í spilaranum að neðan.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.