Diljá Ýr skoraði í stórsigri á Kristianstad Valur Páll Eiríksson skrifar 2. júlí 2021 19:00 Diljá Ýr og félagar hennar eru í öðru sæti deildarinnar. Göteborgs Posten/Vísir Tveir leikir voru á dagskrá í sænsku úrvalsdeildinni síðdegis. Fjórir Íslendingar voru í eldlínunni þar sem Häcken vann 6-2 sigur á Kristianstad en Växjö þoldi 2-0 tap fyrir Eskiltuna. Fyrir leik kvöldsins var Häcken í öðru sæti deildarinnar með 20 stig en Kristianstad sæti neðar með stigi minna. Annað sætið var því í húfi. Diljá Ýr Zomers byrjaði á vinstri kantinum hjá Häcken en Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru báðar í byrjunarliði Kristianstad. Lið Häcken byrjaði betur þar sem Johanna Rytting Kaneryd kom liðinu í forystu þegar hún fylgdi eftir langskoti sem varið var út í teiginn á 12. Mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Diljá Ýr Zomers forystu Häcken þar sem hún var alein á teignum og afgreiddi vel. Diljá Ýr fékk svo svipað færi síðar í fyrri hálfleiknum þar sem vörn Kristianstad var aftur ansi tætinsleg en skot hennar hafnaði í stönginni. 2-0 stóð í hléi og Häcken leiddi sanngjarnt þar sem gestirnir frá Kristianstad voru langt í frá líklegar fram á við. Kristianstad fékk hins vegar gefins líflínu þegar Milica Mijatovic skoraði klaufalegt sjálfsmark eftir hornspyrnu sem breytti stöðunni í 2-1 á 65. mínútu. Stina Blackstenius drap hins vegar vonarneista Kristianstad með marki aðeins tveimur mínútum síðar og Emma Kullberg kom Häcken 4-1 yfir stundarfjórðungi fyrir leikslok. Emma Petrovic minnkaði muninn í 4-2 fyrir Kristianstad á 85. Mínútu en Stina Blackenstius var ekki hætt. Hún skoraði annað mark sitt á 90. Mínútu og það þriðja í uppbótartíma. Lokatölur 6-2 fyrir Häcken sem eru nú með 23 stig í öðru sætinu, fimm stigum frá toppliði Rosengard, en Kristianstad er með 19 stig í þriðja sætinu og er í hættu að missa þriðja sætið í hendur Hammarby sem er með 18 stig sæti neðar og á leik inni. Þá lék Andrea Mist Pálsdóttir allan leikinn fyrir Växjö sem tapaði 2-0 á heimavelli fyrir Eskiltuna. Växjö leitar enn síns fyrsta sigurs og er með þrjú stig á botni deildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti. Sænski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Fyrir leik kvöldsins var Häcken í öðru sæti deildarinnar með 20 stig en Kristianstad sæti neðar með stigi minna. Annað sætið var því í húfi. Diljá Ýr Zomers byrjaði á vinstri kantinum hjá Häcken en Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru báðar í byrjunarliði Kristianstad. Lið Häcken byrjaði betur þar sem Johanna Rytting Kaneryd kom liðinu í forystu þegar hún fylgdi eftir langskoti sem varið var út í teiginn á 12. Mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Diljá Ýr Zomers forystu Häcken þar sem hún var alein á teignum og afgreiddi vel. Diljá Ýr fékk svo svipað færi síðar í fyrri hálfleiknum þar sem vörn Kristianstad var aftur ansi tætinsleg en skot hennar hafnaði í stönginni. 2-0 stóð í hléi og Häcken leiddi sanngjarnt þar sem gestirnir frá Kristianstad voru langt í frá líklegar fram á við. Kristianstad fékk hins vegar gefins líflínu þegar Milica Mijatovic skoraði klaufalegt sjálfsmark eftir hornspyrnu sem breytti stöðunni í 2-1 á 65. mínútu. Stina Blackstenius drap hins vegar vonarneista Kristianstad með marki aðeins tveimur mínútum síðar og Emma Kullberg kom Häcken 4-1 yfir stundarfjórðungi fyrir leikslok. Emma Petrovic minnkaði muninn í 4-2 fyrir Kristianstad á 85. Mínútu en Stina Blackenstius var ekki hætt. Hún skoraði annað mark sitt á 90. Mínútu og það þriðja í uppbótartíma. Lokatölur 6-2 fyrir Häcken sem eru nú með 23 stig í öðru sætinu, fimm stigum frá toppliði Rosengard, en Kristianstad er með 19 stig í þriðja sætinu og er í hættu að missa þriðja sætið í hendur Hammarby sem er með 18 stig sæti neðar og á leik inni. Þá lék Andrea Mist Pálsdóttir allan leikinn fyrir Växjö sem tapaði 2-0 á heimavelli fyrir Eskiltuna. Växjö leitar enn síns fyrsta sigurs og er með þrjú stig á botni deildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti.
Sænski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira